Erlent

Leiðtogar funda um kjarnorkuvá

Leiðtogar hvaðanæva að úr heiminum eru nú staddir í Washington höfuðborg Bandaríkjanna þar sem fundað er um kjarnorkuöryggi. Um er að ræða stærsta alþjóðlega fundinn sem haldinn hefur verið í Bandaríkjunum frá stríðslokum en um 50 leiðtogar eru mættir til leiks.

Mikið er rætt um þá vá að kjarnorkuvopn eða geislavirk efni komist í hendur hryðjuverkamanna og varaði Barack Obama við því að þá væri voðinn vís. Úkraínumenn hafa þegar lofað að eyða öllu auðguðu úrani í landinu á þessu ári en Frakkar hafa þegar gefið það út að ekki komi til greina að þeir losi sig við kjarnavopn sín.

Fulltrúar frá Íran og Norður-Kóreu eru hinsvegar ekki á fundinum þar sem þeim var ekki boðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×