Nægir ný stjórnarskrá? Eva Heiða Önnudóttir skrifar 14. desember 2010 05:30 Nýverið var kosið til Stjórnlagaþings sem mun taka til starfa í febrúar 2011. Ætla má að væntingar til þingsins séu þær að íslenska stjórnkerfið verði betra og jafnvel lýðræðislegra en verið hefur. Varnaðarorðin hér eru að ný stjórnaskrá nægir ekki ein og sér til þess að um raunverulega breytingu verði að ræða á framkvæmd lýðræðis á Íslandi. Kröfuna um að Stjórnlagaþing verði sett á laggirnar má rekja til óánægju með frammistöðu stjórnvalda um og eftir að efnahagkreppa skall á af fullum þunga haustið 2008. En að hverju beindist óánægjan í raun? Hér er gagnlegt að gera greinarmun á hinni formlegu stjórnarskrá, þeirri sem er skrifuð, og hinni óformlegu stjórnarskrá sem er hvernig stjórnskipanin virkar í raun. Óánægja fólks beinist fyrst og fremst að hinni óformlegu stjórnarskrá - hvernig hlutirnir virka í raun - en ekki hinni skrifuðu stjórnarskrá. Hluti af framkvæmd lýðræðis er kosningakerfi og kjördæmaskipan, en það er einungis hluti. Það sem skiptir væntanlega meira máli varðandi frammistöðu stjórnvalda er það sem gerist á milli kosninga. Þannig mun breyting á kosningakerfinu skila sér í breytingum á vali á frambjóðendum, en ekki endilega breytingum á því sem gerist á milli kosninga - en það er einmitt það sem gerist á milli kosninga sem veldur óánægju eða ánægju fólks með lýðræði á Íslandi. Stjórnlagaþingið á að taka til umfjöllunar málefni eins og íslenska stjórnskipun, hlutverk forseta, sjálfstæði dómstóla, kosningakerfi og kjördæmaskipan, lýðræðislega þátttöku almennings, framsal ríkisvalds til alþjóðastofnanna og umhverfismál. Eins og málefnin eru sett fram eru þau mjög opin og ekki liggur ljóst fyrir hvort þau muni bæta framkvæmd lýðræðis, hvorki við kosningar né á milli kosninga. Þar sem ánægja eða óánægja fólks beinist fyrst og fremst að því sem gerist á milli kosninga hvet ég fulltrúa Stjórnlagaþingsins og Alþingis til að hafa í huga að það nægir ekki eitt og sér að gera formbreytingar á framkvæmd kosninga eða auka hlut þjóðaratkvæðnagreiðslna svo fátt eitt sé nefnt, til að bæta framkvæmd lýðræðis. Heldur þarf einnig að taka fyrir það sem gerist á milli kosninga, sem er til dæmis hver ábyrgð ráðherra er í raun, gagnvart hverjum þeir bera ábyrgð og hver hefur eftirlit með störfum ráðherra og þingmanna - á milli kosninga. Jafnframt þarf að hafa í huga að við búum í alþjóðlegu umhverfi og þess vegna er ekki hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir öllu sem miður fer. Það er samt sem áður mögulega hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir því hversu vel tekst til við forvarnir, til dæmis gegn alþjóðlegum efnahagskreppum og síðast en ekki síst viðbrögðum þeirra við áföllum, sem þau hafa þó ekki sjálf valdið. Til að svara spurningunni sem var sett fram hér í upphafi, hvort að breyting á Íslensku stjórnarskránni nægi til að þess að bæta framkvæmd lýðræðis á Íslandi er svarið nei það nægir ekki eitt og sér. Það er samt sem áður mikilvægt skref í áttina að að betra og árangursríkara lýðræði en það er hin pólitíska menning - það er hvernig hlutirnir eru framkvæmdir í raun - sem skiptir mestu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nýverið var kosið til Stjórnlagaþings sem mun taka til starfa í febrúar 2011. Ætla má að væntingar til þingsins séu þær að íslenska stjórnkerfið verði betra og jafnvel lýðræðislegra en verið hefur. Varnaðarorðin hér eru að ný stjórnaskrá nægir ekki ein og sér til þess að um raunverulega breytingu verði að ræða á framkvæmd lýðræðis á Íslandi. Kröfuna um að Stjórnlagaþing verði sett á laggirnar má rekja til óánægju með frammistöðu stjórnvalda um og eftir að efnahagkreppa skall á af fullum þunga haustið 2008. En að hverju beindist óánægjan í raun? Hér er gagnlegt að gera greinarmun á hinni formlegu stjórnarskrá, þeirri sem er skrifuð, og hinni óformlegu stjórnarskrá sem er hvernig stjórnskipanin virkar í raun. Óánægja fólks beinist fyrst og fremst að hinni óformlegu stjórnarskrá - hvernig hlutirnir virka í raun - en ekki hinni skrifuðu stjórnarskrá. Hluti af framkvæmd lýðræðis er kosningakerfi og kjördæmaskipan, en það er einungis hluti. Það sem skiptir væntanlega meira máli varðandi frammistöðu stjórnvalda er það sem gerist á milli kosninga. Þannig mun breyting á kosningakerfinu skila sér í breytingum á vali á frambjóðendum, en ekki endilega breytingum á því sem gerist á milli kosninga - en það er einmitt það sem gerist á milli kosninga sem veldur óánægju eða ánægju fólks með lýðræði á Íslandi. Stjórnlagaþingið á að taka til umfjöllunar málefni eins og íslenska stjórnskipun, hlutverk forseta, sjálfstæði dómstóla, kosningakerfi og kjördæmaskipan, lýðræðislega þátttöku almennings, framsal ríkisvalds til alþjóðastofnanna og umhverfismál. Eins og málefnin eru sett fram eru þau mjög opin og ekki liggur ljóst fyrir hvort þau muni bæta framkvæmd lýðræðis, hvorki við kosningar né á milli kosninga. Þar sem ánægja eða óánægja fólks beinist fyrst og fremst að því sem gerist á milli kosninga hvet ég fulltrúa Stjórnlagaþingsins og Alþingis til að hafa í huga að það nægir ekki eitt og sér að gera formbreytingar á framkvæmd kosninga eða auka hlut þjóðaratkvæðnagreiðslna svo fátt eitt sé nefnt, til að bæta framkvæmd lýðræðis. Heldur þarf einnig að taka fyrir það sem gerist á milli kosninga, sem er til dæmis hver ábyrgð ráðherra er í raun, gagnvart hverjum þeir bera ábyrgð og hver hefur eftirlit með störfum ráðherra og þingmanna - á milli kosninga. Jafnframt þarf að hafa í huga að við búum í alþjóðlegu umhverfi og þess vegna er ekki hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir öllu sem miður fer. Það er samt sem áður mögulega hægt að gera stjórnvöld ábyrg fyrir því hversu vel tekst til við forvarnir, til dæmis gegn alþjóðlegum efnahagskreppum og síðast en ekki síst viðbrögðum þeirra við áföllum, sem þau hafa þó ekki sjálf valdið. Til að svara spurningunni sem var sett fram hér í upphafi, hvort að breyting á Íslensku stjórnarskránni nægi til að þess að bæta framkvæmd lýðræðis á Íslandi er svarið nei það nægir ekki eitt og sér. Það er samt sem áður mikilvægt skref í áttina að að betra og árangursríkara lýðræði en það er hin pólitíska menning - það er hvernig hlutirnir eru framkvæmdir í raun - sem skiptir mestu máli.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar