Undirbúa kosningar í skugga harmleiks 12. apríl 2010 04:15 Pólskir stjórnmálamenn halda á kertum á minningarathöfn sem var haldin fyrir utan þinghús landsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, er lengst til hægri. mynd/ap Fréttaskýring: Hvaða áhrif hefur flugslysið í Rússlandi á stjórnmála- og efnahagslíf Pólverja? Flugslysið í Rússlandi á laugardag þegar 96 manns fórust, þar á meðal forseti Póllands, Lech Kaczynski, yfirmenn hersins og pólskir þingmenn, gæti haft mikil áhrif á stjórnmála- og efnahagslíf Pólverja á næstunni. Kaczynski og föruneyti ætlaði að vera viðstatt athöfn í tilefni þess að sjötíu ár eru liðin síðan sovéskir leyniþjónustumenn drápu yfir tuttugu þúsund Pólverja í Katyn-skógi í Sovétríkjunum. Pawel Gras, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að ekki ríki upplausnarástand í landinu. Starfsemi hersins og ríkisstofnana gangi eðlilega fyrir sig þrátt fyrir þennan mikla harmleik. Michael Boni, yfirmaður í forsætisráðuneytinu, segir að haldið sé góðu sambandi við starfandi seðlabankastjóra Póllands, Piotr Wiesiolek, en seðlabankastjórinn Slawomir Skrzypek var á meðal þeirra sem fórust í slysinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent Piotr samúðarkveðjur vegna fráfalls Skrzypeks. Haldinn verður fundur í dag hjá efnahagsráði pólska seðlabankans þar sem farið verður yfir stöðu mála. „Við erum tilbúin að taka ýmsar ákvarðanir en við sjáum ekki fram á að eitthvað hættulegt muni gerast hvað varðar efnahaginn,“ sagði Boni. Stjórnvöldum í landinu hefur hingað til tekist að koma í veg fyrir að kreppa skelli á og miðað við yfirlýsingar Boni mun það ekki breytast. Starfandi forseti Póllands, Bronislaw Komorowski, ætlar að tilkynna um forsetakosningar innan tveggja vikna. Samkvæmt stjórnarskrá landsins verður að halda kosningarnar innan sextíu daga frá tilkynningunni. Kaczynski ætlaði að bjóða sig fram til annars kjörtímabils í forsetakosningum sem halda átti í haust. Búist var við að hann myndi eiga erfitt uppdráttar gegn Komorowski og frjálslyndum flokki hans. Íhaldsflokkur Kaczynski gæti aftur á móti fengið fjölda samúðaratkvæða vegna fráfalls forsetans, hvað þá ef flýta á kosningunum fram í lok júní. freyr@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Fréttaskýring: Hvaða áhrif hefur flugslysið í Rússlandi á stjórnmála- og efnahagslíf Pólverja? Flugslysið í Rússlandi á laugardag þegar 96 manns fórust, þar á meðal forseti Póllands, Lech Kaczynski, yfirmenn hersins og pólskir þingmenn, gæti haft mikil áhrif á stjórnmála- og efnahagslíf Pólverja á næstunni. Kaczynski og föruneyti ætlaði að vera viðstatt athöfn í tilefni þess að sjötíu ár eru liðin síðan sovéskir leyniþjónustumenn drápu yfir tuttugu þúsund Pólverja í Katyn-skógi í Sovétríkjunum. Pawel Gras, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að ekki ríki upplausnarástand í landinu. Starfsemi hersins og ríkisstofnana gangi eðlilega fyrir sig þrátt fyrir þennan mikla harmleik. Michael Boni, yfirmaður í forsætisráðuneytinu, segir að haldið sé góðu sambandi við starfandi seðlabankastjóra Póllands, Piotr Wiesiolek, en seðlabankastjórinn Slawomir Skrzypek var á meðal þeirra sem fórust í slysinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent Piotr samúðarkveðjur vegna fráfalls Skrzypeks. Haldinn verður fundur í dag hjá efnahagsráði pólska seðlabankans þar sem farið verður yfir stöðu mála. „Við erum tilbúin að taka ýmsar ákvarðanir en við sjáum ekki fram á að eitthvað hættulegt muni gerast hvað varðar efnahaginn,“ sagði Boni. Stjórnvöldum í landinu hefur hingað til tekist að koma í veg fyrir að kreppa skelli á og miðað við yfirlýsingar Boni mun það ekki breytast. Starfandi forseti Póllands, Bronislaw Komorowski, ætlar að tilkynna um forsetakosningar innan tveggja vikna. Samkvæmt stjórnarskrá landsins verður að halda kosningarnar innan sextíu daga frá tilkynningunni. Kaczynski ætlaði að bjóða sig fram til annars kjörtímabils í forsetakosningum sem halda átti í haust. Búist var við að hann myndi eiga erfitt uppdráttar gegn Komorowski og frjálslyndum flokki hans. Íhaldsflokkur Kaczynski gæti aftur á móti fengið fjölda samúðaratkvæða vegna fráfalls forsetans, hvað þá ef flýta á kosningunum fram í lok júní. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira