Erlent

Flugbann áfram víða á Bretlandseyjum

Vegna flugbannsins í dag voru nokkrir flugvellir lokaðir á Norður-Írlandi, Írlandi og í Skotlandi. Frá alþjóðaflugvellinum í Belfast í dag. Mynd/AP
Vegna flugbannsins í dag voru nokkrir flugvellir lokaðir á Norður-Írlandi, Írlandi og í Skotlandi. Frá alþjóðaflugvellinum í Belfast í dag. Mynd/AP
Aska frá gosinu í Eyjafjallajökli veldur því að flugvellir á Írlandi, Norður-Írlandi og í Skotlandi verða áfram lokaðir. Vegna flugbannsins í dag voru nokkrir flugvellir lokaðir í löndunum, þar á meðal í skosku borgunum Glasgow og Edinborg.

Sem kunnugt er stöðvaði aska frá Eyjafjallajökli allt flug um norðanverða Evrópu dagana 15. til 21. apríl. Talið er að evrópsk flugfélög hafi tapað vel yfir 400 milljörðum króna á flugbanninu sem fylgdi öskunni.

Flogið var á nýjan leik frá alþjóðaflugvellinum Edinborg í kvöld. Athugað verður með flug frá Glasgow klukkan eitt eftir miðnætti að staðartíma og klukkan sjö í fyrramálið frá flugvellinum í Belfast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×