Erlent

Gleðiganga stöðvuð í Litháen

Frá Gleðigöngu í Reykjavík.
Frá Gleðigöngu í Reykjavík.

Amnesty International krefjast þess að rétturinn til fundar- og tjáningarfrelsis sé virtur í Litháen. Samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transgender í Eystrasaltslöndunum mæta miklu andstreymi í aðdraganda Gleðigöngu, sem fyrirhugað var að halda í fyrsta sinn í Vilníus, höfuðborg Litháen, þann 8. maí næstkomandi.

„Amnesty International krefst þess að þátttakendur í Gleðigöngunni njóti fyllsta öryggis og að rétturinn til tjáningar- og fundafrelsis sé virtur að fullu," segir í tilkynningu. „Leyfi hafði verið veitt í Vilníus til að halda gönguna, en það hefur nú verið dregið til baka vegna þrýstings frá sterkum stjórnmálaöflum í landinu og hópum sem vinna skipulega gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trangender-fólki (Lesbian, Gay, Bisexual and Transgender (LGBT))."

Þá segir að hóparnir hafi lagt fram beiðni til saksóknara um að gangan yrði bönnuð og nú hefur dómari fallist á þær kröfur. Forseti landsins, Dalia Grybauskait , hefur gagnrýnt niðurstöðu dómarans á opinberum vettvangi og segist forviða á ólíku áhættumati ýmissa umsagnaraðila um hættuna á ofbeldi á meðan á göngunni stendur. Lögreglan í Vilníus hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að veita þátttakendum göngunnar vernd. Forseti landsins undirstrikaði jafnframt að stjórnarskrá landsins tryggði tjáningar- og fundafrelsi.

Íslandsdeild Amnesty International hvetur yfirvöld í Litháen til að virða grundvallarmannréttindi til friðsamra fundarhalda og sjá til þess að LGBT fólk fái nauðsynlega vernd til að geta nýtt sér réttinn til að koma saman með friðsömum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×