Innlent

Dregið úr notkun á kvikasilfri

Ban  Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Norræna ráðherranefndin hefur fengið viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna fyrir að skipuleggja átak gegn notkun kvikasilfurs.

Ráðherranefndin hlaut viðurkenningu í formi gullmedalíu og viðurkenningarskjals á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um kvikasilfur sem hófst í Stokkhólmi á mánudag.

Á vef Norðurlandaráðs kemur fram að viðurkenningin sé á vegum umhverfisáætlunar SÞ, UNEP, sem stofnað hefur kvikasilfursamtök fyrir lönd og samtök sem vinna að því að koma á alþjóðlegu samkomulagi um notkun kvikasilfurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×