Samspil valdþáttanna Haukur Sigurðsson skrifar 25. nóvember 2010 21:04 Stjórnarvaldinu skiptum við í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta er stundum nefnt þrískipting ríkisvaldsins og á sér rætur í stjórnmálum í nokkrum Evrópuríkjum á 17. og 18. öld. Þar voru þingsinnar í stríði við einvalda konunga og þá sem vildu verða það og deilur hatrammar. Höfundar sem skrifuðu um þessa skiptingu sögðu löggjafarvaldið upprunalegast og hin valdsviðin yrðu að laga sig að því. En áherslan, einkum hjá Frakkanum Montesquieu, var á að jafnvægi væri milli þessara sviða valdsins. Sú hugmynd festi rætur þegar Bandaríki Norður-Ameríku voru í fæðingarhríðum og jafnvægishugmyndina nefndu þeir checks and balances - taumhald og jafnvægi. Hvert valdsvið myndaði mótsvið við annað með taumhaldi og leit að jafnvægi. Einn mesti vandi íslenskra stjórnmála er að illa er komið fyrir þessu jafnvægi. Framkvæmdarvaldið ríkir sem á að vera þjónn löggjafarvaldsins. Dómsvaldið sem dæmir í málum hefur ekki haft þau úrræði sem þarf til að líta eftir hinum valdsviðunum tveim. Ráðherrar gegna æðsta framkvæmdarvaldi og bera ábyrgð gerða sinna gagnvart þingi, sitja þar einnig með stuðningi meirihluta Alþingis. Þetta er þingræði en hefur í reynd orðið ráðherraræði á Alþingi. Hér hefur orðið mikil röskun með þessum valdsviðum innbyrðis og ég hygg það sé ein skýring þeirra ófara sem þjóðin hefur mátt þola síðustu ár. Ráðherraræðið hefur svipt þingið eðlilegu málfrelsi, því hefur ekki tekist að láta sína sjálfstæðu rödd hljóma sem ráðherrar ættu að taka undir. Frumvörpin eru næstum öll samin í ráðuneytunum eða á vegum þeirra í stað þess að þingið hefði sérstaka lagastofnun sem hefði þetta hlutverk í samvinnu við þingmenn. Verk ráðherra yrði síðan að framkvæma lögin. Alþingi hefði á sínum snærum sérfræðinga til að vinna þá vinnu við löggjöf sem nú er unnin í ráðuneytum og dómsvaldið hefði lagalega eftirlitsstofnun til að kanna hvort ný lög stæðust stjórnarskrá og brytu ekki í bága við eldri lög. Með þessu hefðu bæði löggjafarvald og dómsvald fengið þá uppreisn æru sem þeim ber og framkvæmdarvaldið nauðsynlega lægingu. Annar fylgifiskur ráðherraræðisins á Alþingi er að sjálfstæðar, hreinskilnar og heiðarlegar umræður hafa kafnað. Á þingi fer mikil orka, tími og fyrirhöfn í það að klekkja á ráðherrum sem þingmenn finna að eru fyrir þeim. Heillaspor yrði ef ráðherrar sætu ekki lengur á þingi heldur í ráðuneytum. Stjórnmálaflokkar veldu ráðherra sem áður. Með þessu yrðu ráðherrar ábyrgir gerða sinna gagnvart kjósendum og Alþingi líka. Samvinna yrði að vera náin með framkvæmdarvaldi og löggjafarvaldi. Skoðanaskiptin um stjórnmál gætu orðið óþvinguð og hugsanlega frjó. Getur ekki af þessu sprottið heillavænleg samvinna þingmanna úr þeim flokkum sem eiga menn á þingi? Stærstu mál yrðu unnin í samvinnu og karpið rénaði, deilt yrði um hugmyndir og stefnu. Menn mega ekki halda að ráðherrar missi vinnuna með þessu. Að framkvæma lögin er ærið verkefni og starf ráðherra beindist betur að þeim stofnunum sem undir þá heyra. Jafnvægi valdsviðanna er eitt brýnasta verkefni komandi stjórnlagaþings. Efnt er til þess með nýstárlegum hætti sem hvergi hefur áður verið. Vonum að þar spretti fram brýnar vel rökstuddar tillögur um stjórnskipun landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Stjórnarvaldinu skiptum við í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta er stundum nefnt þrískipting ríkisvaldsins og á sér rætur í stjórnmálum í nokkrum Evrópuríkjum á 17. og 18. öld. Þar voru þingsinnar í stríði við einvalda konunga og þá sem vildu verða það og deilur hatrammar. Höfundar sem skrifuðu um þessa skiptingu sögðu löggjafarvaldið upprunalegast og hin valdsviðin yrðu að laga sig að því. En áherslan, einkum hjá Frakkanum Montesquieu, var á að jafnvægi væri milli þessara sviða valdsins. Sú hugmynd festi rætur þegar Bandaríki Norður-Ameríku voru í fæðingarhríðum og jafnvægishugmyndina nefndu þeir checks and balances - taumhald og jafnvægi. Hvert valdsvið myndaði mótsvið við annað með taumhaldi og leit að jafnvægi. Einn mesti vandi íslenskra stjórnmála er að illa er komið fyrir þessu jafnvægi. Framkvæmdarvaldið ríkir sem á að vera þjónn löggjafarvaldsins. Dómsvaldið sem dæmir í málum hefur ekki haft þau úrræði sem þarf til að líta eftir hinum valdsviðunum tveim. Ráðherrar gegna æðsta framkvæmdarvaldi og bera ábyrgð gerða sinna gagnvart þingi, sitja þar einnig með stuðningi meirihluta Alþingis. Þetta er þingræði en hefur í reynd orðið ráðherraræði á Alþingi. Hér hefur orðið mikil röskun með þessum valdsviðum innbyrðis og ég hygg það sé ein skýring þeirra ófara sem þjóðin hefur mátt þola síðustu ár. Ráðherraræðið hefur svipt þingið eðlilegu málfrelsi, því hefur ekki tekist að láta sína sjálfstæðu rödd hljóma sem ráðherrar ættu að taka undir. Frumvörpin eru næstum öll samin í ráðuneytunum eða á vegum þeirra í stað þess að þingið hefði sérstaka lagastofnun sem hefði þetta hlutverk í samvinnu við þingmenn. Verk ráðherra yrði síðan að framkvæma lögin. Alþingi hefði á sínum snærum sérfræðinga til að vinna þá vinnu við löggjöf sem nú er unnin í ráðuneytum og dómsvaldið hefði lagalega eftirlitsstofnun til að kanna hvort ný lög stæðust stjórnarskrá og brytu ekki í bága við eldri lög. Með þessu hefðu bæði löggjafarvald og dómsvald fengið þá uppreisn æru sem þeim ber og framkvæmdarvaldið nauðsynlega lægingu. Annar fylgifiskur ráðherraræðisins á Alþingi er að sjálfstæðar, hreinskilnar og heiðarlegar umræður hafa kafnað. Á þingi fer mikil orka, tími og fyrirhöfn í það að klekkja á ráðherrum sem þingmenn finna að eru fyrir þeim. Heillaspor yrði ef ráðherrar sætu ekki lengur á þingi heldur í ráðuneytum. Stjórnmálaflokkar veldu ráðherra sem áður. Með þessu yrðu ráðherrar ábyrgir gerða sinna gagnvart kjósendum og Alþingi líka. Samvinna yrði að vera náin með framkvæmdarvaldi og löggjafarvaldi. Skoðanaskiptin um stjórnmál gætu orðið óþvinguð og hugsanlega frjó. Getur ekki af þessu sprottið heillavænleg samvinna þingmanna úr þeim flokkum sem eiga menn á þingi? Stærstu mál yrðu unnin í samvinnu og karpið rénaði, deilt yrði um hugmyndir og stefnu. Menn mega ekki halda að ráðherrar missi vinnuna með þessu. Að framkvæma lögin er ærið verkefni og starf ráðherra beindist betur að þeim stofnunum sem undir þá heyra. Jafnvægi valdsviðanna er eitt brýnasta verkefni komandi stjórnlagaþings. Efnt er til þess með nýstárlegum hætti sem hvergi hefur áður verið. Vonum að þar spretti fram brýnar vel rökstuddar tillögur um stjórnskipun landsins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar