Innlent

Keilir útskrifar á Akureyri

Keilir brautskráði tuttugu og einn einkaþjálfara, sem stunduðu nám við starfsstöð Keilis á Akureyri. Þetta var fyrsta brautskráning Keilis utan Ásbrúar í Reykjanesbæ.

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að vegna mikillar eftirspurnar nyrðra hafi kennslan verið færð nær nemendum. Bóklegt nám fór fram í fjarnámi en verklegir þættir voru kenndir í húsnæði Bjargar - líkamsræktarstöðvar á Akureyri.

140 umsóknir hafa þegar borist um 60 pláss í einkaþjálfunarnám við Keili næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×