Samspil valdþáttanna Haukur Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2010 21:04 Stjórnarvaldinu skiptum við í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta er stundum nefnt þrískipting ríkisvaldsins og á sér rætur í stjórnmálum í nokkrum Evrópuríkjum á 17. og 18. öld. Þar voru þingsinnar í stríði við einvalda konunga og þá sem vildu verða það og deilur hatrammar. Höfundar sem skrifuðu um þessa skiptingu sögðu löggjafarvaldið upprunalegast og hin valdsviðin yrðu að laga sig að því. En áherslan, einkum hjá Frakkanum Montesquieu, var á að jafnvægi væri milli þessara sviða valdsins. Sú hugmynd festi rætur þegar Bandaríki Norður-Ameríku voru í fæðingarhríðum og jafnvægishugmyndina nefndu þeir checks and balances - taumhald og jafnvægi. Hvert valdsvið myndaði mótsvið við annað með taumhaldi og leit að jafnvægi. Einn mesti vandi íslenskra stjórnmála er að illa er komið fyrir þessu jafnvægi. Framkvæmdarvaldið ríkir sem á að vera þjónn löggjafarvaldsins. Dómsvaldið sem dæmir í málum hefur ekki haft þau úrræði sem þarf til að líta eftir hinum valdsviðunum tveim. Ráðherrar gegna æðsta framkvæmdarvaldi og bera ábyrgð gerða sinna gagnvart þingi, sitja þar einnig með stuðningi meirihluta Alþingis. Þetta er þingræði en hefur í reynd orðið ráðherraræði á Alþingi. Hér hefur orðið mikil röskun með þessum valdsviðum innbyrðis og ég hygg það sé ein skýring þeirra ófara sem þjóðin hefur mátt þola síðustu ár. Ráðherraræðið hefur svipt þingið eðlilegu málfrelsi, því hefur ekki tekist að láta sína sjálfstæðu rödd hljóma sem ráðherrar ættu að taka undir. Frumvörpin eru næstum öll samin í ráðuneytunum eða á vegum þeirra í stað þess að þingið hefði sérstaka lagastofnun sem hefði þetta hlutverk í samvinnu við þingmenn. Verk ráðherra yrði síðan að framkvæma lögin. Alþingi hefði á sínum snærum sérfræðinga til að vinna þá vinnu við löggjöf sem nú er unnin í ráðuneytum og dómsvaldið hefði lagalega eftirlitsstofnun til að kanna hvort ný lög stæðust stjórnarskrá og brytu ekki í bága við eldri lög. Með þessu hefðu bæði löggjafarvald og dómsvald fengið þá uppreisn æru sem þeim ber og framkvæmdarvaldið nauðsynlega lægingu. Annar fylgifiskur ráðherraræðisins á Alþingi er að sjálfstæðar, hreinskilnar og heiðarlegar umræður hafa kafnað. Á þingi fer mikil orka, tími og fyrirhöfn í það að klekkja á ráðherrum sem þingmenn finna að eru fyrir þeim. Heillaspor yrði ef ráðherrar sætu ekki lengur á þingi heldur í ráðuneytum. Stjórnmálaflokkar veldu ráðherra sem áður. Með þessu yrðu ráðherrar ábyrgir gerða sinna gagnvart kjósendum og Alþingi líka. Samvinna yrði að vera náin með framkvæmdarvaldi og löggjafarvaldi. Skoðanaskiptin um stjórnmál gætu orðið óþvinguð og hugsanlega frjó. Getur ekki af þessu sprottið heillavænleg samvinna þingmanna úr þeim flokkum sem eiga menn á þingi? Stærstu mál yrðu unnin í samvinnu og karpið rénaði, deilt yrði um hugmyndir og stefnu. Menn mega ekki halda að ráðherrar missi vinnuna með þessu. Að framkvæma lögin er ærið verkefni og starf ráðherra beindist betur að þeim stofnunum sem undir þá heyra. Jafnvægi valdsviðanna er eitt brýnasta verkefni komandi stjórnlagaþings. Efnt er til þess með nýstárlegum hætti sem hvergi hefur áður verið. Vonum að þar spretti fram brýnar vel rökstuddar tillögur um stjórnskipun landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarvaldinu skiptum við í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta er stundum nefnt þrískipting ríkisvaldsins og á sér rætur í stjórnmálum í nokkrum Evrópuríkjum á 17. og 18. öld. Þar voru þingsinnar í stríði við einvalda konunga og þá sem vildu verða það og deilur hatrammar. Höfundar sem skrifuðu um þessa skiptingu sögðu löggjafarvaldið upprunalegast og hin valdsviðin yrðu að laga sig að því. En áherslan, einkum hjá Frakkanum Montesquieu, var á að jafnvægi væri milli þessara sviða valdsins. Sú hugmynd festi rætur þegar Bandaríki Norður-Ameríku voru í fæðingarhríðum og jafnvægishugmyndina nefndu þeir checks and balances - taumhald og jafnvægi. Hvert valdsvið myndaði mótsvið við annað með taumhaldi og leit að jafnvægi. Einn mesti vandi íslenskra stjórnmála er að illa er komið fyrir þessu jafnvægi. Framkvæmdarvaldið ríkir sem á að vera þjónn löggjafarvaldsins. Dómsvaldið sem dæmir í málum hefur ekki haft þau úrræði sem þarf til að líta eftir hinum valdsviðunum tveim. Ráðherrar gegna æðsta framkvæmdarvaldi og bera ábyrgð gerða sinna gagnvart þingi, sitja þar einnig með stuðningi meirihluta Alþingis. Þetta er þingræði en hefur í reynd orðið ráðherraræði á Alþingi. Hér hefur orðið mikil röskun með þessum valdsviðum innbyrðis og ég hygg það sé ein skýring þeirra ófara sem þjóðin hefur mátt þola síðustu ár. Ráðherraræðið hefur svipt þingið eðlilegu málfrelsi, því hefur ekki tekist að láta sína sjálfstæðu rödd hljóma sem ráðherrar ættu að taka undir. Frumvörpin eru næstum öll samin í ráðuneytunum eða á vegum þeirra í stað þess að þingið hefði sérstaka lagastofnun sem hefði þetta hlutverk í samvinnu við þingmenn. Verk ráðherra yrði síðan að framkvæma lögin. Alþingi hefði á sínum snærum sérfræðinga til að vinna þá vinnu við löggjöf sem nú er unnin í ráðuneytum og dómsvaldið hefði lagalega eftirlitsstofnun til að kanna hvort ný lög stæðust stjórnarskrá og brytu ekki í bága við eldri lög. Með þessu hefðu bæði löggjafarvald og dómsvald fengið þá uppreisn æru sem þeim ber og framkvæmdarvaldið nauðsynlega lægingu. Annar fylgifiskur ráðherraræðisins á Alþingi er að sjálfstæðar, hreinskilnar og heiðarlegar umræður hafa kafnað. Á þingi fer mikil orka, tími og fyrirhöfn í það að klekkja á ráðherrum sem þingmenn finna að eru fyrir þeim. Heillaspor yrði ef ráðherrar sætu ekki lengur á þingi heldur í ráðuneytum. Stjórnmálaflokkar veldu ráðherra sem áður. Með þessu yrðu ráðherrar ábyrgir gerða sinna gagnvart kjósendum og Alþingi líka. Samvinna yrði að vera náin með framkvæmdarvaldi og löggjafarvaldi. Skoðanaskiptin um stjórnmál gætu orðið óþvinguð og hugsanlega frjó. Getur ekki af þessu sprottið heillavænleg samvinna þingmanna úr þeim flokkum sem eiga menn á þingi? Stærstu mál yrðu unnin í samvinnu og karpið rénaði, deilt yrði um hugmyndir og stefnu. Menn mega ekki halda að ráðherrar missi vinnuna með þessu. Að framkvæma lögin er ærið verkefni og starf ráðherra beindist betur að þeim stofnunum sem undir þá heyra. Jafnvægi valdsviðanna er eitt brýnasta verkefni komandi stjórnlagaþings. Efnt er til þess með nýstárlegum hætti sem hvergi hefur áður verið. Vonum að þar spretti fram brýnar vel rökstuddar tillögur um stjórnskipun landsins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun