Athyglissýki á lokastigi Friðrik Indriðason skrifar 25. nóvember 2010 09:11 Það var eitt sinn sagt á prenti um þekktan söngvara hérlendis að sá væri með athyglissýki á lokastigi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands virðist einnig þjást af þessum sjúkdómi. Forsetinn er tilbúinn að segja hvað sem er til að komast í sviðsljós fjölmiðla, einkum erlendra. Þegar það tekst getur forsetinn kannski talið sjálfum sér trú um að hann skipti einhverju máli á alþjóðlegum vettvangi þann daginn. Nú er forsetinn í líki fjármálaspekings á Reuters að ræða um galla evrunnar og að hún sé síður en svo trygging fyrir árangri í efnahagsmálum. Nefnir hann erfiðleikana á Írlandi sem dæmi. Því sjái hann ekki glöggt kostina fyrir Íslendinga að skipta um mynt og er þar að vísa í viðræðurnar um ESB aðild Íslands. Forsetinn ætti kannski að minnast á að með krónuna sem lík í lestinni hrundi hátt í 90% af bankakerfi Íslands á svo til einni nóttu. Þetta er atburður sem ekki á sér hliðstæðu í nútímasögu Vesturlanda. Virtir erlendir viðskiptaháskólar hafa bætt „íslenska undrinu" í námskrár sínar. Ísland er orðið að alþjóðlegu viðmiði um efnahagshrun. Bankakerfið er ekki enn hrunið á Írlandi tveimur árum eftir að slíkt gerðist á Íslandi. Erlendir kröfuhafar Írlands standa ekki uppi með 6.000 til 7.000 milljarða króna skell eins og þeir sem höfðu fjárfest í íslenskum bönkum og atvinnulífi. Evran á undir högg að sækja vegna „íslenskrar" hegðunar banka- og viðskiptamanna á Írlandi og í suðurhluta Evrópu í aðdraganda hrunsins. Hún hefur hinsvegar staðið sig vel og heldur sínu gagnvart dollaranum, hefur raunar verið sterk í evru/dollar krossinum stóran hluta af árinu. Að baki evrunnar eru digrir sjóðir enda er evrusvæðið í heild næst öflugasta efnahagsveldi heimsins. Hún veitir því ákveðið skjól. Rifja má upp að í fyrra reyndu spákaupmenn og vogunarsjóðir að ráðast á dönsku krónuna. Hún er örmynt í alþjóðlegu samhengi eins og íslenska krónan. Munur er hinsvegar sá að danska krónan er tengd evrunni enda Danmörk í ESB. Þegar árásin varð ljós kom einfaldlega yfirlýsing frá seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans (ECB) um að bankinn myndi verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðann. Árásin dó þá og þegar. Það eru ýmsir aðrir hlutir en erfiðleikar Íra og landanna í suðurhluta Evrópu sem horfa þarf á þegar menn telja að evran sé ekki „trygging fyrir árangri í efnahagsmálum". Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það var eitt sinn sagt á prenti um þekktan söngvara hérlendis að sá væri með athyglissýki á lokastigi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands virðist einnig þjást af þessum sjúkdómi. Forsetinn er tilbúinn að segja hvað sem er til að komast í sviðsljós fjölmiðla, einkum erlendra. Þegar það tekst getur forsetinn kannski talið sjálfum sér trú um að hann skipti einhverju máli á alþjóðlegum vettvangi þann daginn. Nú er forsetinn í líki fjármálaspekings á Reuters að ræða um galla evrunnar og að hún sé síður en svo trygging fyrir árangri í efnahagsmálum. Nefnir hann erfiðleikana á Írlandi sem dæmi. Því sjái hann ekki glöggt kostina fyrir Íslendinga að skipta um mynt og er þar að vísa í viðræðurnar um ESB aðild Íslands. Forsetinn ætti kannski að minnast á að með krónuna sem lík í lestinni hrundi hátt í 90% af bankakerfi Íslands á svo til einni nóttu. Þetta er atburður sem ekki á sér hliðstæðu í nútímasögu Vesturlanda. Virtir erlendir viðskiptaháskólar hafa bætt „íslenska undrinu" í námskrár sínar. Ísland er orðið að alþjóðlegu viðmiði um efnahagshrun. Bankakerfið er ekki enn hrunið á Írlandi tveimur árum eftir að slíkt gerðist á Íslandi. Erlendir kröfuhafar Írlands standa ekki uppi með 6.000 til 7.000 milljarða króna skell eins og þeir sem höfðu fjárfest í íslenskum bönkum og atvinnulífi. Evran á undir högg að sækja vegna „íslenskrar" hegðunar banka- og viðskiptamanna á Írlandi og í suðurhluta Evrópu í aðdraganda hrunsins. Hún hefur hinsvegar staðið sig vel og heldur sínu gagnvart dollaranum, hefur raunar verið sterk í evru/dollar krossinum stóran hluta af árinu. Að baki evrunnar eru digrir sjóðir enda er evrusvæðið í heild næst öflugasta efnahagsveldi heimsins. Hún veitir því ákveðið skjól. Rifja má upp að í fyrra reyndu spákaupmenn og vogunarsjóðir að ráðast á dönsku krónuna. Hún er örmynt í alþjóðlegu samhengi eins og íslenska krónan. Munur er hinsvegar sá að danska krónan er tengd evrunni enda Danmörk í ESB. Þegar árásin varð ljós kom einfaldlega yfirlýsing frá seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans (ECB) um að bankinn myndi verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðann. Árásin dó þá og þegar. Það eru ýmsir aðrir hlutir en erfiðleikar Íra og landanna í suðurhluta Evrópu sem horfa þarf á þegar menn telja að evran sé ekki „trygging fyrir árangri í efnahagsmálum". Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun