Erlent

Papandreou fordæmir aðgerðir mótmælenda

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fordæmdir aðgerðir mótmælenda í Aþenu fyrr í dag þegar þrír létu lífið. Mynd/AP
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fordæmdir aðgerðir mótmælenda í Aþenu fyrr í dag þegar þrír létu lífið. Mynd/AP

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fordæmdir aðgerðir mótmælenda í Aþenu fyrr í dag þegar þrír létu lífið og fleiri hlutu brunasár. „Mótmæli eru eitt en morð er allt annað," segir forsætisráðherrann.

Fólkið lést þegar kveikt var í banka í óeirðum í höfuðborginni en landið logar í óeirðum eftir að allsherjarverkfall hófst þar í dag. Papandreou segir ekki hægt að réttlæta morðin og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði sóttir til saka.

Gríska verkalýðshreyfingin boðaði til sólarhrings verkfalls til þess að mótmæla stórfelldum niðurskurði, launalækkunum og skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld urðu að fallast á þær aðgerðir til þess að fá lán frá Evrópusambandsríkjum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ellegar hefði landið orðið gjaldþrota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×