Innlent

Fólki á vanskilaskrá fjölgar

Fólki á vanskilaskrá heldur áfram að fjölga þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda til handa skuldsettum heimilum. Ríflega helmingur þeirra sem þegar hefur fengið aðstoð vegna skuldavanda segir hana ekki duga til, samkvæmt nýrri könnun. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir að stjórnvöld vilji aðeins hjálpa fjármálafyrirtækjum að arðræna almenning.

Credit Info kynnti í morgun könnun sem gerð var til að meta árangur þeirra greiðsluúrræða sem í boði eru fyrir skuldsett heimili.

Tæplega eitt þúsund manns tóku þátt í könnuninni.

Þar kemur meðal annars fram að ríflega helmingur þeirra, eða 56 prósent, sem þegar hafa fengið aðstoð vegna skuldavanda segjast þurfa á meiri aðstoð að halda. 25 prósent svarenda töldu líklegt að þau myndu hætta greiða af lánum ef þau kæmust í greiðsluvandræði.

Tæplega 22 þúsund manns eru nú á vanskilaskrá og hefur fjölgað og jafnt þétt síðustu ár. Ungt fjölskyldufólk er í mestum vanda en á sama tíma fyrir þremur árum voru rétt rúmlega 16 þúsund manns á vanskilaskrá.

Formaður Hagsmunasamtaka heimilinna segir að þessar tölur sýni að stjórnvöld hafi brugðist almenningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×