Lífið

Grætur yfir HM-lagi

Gamanleikarinn söng nýja útgáfu af Three Lions ásamt Robbie Williams.
Gamanleikarinn söng nýja útgáfu af Three Lions ásamt Robbie Williams.

Söngvarinn Robbie Williams og gamanleikarinn Russell Brand hafa sungið nýja útgáfu af HM-laginu Three Lions, sem var opinber söngur enska landsliðsins í fótbolta árið 1996. Þessi nýja útgáfa telst þó ekki vera opinber HM-söngur Englendinga því enska knattspyrnusambandið ákvað að borga ekki fyrir slíkt lag í þetta sinn.

„Mér fannst vandræðalegt hve ég var tilfinninganæmur þegar ég söng þetta lag. Ég grét næstum því," sagði Russell. „Þetta er eina góða enska fótboltalagið og ég hlakka til að syngja það þegar við dettum út í vítaspyrnukeppni. Þá mun ég virkilega gráta."

Lagið er gefið út á mánudag en hér má heyra stutt sýnishorn af því.

Hér er síðan upprunalega útgáfan með hljómsveitinni Lightning Seeds.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.