Innlent

Segist saklaus af bókaþjófnaði

Ari Gísli Bragason.
Ari Gísli Bragason.

Ari Gísli Bragason fornbókasali segist vera saklaus af bókaþjófnaði en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur hann verið ákærður ásamt Böðvari Ingva Jakobssyni fyrir þjófnað á tugum bóka úr dánarbúi Böðvars Kvaran. Í samtali við Pressuna segist Ari vera miður sín yfir ákærunni en hann er sagður hafa vitandi vits tekið við stolnum bókum til endursölu.

Ari segir við Pressuna að hann hafi tekið við bókunum í góðri trú og skilað þeim þegar í ljós kom að ekki væri allt með felldu.

„Ég lýsti auðvitað þeirri afstöðu minni til málsins við þingfestinguna í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að ég væri saklaus af hylmingu. Ég skil ekkert í lögreglunni að halda því fram að mér hefði átt að vera ljóst að safnið hefði verið tekið ófrjálsri hendi þegar ég tók við því. Sá sem bauð þær til sölu er ættingi hins látna eiganda," segir Ari á Pressunni.


Tengdar fréttir

Ákærðir fyrir stórfelldan bókaþjófnað

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Ara Gísla Bragason og Böðvar Yngva Jakobsson fyrir þjófnað á tugum bóka úr dánarbúi Böðvars Kvarans á seinni hluta ársins 2006 og fyrri hluta ársins 2007.

Nafnaruglingur í frétt um bókaþjófnað

Í frétt á vísir.is í gærkvöldi kl. 19:34 varð leiður nafnaruglingur þar sem fjallað var um ákæru vegna þjófnaðar á tugum bóka úr dánarbúi Böðvars Kvaran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×