800 milljarða uppvakningur Helgi Magnússon skrifar 17. desember 2010 06:15 Hann ætlar að verða lífseigur draugurinn, sem einhverjir galdramenn hafa vakið upp, að lífeyrissjóðirnir á Íslandi hafi tapað 800 milljörðum króna í hruninu. Ítrekað er þessi tala notuð og lepur hver upp eftir öðrum og gildir einu hvort á ferðinni eru háskólakennarar, leikmenn eða fjölmiðlafólk. Hið rétta er að áætlað að tap lífeyrissjóðanna í hruninu hafi numið um 350 milljörðum króna. Ég hygg að flestum þyki það ærið áfall og því ástæðulaust með öllu að ýkja frásögnina með því að klifa á þeirri rangfærslu að tapið hafi numið 800 milljörðum. Unnt er að reikna þetta út með því að skoða upplýsingar á heimasíðum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Þeim sem vilja fara með rétt mál varðandi þetta er því enginn vandi á höndum. Starfsfólk og stjórnarmenn íslenskra lífeyrissjóða hafa fengið nóg af ómaklegri gagnrýni á lífeyrissjóðina að undanförnu. Við gerum kröfu um það að rétt sé farið með staðreyndir vegna sjóðanna áður en fólk leyfir sér að draga víðtækar ályktanir með gagnrýnum hætti. Gleymum því ekki að flest fjármálafyrirtæki landsins hrundu nánast til grunna í hruninu. Lífeyrissjóðirnir fengu högg en þeir eru á góðri leið með að ná fyrri styrk meðan flestir aðrir hafa horfið af sviðinu. Íslenskir lífeyrissjóðir eru nú einhverjar mikilvægustu fjármálastofnanir landsins og sú kjölfesta í almannaeigu sem unnt er að byggja á til framtíðar. Ekki er gert lítið úr því áfalli að tapa 350 milljörðum króna en stærð íslensku lífeyrissjóðanna er nú að nálgast 1.900 milljarða króna, þar af tæplega þriðjungur í erlendum eignum sem leiðir til nauðsynlegrar áhættudreifingar. Íslendingar búa nú að einu öflugasta lífeyrissjóðakerfi heimsins. Einungis Holland og Sviss státa af álíka öflugum lífeyrissjóðakerfum. Sparnaður í lífeyrissjóðum þessara þriggja ríkja nemur 120-130% af landsframleiðslu þeirra en önnur ríki koma þar langt á eftir. Íslenskir lífeyrissjóðir eru vel reknir og standa t.d. einkar vel að vígi í samanburði OECD-ríkja hvað rekstrarkostnað varðar. Þrátt fyrir hrunið standa þeir sterkir og eflast hratt. Þeir munu geta gegnt lykilhlutverki við endurreisn íslensks atvinnulífs og þjóðlífs ef vel verður haldið á málum og vinnufriður fæst. Við förum fram á að umræða um málefni lífeyrissjóðanna sé vönduð, sanngjörn og studd rökum. Þeir sem vilja gera mikið úr áfalli lífeyrissjóðanna í hruninu verða að láta sér 350 milljarða áfall nægja því 800 milljarða tap varð sem betur fer ekki. Vonandi er sá uppvakningur senn dauður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hann ætlar að verða lífseigur draugurinn, sem einhverjir galdramenn hafa vakið upp, að lífeyrissjóðirnir á Íslandi hafi tapað 800 milljörðum króna í hruninu. Ítrekað er þessi tala notuð og lepur hver upp eftir öðrum og gildir einu hvort á ferðinni eru háskólakennarar, leikmenn eða fjölmiðlafólk. Hið rétta er að áætlað að tap lífeyrissjóðanna í hruninu hafi numið um 350 milljörðum króna. Ég hygg að flestum þyki það ærið áfall og því ástæðulaust með öllu að ýkja frásögnina með því að klifa á þeirri rangfærslu að tapið hafi numið 800 milljörðum. Unnt er að reikna þetta út með því að skoða upplýsingar á heimasíðum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Þeim sem vilja fara með rétt mál varðandi þetta er því enginn vandi á höndum. Starfsfólk og stjórnarmenn íslenskra lífeyrissjóða hafa fengið nóg af ómaklegri gagnrýni á lífeyrissjóðina að undanförnu. Við gerum kröfu um það að rétt sé farið með staðreyndir vegna sjóðanna áður en fólk leyfir sér að draga víðtækar ályktanir með gagnrýnum hætti. Gleymum því ekki að flest fjármálafyrirtæki landsins hrundu nánast til grunna í hruninu. Lífeyrissjóðirnir fengu högg en þeir eru á góðri leið með að ná fyrri styrk meðan flestir aðrir hafa horfið af sviðinu. Íslenskir lífeyrissjóðir eru nú einhverjar mikilvægustu fjármálastofnanir landsins og sú kjölfesta í almannaeigu sem unnt er að byggja á til framtíðar. Ekki er gert lítið úr því áfalli að tapa 350 milljörðum króna en stærð íslensku lífeyrissjóðanna er nú að nálgast 1.900 milljarða króna, þar af tæplega þriðjungur í erlendum eignum sem leiðir til nauðsynlegrar áhættudreifingar. Íslendingar búa nú að einu öflugasta lífeyrissjóðakerfi heimsins. Einungis Holland og Sviss státa af álíka öflugum lífeyrissjóðakerfum. Sparnaður í lífeyrissjóðum þessara þriggja ríkja nemur 120-130% af landsframleiðslu þeirra en önnur ríki koma þar langt á eftir. Íslenskir lífeyrissjóðir eru vel reknir og standa t.d. einkar vel að vígi í samanburði OECD-ríkja hvað rekstrarkostnað varðar. Þrátt fyrir hrunið standa þeir sterkir og eflast hratt. Þeir munu geta gegnt lykilhlutverki við endurreisn íslensks atvinnulífs og þjóðlífs ef vel verður haldið á málum og vinnufriður fæst. Við förum fram á að umræða um málefni lífeyrissjóðanna sé vönduð, sanngjörn og studd rökum. Þeir sem vilja gera mikið úr áfalli lífeyrissjóðanna í hruninu verða að láta sér 350 milljarða áfall nægja því 800 milljarða tap varð sem betur fer ekki. Vonandi er sá uppvakningur senn dauður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar