Ný bæjarstjórn tekin við í Kópavogi 15. júní 2010 17:58 Ný bæjarstjórn Kópavogs tók við völdum í dag. Í upphafi fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar var kynntur málefnasamningur um meirihlutasamstarf Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var kosið í helstu embætti, nefndir og ráð og var Guðrún Pálsdóttir kjörin nýr bæjarstjóri Kópavogs. Hún tekur við af Gunnsteini Sigurðssyni sem verið hefur bæjarstjóri frá 1. júlí 2009. Honum voru, á fundinum, þökkuð störf í þágu sveitarfélagsins. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, var kjörin formaður bæjarráðs Kópavogs og Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG, var kjörinn forseti bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir því að hann verði forseti bæjarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins og að Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins, taki við næstu tvö árin þar á eftir. Síðan taki Ólafur Þór aftur við síðasta árið. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Lista Kópavogsbúa, verður formaður skólanefndar bæjarins. Formleg yfirlýsing um meirihlutasamstarf var undirrituð í bæjarstjórnarsal Kópavogs fyrr í dag og málefnasamningurinn var, sem fyrr sagði, kynntur á bæjarstjórnarfundinum. Yfirskrift samstarfsins er: Réttlæti, virðing og sköpun. Málefnasamningnum er skipt í níu kafla, sem bera heitið atvinnumál, íþrótta- og tómstundamál, skólamál, skipulagsmál, félagsþjónusta, lýðræði og opin stjórnsýsla, fjármál, umhverfismál og að lokum menning og ferðamál. Nýr bæjarstjóri, Guðrún Pálsdóttir, er fædd 7. desember 1956. Hún fluttist til Kópavogs átta ára gömul og hefur búið þar nær óslitið síðan. Hún er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Kópavogsbæ síðan 1. janúar 1986. Fyrstu áratugina var hún fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogsbæjar en sumarið 2008 tók hún við starfi sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar. Guðrún hefur áður gegnt tímabundið stöðu bæjarstjóra og bæjarritara Kópavogs. Í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí fékk Framsóknarflokkurinn einn bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn fjóra, Listi Kópavogsbúa einn, Næst besti flokkurinn einn og Vinstri græn einn. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Ný bæjarstjórn Kópavogs tók við völdum í dag. Í upphafi fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar var kynntur málefnasamningur um meirihlutasamstarf Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var kosið í helstu embætti, nefndir og ráð og var Guðrún Pálsdóttir kjörin nýr bæjarstjóri Kópavogs. Hún tekur við af Gunnsteini Sigurðssyni sem verið hefur bæjarstjóri frá 1. júlí 2009. Honum voru, á fundinum, þökkuð störf í þágu sveitarfélagsins. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, var kjörin formaður bæjarráðs Kópavogs og Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG, var kjörinn forseti bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir því að hann verði forseti bæjarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins og að Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins, taki við næstu tvö árin þar á eftir. Síðan taki Ólafur Þór aftur við síðasta árið. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Lista Kópavogsbúa, verður formaður skólanefndar bæjarins. Formleg yfirlýsing um meirihlutasamstarf var undirrituð í bæjarstjórnarsal Kópavogs fyrr í dag og málefnasamningurinn var, sem fyrr sagði, kynntur á bæjarstjórnarfundinum. Yfirskrift samstarfsins er: Réttlæti, virðing og sköpun. Málefnasamningnum er skipt í níu kafla, sem bera heitið atvinnumál, íþrótta- og tómstundamál, skólamál, skipulagsmál, félagsþjónusta, lýðræði og opin stjórnsýsla, fjármál, umhverfismál og að lokum menning og ferðamál. Nýr bæjarstjóri, Guðrún Pálsdóttir, er fædd 7. desember 1956. Hún fluttist til Kópavogs átta ára gömul og hefur búið þar nær óslitið síðan. Hún er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Kópavogsbæ síðan 1. janúar 1986. Fyrstu áratugina var hún fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogsbæjar en sumarið 2008 tók hún við starfi sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar. Guðrún hefur áður gegnt tímabundið stöðu bæjarstjóra og bæjarritara Kópavogs. Í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí fékk Framsóknarflokkurinn einn bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn fjóra, Listi Kópavogsbúa einn, Næst besti flokkurinn einn og Vinstri græn einn.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira