Erlent

Mansal hefur aukist verulega

Fólk á ferli í Hong Kong í Kína í byrjun vikunnar. Nordicphotos/APF
Fólk á ferli í Hong Kong í Kína í byrjun vikunnar. Nordicphotos/APF
Mansal er vaxandi vandamál í Kína, að því er fram kemur í umfjöllun dagblaðsins South China Morning Post. Ástæðan er í blaðinu rakin til þess að karlar, einkum í sveitum landsins, eigi erfitt með að finna sér eiginkonur, þar sem þær sæki í auknum mæli í þéttbýlið í leit að fjölbreyttari vinnu.

Rán á konum mun því orðið útbreitt vandamál. Vinsæl fórnarlömb eru konur frá Burma (Mjanmar) og Víetnam og fátækum héruðum Kína. Konurnar eru svo seldar væntanlegum eiginmönnum. Til marks um eftirspurnina er sagt vera hækkandi verð á eiginkonum, en nú mun hægt að festa kaup á konu fyrir um 38 þúsund júan, eða sem svarar tæpum 700 þúsund íslenskum krónum.

Að því er fram kemur í South China Morning Post er vitað um allt að 300 konur sem rænt var í Burma á síðasta ári og seldar voru til Yunnan-héraðs í suðvesturhluta Kína. Fjöldi kvenna sem rænt hefur verið frá landinu er þó talinn mun meiri. Yfivöld í Burma hafa upplýst að á síðustu tveimur árum hafi tæplega 500 konum verið bjargað úr ánauð.

Fréttastofa Malasíu greindi frá því í gær að fimm Kínverjar, karl og fjórar konur, hefðu verið handteknir fyrir mansal í Kúala Lúmpúr og 39 ára konu bjargað. - óká

Tengdar fréttir

Frances á nýrri plötu

Frances Bean Cobain, dóttir Kurts Cobain úr Nirvana og Courtney Love, kemur fram á sinni fyrstu plötu 30. mars. Platan nefnist Evelyn Evelyn frá samnefndri hljómsveit. Frances, sem er átján ára, syngur bakraddir í laginu My Space ásamt hópi þekktra einstaklinga á borð við Weird Al Yankovich, Andrew W.K., Gerard Way úr hljómsveitinni My Chemical Romance og rithöfundinum Neil Gaiman. Á meðal annarra laga á plötunni er ukulele-útgáfa af lagi Joy Division, Love Will Tear Us Apart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×