Lífið

Hjálmar og Helgi Björns endurgera Húsið og ég

Auk þess að taka upp Húsið og ég með Helga Björnssyni eru Hjálmar að prufa sig áfram með nýjar upptökur og í júlí spila þeir  á tónlistarhátíðum í Noregi.
Auk þess að taka upp Húsið og ég með Helga Björnssyni eru Hjálmar að prufa sig áfram með nýjar upptökur og í júlí spila þeir á tónlistarhátíðum í Noregi.

„Þetta var auðvelt. Við renndum í þetta nokkrum sinnum og fundum rétta grúvið. Svo var bara sungið yfir þetta," segir Kiddi í Hjálmum.

Hljómsveitin hefur tekið upp nýja útgáfu af hinu vinsæla lagi Grafíkar, Húsið og ég, ásamt fyrrum söngvara Grafíkar, Helga Björnssyni. Lagið verður að finna á væntanlegri safnplötu frá Kimi Records þar sem mismunandi hljómsveitir leiða saman hesta sína.

„Við hittum Helga á Aldrei fór ég suður-hátíðinni. Hann kom upp á svið og við tókum langa og góða útgáfu af laginu. Svo ræddum við saman um að taka það upp einhvern tímann," segir Kiddi, sem starfar einnig sem upptökustjóri.



Helgi söng Húsið og ég í nýrri útgáfu sem verður gaman að heyra.

„Um daginn kom Helgi síðan með SS Sól í stúdóíð að taka upp tvö ný lög. Um nóttina, eftir að ég var búinn að taka þau upp, ákváðum við að standa við það sem við sögðum." Í nýju útgáfunni syngur Helgi öll erindin á meðan Hjálmar syngja viðlagið um að þeim finnist rigningin góð. Leysa þeir af hólmi barnakórinn sem var í upprunalegu útgáfunni.

Hjálmar sendu frá sér plötuna IV fyrir síðustu jól sem fékk mjög góðar viðtökur. Þessa dagana er sveitin að prufa sig áfram með nýjar upptökur og í júlí spilar hún síðan á tveimur tónlistarhátíðum í Noregi. -fb

Hér er að finna skemmtilega upptöku af SSSól taka Húsið og ég í Köben fyrir nokkrum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.