Athyglissýki á lokastigi Friðrik Indriðason skrifar 25. nóvember 2010 09:11 Það var eitt sinn sagt á prenti um þekktan söngvara hérlendis að sá væri með athyglissýki á lokastigi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands virðist einnig þjást af þessum sjúkdómi. Forsetinn er tilbúinn að segja hvað sem er til að komast í sviðsljós fjölmiðla, einkum erlendra. Þegar það tekst getur forsetinn kannski talið sjálfum sér trú um að hann skipti einhverju máli á alþjóðlegum vettvangi þann daginn. Nú er forsetinn í líki fjármálaspekings á Reuters að ræða um galla evrunnar og að hún sé síður en svo trygging fyrir árangri í efnahagsmálum. Nefnir hann erfiðleikana á Írlandi sem dæmi. Því sjái hann ekki glöggt kostina fyrir Íslendinga að skipta um mynt og er þar að vísa í viðræðurnar um ESB aðild Íslands. Forsetinn ætti kannski að minnast á að með krónuna sem lík í lestinni hrundi hátt í 90% af bankakerfi Íslands á svo til einni nóttu. Þetta er atburður sem ekki á sér hliðstæðu í nútímasögu Vesturlanda. Virtir erlendir viðskiptaháskólar hafa bætt „íslenska undrinu" í námskrár sínar. Ísland er orðið að alþjóðlegu viðmiði um efnahagshrun. Bankakerfið er ekki enn hrunið á Írlandi tveimur árum eftir að slíkt gerðist á Íslandi. Erlendir kröfuhafar Írlands standa ekki uppi með 6.000 til 7.000 milljarða króna skell eins og þeir sem höfðu fjárfest í íslenskum bönkum og atvinnulífi. Evran á undir högg að sækja vegna „íslenskrar" hegðunar banka- og viðskiptamanna á Írlandi og í suðurhluta Evrópu í aðdraganda hrunsins. Hún hefur hinsvegar staðið sig vel og heldur sínu gagnvart dollaranum, hefur raunar verið sterk í evru/dollar krossinum stóran hluta af árinu. Að baki evrunnar eru digrir sjóðir enda er evrusvæðið í heild næst öflugasta efnahagsveldi heimsins. Hún veitir því ákveðið skjól. Rifja má upp að í fyrra reyndu spákaupmenn og vogunarsjóðir að ráðast á dönsku krónuna. Hún er örmynt í alþjóðlegu samhengi eins og íslenska krónan. Munur er hinsvegar sá að danska krónan er tengd evrunni enda Danmörk í ESB. Þegar árásin varð ljós kom einfaldlega yfirlýsing frá seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans (ECB) um að bankinn myndi verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðann. Árásin dó þá og þegar. Það eru ýmsir aðrir hlutir en erfiðleikar Íra og landanna í suðurhluta Evrópu sem horfa þarf á þegar menn telja að evran sé ekki „trygging fyrir árangri í efnahagsmálum". Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það var eitt sinn sagt á prenti um þekktan söngvara hérlendis að sá væri með athyglissýki á lokastigi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands virðist einnig þjást af þessum sjúkdómi. Forsetinn er tilbúinn að segja hvað sem er til að komast í sviðsljós fjölmiðla, einkum erlendra. Þegar það tekst getur forsetinn kannski talið sjálfum sér trú um að hann skipti einhverju máli á alþjóðlegum vettvangi þann daginn. Nú er forsetinn í líki fjármálaspekings á Reuters að ræða um galla evrunnar og að hún sé síður en svo trygging fyrir árangri í efnahagsmálum. Nefnir hann erfiðleikana á Írlandi sem dæmi. Því sjái hann ekki glöggt kostina fyrir Íslendinga að skipta um mynt og er þar að vísa í viðræðurnar um ESB aðild Íslands. Forsetinn ætti kannski að minnast á að með krónuna sem lík í lestinni hrundi hátt í 90% af bankakerfi Íslands á svo til einni nóttu. Þetta er atburður sem ekki á sér hliðstæðu í nútímasögu Vesturlanda. Virtir erlendir viðskiptaháskólar hafa bætt „íslenska undrinu" í námskrár sínar. Ísland er orðið að alþjóðlegu viðmiði um efnahagshrun. Bankakerfið er ekki enn hrunið á Írlandi tveimur árum eftir að slíkt gerðist á Íslandi. Erlendir kröfuhafar Írlands standa ekki uppi með 6.000 til 7.000 milljarða króna skell eins og þeir sem höfðu fjárfest í íslenskum bönkum og atvinnulífi. Evran á undir högg að sækja vegna „íslenskrar" hegðunar banka- og viðskiptamanna á Írlandi og í suðurhluta Evrópu í aðdraganda hrunsins. Hún hefur hinsvegar staðið sig vel og heldur sínu gagnvart dollaranum, hefur raunar verið sterk í evru/dollar krossinum stóran hluta af árinu. Að baki evrunnar eru digrir sjóðir enda er evrusvæðið í heild næst öflugasta efnahagsveldi heimsins. Hún veitir því ákveðið skjól. Rifja má upp að í fyrra reyndu spákaupmenn og vogunarsjóðir að ráðast á dönsku krónuna. Hún er örmynt í alþjóðlegu samhengi eins og íslenska krónan. Munur er hinsvegar sá að danska krónan er tengd evrunni enda Danmörk í ESB. Þegar árásin varð ljós kom einfaldlega yfirlýsing frá seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans (ECB) um að bankinn myndi verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðann. Árásin dó þá og þegar. Það eru ýmsir aðrir hlutir en erfiðleikar Íra og landanna í suðurhluta Evrópu sem horfa þarf á þegar menn telja að evran sé ekki „trygging fyrir árangri í efnahagsmálum". Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar