Hleypur fyrir fjölskyldur sem berjast í bökkum 9. ágúst 2010 13:33 Helena Hólm. Það er vart hægt að bregða sér út úr húsi án þess að rekast á fólk í útihlaupum. Margir af þessum hlaupurum eru að búa sig undir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram 21. ágúst næstkomandi. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að hlauparar hlaupi til styrktar góðu málefni. Þá velja þeir sér góðgerðafélag og safna svo áheitum frá vinum og vandamönnum sem renna óskipt til viðkomandi góðgerðafélags. Vefsíðan hlaupastyrkur.is var opnuð í síðasta mánuði en henni er ætlað að gera áheitasöfnunina einfaldari, aðgengilegri en umfram allt skemmtilegri. Við höfðum uppi á ungri konu, Helenu Hólm, sem er hárgreiðslumeistari og eigandi Hárgreiðslustofu Helenu og Stubba lubbar en hún undirbýr sig um þessar mundir fyrir 10 km hlaup til styrktar Einstökum börnum. Við spurðum Helenu um ástæðuna fyrir vali hennar á góðgerðarfélagi og hvernig henni gengur að safna áheitum og undirbúa sig fyrir hlaupið. „Ég á strák sem er einstakur fæddur með klofinn hrygg og kom hann í heiminn þegar ég var 18 ára eða fyrir 28 árum síðan," svarar Helena og heldur áfram: „Þá vorum við hjónin að læra og áttum lítinn sem engan pening. Við bjuggum úti á landi og vorum í Reykjavík á spítala að minnsta kosti hálft ár fyrstu árin hans." „Þá var enginn stuðningur eða félag til sem gat hjálpað okkur og það var oft erfitt fjárhagslega en félagið Einstök börn er einmitt að hjálpa í svona tilvikum. Oft er þörf en nú er nauðsyn því margar fjölskyldur berjast í bökkum fyrir lyfjum uppihaldi og fleira," segir Helena. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég hélt að ég gæti ekki hlaupið en þegar ég var búin að telja mér trú um það fór ég eftir hlaupaprógrammi og setti mér markmið. Ég hljóp á síðasta ári 10 km og þegar ég ákvað núna að vera með ætlaði ég að undirbúa mig betur og láta í leiðinni gott af mér leiða og það hefur hvatt mig í undirbúningnum," segir Helena. „Ég hef safnað áheitum í gegnum vini á Facebook og notað sms. Ég veit að margt lítið gerir eitt stórt eins og þegar ég byrjaði að æfa mig að taka lítil skref í einu í stað þess að ætla mér að taka allt í einu og gefast síðan upp. Þetta er frábært tækifæri til að gera þetta bara skemmtilegt og láta gott af sér leiða," segir Helena spurð hvernig gengur að safna áheitum. Einn liður í því er að gera hlaupurum kleift að útbúa myndband af höfði sínu að hlaupa á öðrum búk. Útkoman er vægast sagt nokkuð skondin. Hlauparar geta valið um mismunandi búka til að festa við hausinn á sér, allt frá vöðvafjalli til kjúklings. Þessi myndbönd hafa vakið stormandi lukku og hleypt lífi í áheitasöfnunina en nokkur þeirra má sjá hér fyrir neðan. Sjá t.d. síðu Helenar á hlaupastyrkur.is hér. Skoða hlaupastyrkur.is. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Það er vart hægt að bregða sér út úr húsi án þess að rekast á fólk í útihlaupum. Margir af þessum hlaupurum eru að búa sig undir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram 21. ágúst næstkomandi. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að hlauparar hlaupi til styrktar góðu málefni. Þá velja þeir sér góðgerðafélag og safna svo áheitum frá vinum og vandamönnum sem renna óskipt til viðkomandi góðgerðafélags. Vefsíðan hlaupastyrkur.is var opnuð í síðasta mánuði en henni er ætlað að gera áheitasöfnunina einfaldari, aðgengilegri en umfram allt skemmtilegri. Við höfðum uppi á ungri konu, Helenu Hólm, sem er hárgreiðslumeistari og eigandi Hárgreiðslustofu Helenu og Stubba lubbar en hún undirbýr sig um þessar mundir fyrir 10 km hlaup til styrktar Einstökum börnum. Við spurðum Helenu um ástæðuna fyrir vali hennar á góðgerðarfélagi og hvernig henni gengur að safna áheitum og undirbúa sig fyrir hlaupið. „Ég á strák sem er einstakur fæddur með klofinn hrygg og kom hann í heiminn þegar ég var 18 ára eða fyrir 28 árum síðan," svarar Helena og heldur áfram: „Þá vorum við hjónin að læra og áttum lítinn sem engan pening. Við bjuggum úti á landi og vorum í Reykjavík á spítala að minnsta kosti hálft ár fyrstu árin hans." „Þá var enginn stuðningur eða félag til sem gat hjálpað okkur og það var oft erfitt fjárhagslega en félagið Einstök börn er einmitt að hjálpa í svona tilvikum. Oft er þörf en nú er nauðsyn því margar fjölskyldur berjast í bökkum fyrir lyfjum uppihaldi og fleira," segir Helena. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég hélt að ég gæti ekki hlaupið en þegar ég var búin að telja mér trú um það fór ég eftir hlaupaprógrammi og setti mér markmið. Ég hljóp á síðasta ári 10 km og þegar ég ákvað núna að vera með ætlaði ég að undirbúa mig betur og láta í leiðinni gott af mér leiða og það hefur hvatt mig í undirbúningnum," segir Helena. „Ég hef safnað áheitum í gegnum vini á Facebook og notað sms. Ég veit að margt lítið gerir eitt stórt eins og þegar ég byrjaði að æfa mig að taka lítil skref í einu í stað þess að ætla mér að taka allt í einu og gefast síðan upp. Þetta er frábært tækifæri til að gera þetta bara skemmtilegt og láta gott af sér leiða," segir Helena spurð hvernig gengur að safna áheitum. Einn liður í því er að gera hlaupurum kleift að útbúa myndband af höfði sínu að hlaupa á öðrum búk. Útkoman er vægast sagt nokkuð skondin. Hlauparar geta valið um mismunandi búka til að festa við hausinn á sér, allt frá vöðvafjalli til kjúklings. Þessi myndbönd hafa vakið stormandi lukku og hleypt lífi í áheitasöfnunina en nokkur þeirra má sjá hér fyrir neðan. Sjá t.d. síðu Helenar á hlaupastyrkur.is hér. Skoða hlaupastyrkur.is.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira