Handbolti

Arnór: Engin þreyta í okkur

Eirikur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Arnór Atlason lék mjög vel í íslenska liðinu í kvöld.
Arnór Atlason lék mjög vel í íslenska liðinu í kvöld. Mynd/Leena Manhart
Arnór Atlason átti erfitt með að útskýra hvað klikkaði í lok leiks Íslands og Austurríkis á EM í handbolta í kvöld.

 „Þetta var sama sagan og gegn Serbíu. Við áttum að fá tvö stig úr þessum leik því við vorum löngu komnir með þetta. En það voru svo margir samverkandi þættir í lokin sem gerðu það að verkum að þetta gerðist. Það gekk allt á afturfótunum.“

 „Kannski er þetta bara veikleiki hjá okkur og kannski einbeitingarleysi. En við erum ekki þreyttir. Við vorum mjög ferskir og til í tuskið. Við áttum bara að vera löngu búnir að vinna báða þessa leiki okkar hér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×