Dellukallar eyða milljónum í þrívíddarsjónvörp 29. júní 2010 07:00 Þrívíddarsjónvarpstæki er það sem koma skal. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru bara allt önnur gæði í þessum sjónvörpum en í venjulegum. Maður sér dýptina í myndinni," segir Ólafur Már Hreinsson, starfsmaður Sjónvarpsmiðstöðvarinnar. Sjónvarpsmiðstöðin er byrjuð að selja þrívíddarsjónvörp og tækjaóðir Íslendingar taka vel nýjungina. Þar á bæ seljast allt að sjö tæki á viku á um 650.000 krónur stykkið. Það er um 400.000 krónum meira en hefðbundinn flatskjár af sömu stærð. Progastro hóf einnig nýlega innflutning á þrívíddarsjónvörpum og hefur þegar selt fimm tæki á um 560.000 krónur stykkið. Baldur Steinarsson hjá fyrirtækinu vill meina að þrívíddartæknin sé framtíðin. „Við erum nýbyrjaðir að selja tækin og pöntuðum þau inn eftir eftirspurn frá viðskiptavinum," segir hann og bætir við að sjónvarpstöðin Sky, sem nýverið hóf útsendingu á sérstakri þrívíddarrás, ætlaði að senda HM í knattspyrnu út í þrívídd en það gekk ekki eftir. „Það eru samt nokkrir leikir sýndir á þeirri stöð," segir Baldur. Ólafur Már hjá Sjónvarpsmiðstöðinni tekur undir orð Baldurs og segir þrívíddartæknina það sem koma skal. Hann vill meina að þrívíddin geri hversdagslegt sjónvarpsgláp að raunverulegri og skemmtilegri upplifun. „Það sem er miklu betra við þrívíddina er að þú færð bæði myndina á móti þér og ferð inn í myndina," segir hann. „Ef maður horfir á fótbolta beygir maður sig niður því það er eins og boltinn fari í mann." En hver kaupir sjónvörpin? „Það eru nú helst dellukallar sem festa kaup á gripnum enn sem komið er." Til þess að nýta tæknina þurfa áhorfendur að nota sérstök þrívíddargleraugu. Tvenn fylgja sjónvörpunum, en hægt er að kaupa stykkið á um 20.000 krónur. „Það er örugglega hægt eyða svipuðum pening í áhugamál eins og golf eða veiði," segir Ólafur og viðurkennir að hann sé einn af þessum delluköllum og sé að safna fyrir gripnum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
„Það eru bara allt önnur gæði í þessum sjónvörpum en í venjulegum. Maður sér dýptina í myndinni," segir Ólafur Már Hreinsson, starfsmaður Sjónvarpsmiðstöðvarinnar. Sjónvarpsmiðstöðin er byrjuð að selja þrívíddarsjónvörp og tækjaóðir Íslendingar taka vel nýjungina. Þar á bæ seljast allt að sjö tæki á viku á um 650.000 krónur stykkið. Það er um 400.000 krónum meira en hefðbundinn flatskjár af sömu stærð. Progastro hóf einnig nýlega innflutning á þrívíddarsjónvörpum og hefur þegar selt fimm tæki á um 560.000 krónur stykkið. Baldur Steinarsson hjá fyrirtækinu vill meina að þrívíddartæknin sé framtíðin. „Við erum nýbyrjaðir að selja tækin og pöntuðum þau inn eftir eftirspurn frá viðskiptavinum," segir hann og bætir við að sjónvarpstöðin Sky, sem nýverið hóf útsendingu á sérstakri þrívíddarrás, ætlaði að senda HM í knattspyrnu út í þrívídd en það gekk ekki eftir. „Það eru samt nokkrir leikir sýndir á þeirri stöð," segir Baldur. Ólafur Már hjá Sjónvarpsmiðstöðinni tekur undir orð Baldurs og segir þrívíddartæknina það sem koma skal. Hann vill meina að þrívíddin geri hversdagslegt sjónvarpsgláp að raunverulegri og skemmtilegri upplifun. „Það sem er miklu betra við þrívíddina er að þú færð bæði myndina á móti þér og ferð inn í myndina," segir hann. „Ef maður horfir á fótbolta beygir maður sig niður því það er eins og boltinn fari í mann." En hver kaupir sjónvörpin? „Það eru nú helst dellukallar sem festa kaup á gripnum enn sem komið er." Til þess að nýta tæknina þurfa áhorfendur að nota sérstök þrívíddargleraugu. Tvenn fylgja sjónvörpunum, en hægt er að kaupa stykkið á um 20.000 krónur. „Það er örugglega hægt eyða svipuðum pening í áhugamál eins og golf eða veiði," segir Ólafur og viðurkennir að hann sé einn af þessum delluköllum og sé að safna fyrir gripnum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira