Lífið

Stórstjörnur til Trier

Kirsten Dunst ætlar að láta sig hafa lætin í Trier.
Kirsten Dunst ætlar að láta sig hafa lætin í Trier.

Spiderman-leikkonan Kirsten Dunst, 24-stjarnan Kiefer Sutherland og þýska goðsögnin Udo Kier eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að leika í næstu kvikmynd danska sérvitringsins Lars von Trier, Melancholia.

Þrátt fyrir að Trier hafi orð á sér fyrir að vera fremur erfiður í samstarfi þá virðist það ekki hafa nein áhrif á stjörnurn sem ólmar vilja vinna með honum.

Að sjálfsögðu er ekki gefið mikið upp um hvað Melancholia fjallar en síðasta kvikmynd leikstjórans, Antichrist, fór ákaflega fyrir brjóstið á áhorfendum enda þótti hún opinská með eindæmum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.