Erlent

Búið að loka einni borholu á Mexíkóflóa

Óli Tynes skrifar
Hreinsunarskip sigla í olíuflekknum.
Hreinsunarskip sigla í olíuflekknum. Mynd/AP

BP olíufélaginu hefur tekist að loka fyrir leka úr einni af þrem borholum á botni Mexíkóflóa.

Ekki er þó búist við að mikið dragi úr magninu sem streymir daglega út í sjóinn.

Það eru um fimmþúsund tunnur á dag. Fjarstýrður kafbátur var notaður til þess að loka borholunni.

Þetta var auðveldasta holan og búist er við að mun lengri tíma taki að loka hinum tveim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×