Iceland Airwaves er einkaframtak 31. mars 2010 06:00 Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar um Iceland Airwaves Nú í vikunni gerðist það að Icelandair, sem stendur að baki vörumerkinu Iceland Airwaves, gerði samkomulag um að ÚTÓN yrði rekstraraðili hátíðarinnar til fimm ára. Einhvern veginn hefur sá orðrómur komist á kreik að með þessu sé verið að ríkisvæða Iceland Airwaves. Og fyrirsögn föstudagsútgáfu Fréttablaðsins, „Iceland Airwaves komið í hlýjan faðm ríkisins“ ýtir undir það. Þetta rímar reyndar mjög við það orðspor að tónlistarmenn séu á jötu ríkisins og mikið ríkisstyrktir. Hér verður gerð tilraun til að leiðrétta þann misskilning. ÚTÓN er viðskipta- og markaðsskrifstofa fyrir íslenska tónlist sem sett er upp af frumkvæði tónlistargeirans. Tónlistargeirinn er orð sem er notað yfir tónlistarmenn bæði höfunda og flytjendur og fyrirtæki sem starfa við framleiðslu, útgáfu og dreifingu á tónlist.Fjárfesting sem skilar margföldum arðiÁrið 2005 var gerð norræn könnun þar sem niðurstaðan varð sú að 1700 útlendingar sem sóttu hátíðina eyddu yfir 300 milljónum í vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum 300 milljónum runnu um 70 milljónir til ríkisins í formi virðisaukaskatts. Framlög til Tónlistarsjóðs til stuðnings og kynningar á íslenskri tónlist námu þá 50 milljónum og hafa dregist saman ár frá ári. Virðisaukaskattur af þessum eina tónlistarviðburði á einni helgi yfir vetrartíma greiddi því öll framlög Tónlistarsjóðs, sem rekinn er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, og gott betur. Eða ef við setjum þetta í annað samhengi þá nema tekjur af þessari einu hátíð nærri öllum þeim framlögum sem ríkissjóður greiðir árlega í formi listamannalauna til höfunda og flytjenda tónlistar. Þeim litlu fjárfestingum sem veitt hefur verið í stuðning við Airwaves hafa því skilað margföldum arði fyrir samfélagið. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um vel heppnaða nýsköpun sem skilar sér ríkulega til baka í samfélagssjóðina. ÚTÓN hóf starfsemi fyrir rúmlega þremur árum og er hluti hennar greiddur með framlögum frá tónlistargeiranum sjálfum. Fastafjárframlag ríkisins er 10 milljónir og er um það gerður sérstakur samstarfssamningur. ÚTÓN tekur að sér ýmis önnur verkefni samkvæmt öðrum samstarfssamningum en staðreyndin er sú að flest verkefni sem skrifstofan kemur nálægt skapa verðmæti, veltu og störf. ÚTÓN er einkaframtak tónlistargeirans og er í mjög góðu samstarfi við ráðuneyti og ríkisstofnanir. Sem betur fer hefur stjórnsýslan áttað sig á því að gott er að sækja sérþekkingu og virkja þá viðskiptavild sem þegar er til staðar í tónlistargeiranum fremur en að reyna að ríkisstýra allri slíkri starfsemi. Þessi skilningur hefur skapað jarðveg fyrir farsælt samband á milli einkaframtaks og ríkisframlaga sem skila margföldum hagrænum áhrifum. En betur má ef duga skal. Tónlist er arðbærÍ tónlistinni eru tækifærin allt í kringum okkur. Efla má tónlistartengda ferðamennsku í kringum þær 30 tónlistarhátíðir sem haldnar eru á Íslandi ár hvert. Leggja má áherslu á Ísland sem upptökuland tónlistar til að fjölga erlendum verkefnum í vel útbúnum hljóðverum og skoða má það frekar að skapa gott umhverfi fyrir höfundarréttarfyrirtæki, en tónlistarmenn hafa margoft bent á þennan valkost. Þetta eru aðeins örfáar hugmyndir þar sem auknar fjárfestingar myndu skapa störf og skila margföldum arði í hinn hlýjan faðm ríkisins. Vaxtarsprotinn er og verður alltaf í mannauði og sköpunarkrafti sem einstaklingar og einkageirinn leggja af mörkum. Höfundur erframkvæmdastjóri ÚTÓN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar um Iceland Airwaves Nú í vikunni gerðist það að Icelandair, sem stendur að baki vörumerkinu Iceland Airwaves, gerði samkomulag um að ÚTÓN yrði rekstraraðili hátíðarinnar til fimm ára. Einhvern veginn hefur sá orðrómur komist á kreik að með þessu sé verið að ríkisvæða Iceland Airwaves. Og fyrirsögn föstudagsútgáfu Fréttablaðsins, „Iceland Airwaves komið í hlýjan faðm ríkisins“ ýtir undir það. Þetta rímar reyndar mjög við það orðspor að tónlistarmenn séu á jötu ríkisins og mikið ríkisstyrktir. Hér verður gerð tilraun til að leiðrétta þann misskilning. ÚTÓN er viðskipta- og markaðsskrifstofa fyrir íslenska tónlist sem sett er upp af frumkvæði tónlistargeirans. Tónlistargeirinn er orð sem er notað yfir tónlistarmenn bæði höfunda og flytjendur og fyrirtæki sem starfa við framleiðslu, útgáfu og dreifingu á tónlist.Fjárfesting sem skilar margföldum arðiÁrið 2005 var gerð norræn könnun þar sem niðurstaðan varð sú að 1700 útlendingar sem sóttu hátíðina eyddu yfir 300 milljónum í vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum 300 milljónum runnu um 70 milljónir til ríkisins í formi virðisaukaskatts. Framlög til Tónlistarsjóðs til stuðnings og kynningar á íslenskri tónlist námu þá 50 milljónum og hafa dregist saman ár frá ári. Virðisaukaskattur af þessum eina tónlistarviðburði á einni helgi yfir vetrartíma greiddi því öll framlög Tónlistarsjóðs, sem rekinn er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, og gott betur. Eða ef við setjum þetta í annað samhengi þá nema tekjur af þessari einu hátíð nærri öllum þeim framlögum sem ríkissjóður greiðir árlega í formi listamannalauna til höfunda og flytjenda tónlistar. Þeim litlu fjárfestingum sem veitt hefur verið í stuðning við Airwaves hafa því skilað margföldum arði fyrir samfélagið. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um vel heppnaða nýsköpun sem skilar sér ríkulega til baka í samfélagssjóðina. ÚTÓN hóf starfsemi fyrir rúmlega þremur árum og er hluti hennar greiddur með framlögum frá tónlistargeiranum sjálfum. Fastafjárframlag ríkisins er 10 milljónir og er um það gerður sérstakur samstarfssamningur. ÚTÓN tekur að sér ýmis önnur verkefni samkvæmt öðrum samstarfssamningum en staðreyndin er sú að flest verkefni sem skrifstofan kemur nálægt skapa verðmæti, veltu og störf. ÚTÓN er einkaframtak tónlistargeirans og er í mjög góðu samstarfi við ráðuneyti og ríkisstofnanir. Sem betur fer hefur stjórnsýslan áttað sig á því að gott er að sækja sérþekkingu og virkja þá viðskiptavild sem þegar er til staðar í tónlistargeiranum fremur en að reyna að ríkisstýra allri slíkri starfsemi. Þessi skilningur hefur skapað jarðveg fyrir farsælt samband á milli einkaframtaks og ríkisframlaga sem skila margföldum hagrænum áhrifum. En betur má ef duga skal. Tónlist er arðbærÍ tónlistinni eru tækifærin allt í kringum okkur. Efla má tónlistartengda ferðamennsku í kringum þær 30 tónlistarhátíðir sem haldnar eru á Íslandi ár hvert. Leggja má áherslu á Ísland sem upptökuland tónlistar til að fjölga erlendum verkefnum í vel útbúnum hljóðverum og skoða má það frekar að skapa gott umhverfi fyrir höfundarréttarfyrirtæki, en tónlistarmenn hafa margoft bent á þennan valkost. Þetta eru aðeins örfáar hugmyndir þar sem auknar fjárfestingar myndu skapa störf og skila margföldum arði í hinn hlýjan faðm ríkisins. Vaxtarsprotinn er og verður alltaf í mannauði og sköpunarkrafti sem einstaklingar og einkageirinn leggja af mörkum. Höfundur erframkvæmdastjóri ÚTÓN.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun