Umfjöllun: FH deildarbikarmeistari karla eftir spennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2010 19:42 Hjörtur Hinriksson, leikmaður FH. Mynd/Stefán Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29. Leikurinn var bráðfjörugur og var mikil stemmning hjá áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn. Akureyri leiddi leikinn lengst af en með góðum kafla lok síðari hálfleiks náðu FH-ingar að jafna og komust yfir þegar skammt var eftir af leiknum sem þeir héldu til leiksloka. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins. FH hafði frumkvæðið framan af og komst í þriggja marka forystu, 5-8, þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar var allt annað en sáttur með þá frammistöðu, tók leikhlé og tók landsliðsmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr markinu en hann hafði ekki varið skot. Á sama tíma hafði Daníel Árnason verið iðinn við kolann í marki FH-inga. Akureyringar hresstust eftir leikhléið og með góðum varnarleik náðu þeir að snúa leiknum sér í hag. Norðanmenn leiddu með þremur mörkum, 16-13 í hálfleik, og munaði mikið um innkomu Stefáns Guðnasonar í marki Akureyrar sem varði fimm bolta í seinnihluta fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum í gang. Bjarni Fritzson var einnig drjúgur í sókninni og skorðaði fimm mörk í fyrri hálfleik. Akureyri var alltaf skrefi á undan framan af síðari hálfleik og FH-ingum gekk erfiðlega að jafna leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir að leiknum kom góður leikkafli hjá FH-ingum og manni færri tókst þeim að jafna leikinn. Í næstu sókn komust þeir yfir með þrumuskoti frá Ólafi Guðmundssyni og meðbyrinn var með Hafnfirðingum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og sigurinn gat fallið báðum megin. FH-ingar fengu nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir og tókst það loksins þegar mínúta var eftir að leiknum. Með góðri vörn á tókst Hafnfirðingum að leggja Akureyringa að velli 26-29 í bráðfjörugum leik. Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru atkvæðamestir í liði FH með sjö mörk hvor. Daníel Andrésson var einnig góður í marki FH og varði 19 skot, mörg hver úr dauðafæri. Hjá Akureyri voru Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason báðir með sjö mörk og Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Akureyri en Sveinbjörn Pétursson datt í gang í síðari hálfleik og varði 10 skot. Stefán Guðnason varði 6 skot. Akureyri - FH 26-29 (16-13)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 3, Oddur Grétarsson 2, Halldór Logi Árnason 2.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 skot, Stefán Guðnason 6.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 7, Hjörtur Hinriksson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Halldór Guðjónsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Geirsson 1. Varin skot: Daníel Andrésson 19 skot. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Það var FH sem fór með sigur af hólmi í deildarbikar karla í handbolta eftir sigur á Akureyri í spennuleik í Standgötunni í kvöld, 26-29. Leikurinn var bráðfjörugur og var mikil stemmning hjá áhorfendum sem fjölmenntu á leikinn. Akureyri leiddi leikinn lengst af en með góðum kafla lok síðari hálfleiks náðu FH-ingar að jafna og komust yfir þegar skammt var eftir af leiknum sem þeir héldu til leiksloka. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum leiksins. FH hafði frumkvæðið framan af og komst í þriggja marka forystu, 5-8, þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar var allt annað en sáttur með þá frammistöðu, tók leikhlé og tók landsliðsmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson úr markinu en hann hafði ekki varið skot. Á sama tíma hafði Daníel Árnason verið iðinn við kolann í marki FH-inga. Akureyringar hresstust eftir leikhléið og með góðum varnarleik náðu þeir að snúa leiknum sér í hag. Norðanmenn leiddu með þremur mörkum, 16-13 í hálfleik, og munaði mikið um innkomu Stefáns Guðnasonar í marki Akureyrar sem varði fimm bolta í seinnihluta fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum í gang. Bjarni Fritzson var einnig drjúgur í sókninni og skorðaði fimm mörk í fyrri hálfleik. Akureyri var alltaf skrefi á undan framan af síðari hálfleik og FH-ingum gekk erfiðlega að jafna leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir að leiknum kom góður leikkafli hjá FH-ingum og manni færri tókst þeim að jafna leikinn. Í næstu sókn komust þeir yfir með þrumuskoti frá Ólafi Guðmundssyni og meðbyrinn var með Hafnfirðingum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og sigurinn gat fallið báðum megin. FH-ingar fengu nokkur tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir og tókst það loksins þegar mínúta var eftir að leiknum. Með góðri vörn á tókst Hafnfirðingum að leggja Akureyringa að velli 26-29 í bráðfjörugum leik. Ásbjörn Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson voru atkvæðamestir í liði FH með sjö mörk hvor. Daníel Andrésson var einnig góður í marki FH og varði 19 skot, mörg hver úr dauðafæri. Hjá Akureyri voru Bjarni Fritzson og Heimir Örn Árnason báðir með sjö mörk og Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Markvarslan hefur oft verið betri hjá Akureyri en Sveinbjörn Pétursson datt í gang í síðari hálfleik og varði 10 skot. Stefán Guðnason varði 6 skot. Akureyri - FH 26-29 (16-13)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Heimir Örn Árnason 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Geir Guðmundsson 3, Oddur Grétarsson 2, Halldór Logi Árnason 2.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 skot, Stefán Guðnason 6.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Baldvin Þorsteinsson 7, Hjörtur Hinriksson 4, Ólafur Guðmundsson 4, Halldór Guðjónsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Geirsson 1. Varin skot: Daníel Andrésson 19 skot.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira