Innlent

Fjórtán manns sóttu um stöðu skólameistara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjórtán manns sóttu um stöðu skólameistara. Mynd/ Róbert.
Fjórtán manns sóttu um stöðu skólameistara. Mynd/ Róbert.

Fjórtán manns sóttu um stöðu skólameistara í Borgarholtsskóla. Umsóknarfrestur rann út 3. maí síðastliðinn.



Umsækjendur eru:

Ari Halldórsson, kennslustjóri,

Ágústa Elín Ingþórsdóttir, sviðsstjóri,

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar,

Ásgrímur Angantýsson, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins,

Bryndís Sigurjónsdóttir, settur skólameistari Borgarholtsskóla,

Eyjólfur Bragason, stjórnsýslufræðingur,

Guðrún Ragnarsdóttir, kennslustjóri,

Helgi Einar Baldursson, framhaldsskólakennari,

Jakob Bragi Hannesson, framhaldsskólakennari,

Jóhannes Ágústsson, framhaldsskólakennari,

Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður Endurmenntunar HÍ,

Magnús Ingólfsson, framhaldsskólakennari,

Magnús Ingvason, kennslustjóri,

Sigurður R. Guðjónsson, áfangastjóri.

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi, að fenginni umsögn hluteigandi skólanefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×