Hræðsluáróður bókamanna Kristbjörn Árnason skrifar 23. júlí 2010 06:00 Í allri eðlilegri umræðu er eðlilegt að ekki sé reynt að tala niður til einhverra aðila sem setja fram hugmyndir hvort sem um er að ræða tillögur um skatta eða eitthvað annað. Ekki er ég talsmaður hárra skatta og er reyndar á þeirri skoðun, að þeir aðilar á Íslandi sem ekki njóta skattaafsláttar í einhverri mynd greiði allt of háa skatta. Ekki er hér mælt með því að bókaiðnaðurinn eigi að skila himinháum sköttum. En sá sem þetta ritar er eindregið á þeirri skoðun, að allar samkeppnisgreinar iðnaðar, hvort sem um bókaiðnað er að ræða eða aðrar iðngreinar, eigi að standa jafnar fyrir lögum og þeim skyldum að skila sköttum til samfélagsins. Engin grein er öðrum merkilegri eða mikilvægari. Þær fullyrðingar sem formaður og varaformaður rithöfunda halda fram eru ekki studdar með neinum rökum heldur er um getgátur að ræða. Í þessu sambandi er rétt að minnast þess að þegar virðisaukaskattur var lækkaður á bókum hér um árið var því haldið fram, að þá myndu bækur lækka í verði. Það varð auðvitað ekki raunin, vegna þess að bækur eru samkeppnisvara sem á í samkeppni innbyrðis og einnig aðrar vörur sem skila fullum skatti. Það eru aðstæður á markaði sem ráða verði bóka. Stóraukinn skattur á bækur fer líklegast ekki út í verðlagið því þá munu bækur seljast í minna mæli væntanlega. Allar líkur eru á því að álagning útgáfufyrirtækjanna muni minnka, útgáfur sem þegar standa höllum fæti munu væntanlega hætta starfsemi og aðrar taka við. Einnig að laun rithöfunda lækka sennilegast, nema að þeim fækki eitthvað. Vissulega sársaukafullt. M.ö.o. þetta er kjarabarátta hjá þessum rithöfundum og er þá eðlilegast að ræða málið með þeim hætti og á heiðarlegan hátt. Ekki þýðir að slá um sig með að fullyrða að lestrarfærni barna fari dvínandi því það er ekki rannsakað. Það eru miklar líkur á því, að þær hafi aldrei verið meiri en nú. Það getur alveg eins verið að bækur ætlaðar börnum séu bara svo lélegar og leiðinlegar að börn nenni ekki að lesa þær. Þær standist bara alls ekki samkeppni við annað sem börn hafa aðgang að. Það er auðvitað þörf á því að skoða verðþróun á bókum með tilliti til áhrifa frá sköttum á verðlag og gæði bóka. Einkum væri fróðlegt að skoða verð á bókum á veltiárunum fram að hruni. Einnig hvort verð á bókum hafi lækkað við hrunið. Þetta þyrfti að skoða miðað við fast verðlag og gera þyrfti viðmiðunarkönnun við verð á öðrum samkeppnisiðnaðarvörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í allri eðlilegri umræðu er eðlilegt að ekki sé reynt að tala niður til einhverra aðila sem setja fram hugmyndir hvort sem um er að ræða tillögur um skatta eða eitthvað annað. Ekki er ég talsmaður hárra skatta og er reyndar á þeirri skoðun, að þeir aðilar á Íslandi sem ekki njóta skattaafsláttar í einhverri mynd greiði allt of háa skatta. Ekki er hér mælt með því að bókaiðnaðurinn eigi að skila himinháum sköttum. En sá sem þetta ritar er eindregið á þeirri skoðun, að allar samkeppnisgreinar iðnaðar, hvort sem um bókaiðnað er að ræða eða aðrar iðngreinar, eigi að standa jafnar fyrir lögum og þeim skyldum að skila sköttum til samfélagsins. Engin grein er öðrum merkilegri eða mikilvægari. Þær fullyrðingar sem formaður og varaformaður rithöfunda halda fram eru ekki studdar með neinum rökum heldur er um getgátur að ræða. Í þessu sambandi er rétt að minnast þess að þegar virðisaukaskattur var lækkaður á bókum hér um árið var því haldið fram, að þá myndu bækur lækka í verði. Það varð auðvitað ekki raunin, vegna þess að bækur eru samkeppnisvara sem á í samkeppni innbyrðis og einnig aðrar vörur sem skila fullum skatti. Það eru aðstæður á markaði sem ráða verði bóka. Stóraukinn skattur á bækur fer líklegast ekki út í verðlagið því þá munu bækur seljast í minna mæli væntanlega. Allar líkur eru á því að álagning útgáfufyrirtækjanna muni minnka, útgáfur sem þegar standa höllum fæti munu væntanlega hætta starfsemi og aðrar taka við. Einnig að laun rithöfunda lækka sennilegast, nema að þeim fækki eitthvað. Vissulega sársaukafullt. M.ö.o. þetta er kjarabarátta hjá þessum rithöfundum og er þá eðlilegast að ræða málið með þeim hætti og á heiðarlegan hátt. Ekki þýðir að slá um sig með að fullyrða að lestrarfærni barna fari dvínandi því það er ekki rannsakað. Það eru miklar líkur á því, að þær hafi aldrei verið meiri en nú. Það getur alveg eins verið að bækur ætlaðar börnum séu bara svo lélegar og leiðinlegar að börn nenni ekki að lesa þær. Þær standist bara alls ekki samkeppni við annað sem börn hafa aðgang að. Það er auðvitað þörf á því að skoða verðþróun á bókum með tilliti til áhrifa frá sköttum á verðlag og gæði bóka. Einkum væri fróðlegt að skoða verð á bókum á veltiárunum fram að hruni. Einnig hvort verð á bókum hafi lækkað við hrunið. Þetta þyrfti að skoða miðað við fast verðlag og gera þyrfti viðmiðunarkönnun við verð á öðrum samkeppnisiðnaðarvörum.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar