Lífið

Einkalíf Charlie Sheen í rúst

Charlie Sheen reynir að láta einkalífið ekki hafa áhrif á vinnuna.
Charlie Sheen reynir að láta einkalífið ekki hafa áhrif á vinnuna.

Stjarnan úr Two and a half men Charlie Sheen er alveg í ruglinu með einkalíf sitt en lætur það engin áhrif hafa á vinnu sína við þættina Two and a half men.

Í síðustu viku rústaði hann hótelherbergi á Plaza í New York útúrdópaður og drukkinn í félagsskap klámmyndastjörnu.

Hann var í kjölfarið handsamaður og færður lögreglu. Charlie mætti svo í vinnu við tökur á þáttunum vinsælu í upphafi vikunnar eins og ekkert óvenjulegt hefði gerst. Einn framleiðandi Two and a half men segir það hafa komið samstarfsfólki hans í þáttunum á óvart hversu eðlilegur Charlie var eftir þetta rugl sem flestir slúðurmiðlar í Bandaríkjunum hafa fjallað mikið um. Hann segir sjokkerandi hversu litlar áhyggjur Charlie hefur af þessari hegðun sinni. „Hann gekk bara á milli, faðmaði og heilsaði samstarfsfólk sínu eins og ekkert hefði í skorist."

Samstarfsfólk Charlies ákvað að ræða atburðinn ekki við hann þrátt fyrir að flestum hafi verið mjög brugðið en öryggisgæsla hótelsins þurfti að koma honum í hendur lögreglu eftir að hann rústaði hótelherberginu. Charlie var í kjölfarið sendur í rannsókn á sjúkrahús og var opinbera skýringin var sú að hann hefði fengið bráðaofnæmi vegna lyfjanotkunar.

Í gær var svo tilkynnt að Charlie Sheen og þriðja eiginkona hans Brooke Mueller væru skilin en þau hafa ekki búið saman eftir heiftarlegt rifrildi um síðustu jól.

Two and a half men eru gríðarlega vinsælir sjónvarpsþættir í Bandaríkjunum eins og hér Íslandi. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.