Ísland - fyrirmynd í jafnréttismálum? Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 25. nóvember 2010 09:00 Þeir sem vinna að jafnréttismálum vilja að við Íslendingar séum í fararbroddi á því sviði. Fyrir skömmu var ennfremur greint frá því að hvergi í heiminum væri meira kynjajafnrétti en á Íslandi. Er það svo? Einn mikilvægasti þáttur jafnréttismála eru forsjár- og umgengnismál en þar er Ísland að jafnaði 15-20 árum á eftir nágrannalöndunum. Ég ætla að nefna nokkrar staðreyndir í því samhengi. Í fyrsta lagi er athyglisvert að skoða þróun forsjár á Íslandi síðustu áratugi. Þar kemur fram að sameiginleg forsjá er orðin langalgengust en það segir þó lítið því öll félagsleg réttindi miðast eingöngu við lögheimili barns þó það dvelji til jafns hjá báðum foreldrum. Þannig skapast ójafnvægi milli foreldra því velferðarkerfið styður eingöngu við lögheimilið en tekur ekkert mið af umgengni barnsins við hitt foreldrið. • Tölur frá Tryggingastofnun benda líka til að lögheimili sé í um 95% tilfella hjá móður. • Um 95% meðlagsgreiðenda eru karlar skv. tölum frá Tryggingastofnun. Þarna er augljós kynbundinn munur sem rýrir og gengisfellir hlutverk feðra. Í Noregi er félagslegur stuðningur velferðarkerfisins jafnari þar sem barnameðlög miðast við tekjur og umgengni. Hvers vegna ætti slíkt ekki að vera hægt hér? Sé litið nánar á tölur um forsjá og sé hún þá ekki sameiginleg, kemur eftirfarandi í ljós: • Í áratugi hefur forsjá verið í vel yfir 90% tilfella hjá móður eftir lögskilnað eða sambúðarslit sé hún ekki sameiginleg. Þannig var hlutfallið 92-94% hjá móður á árunum 2001-2008, svipað hlutfall og fyrir 30-40 árum (www.hagstofa.is). Þannig endurspeglast yfirburðastaða mæðra og er óhætt er að segja að á vettvangi forsjár- og umgengnismála á Íslandi ríkir mæðraveldi. Í öðru lagi er enn ekki hægt dæma í sameiginlega forsjá á Íslandi jafnvel þó það séu bestu hagsmunir barns og foreldrar séu jafnhæfir. • Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem sameiginleg forsjá er ekki mögulegur valkostur fyrir dómara jafnvel þó hann telji það bestu hagsmuni barnsins. Þannig er hægt að þvinga forsjá af hæfu foreldri í kjölfar skilnaðar og með því rýrnar foreldrahlutverk þess. Það er því jafnvel ákjósanlegt fyrir annað foreldrið að neita sameiginlegri forsjá á hnefanum með hefð og líkur að vopni. Hafi dómari þriðja valkostinn standa báðir foreldrar jafnfætis og sáttalíkur og samstarfsvilji eykst til muna. Þetta er reynslan erlendis. Það er nefnilega fjöldi af hæfum foreldrum sem eru forsjárlausir gegn vilja sínum því sameiginleg forsjá er ekki valkostur fyrir dómi. Síðast en ekki síst vil ég nefna tilhæfulausar tálmanir og foreldrafirringu sem fyrirfinnst hér á landi og það er fjarstæða og í raun veruleikafirring að halda gagnstæðu fram. Það er alvarlegt að árið 2010 komist foreldrar upp með að svipta börn hinu foreldri sínu með tilhæfulausum tálmunum. Þarna er ég að tala um tilhæfulausar tálmanir sem brjóta gegn úrskurðum yfirvalda um umgengni enda hafi yfirvöld þá ekki talið umgengni ógna velferð barnsins. Úrræði í slíkum málum eru mun skilvirkari erlendis og þarf sannarlega að bæta úr þeim hér á landi. Það hljóta allir að vera sammála um það að foreldri sem að mati fagaðila beitir ástæðulausum tálmunum, virðir að vettugi úrskurði og sviptir þannig barn öðru foreldri sínu telst varla hæft foreldri. Þannig ætti t.d. að vera hægt að svipta það forsjá en slík úrræði eru til staðar erlendis - Hvers vegna ættu þau ekki að vera til staðar hér? Fyrir tveimur áratugum stóð þjóðin agndofa yfir málefnum Sophiu Hansen. Barnsfaðir hennar komst upp með ástæðulausar tálmanir árum saman. Sambærileg mál eiga sér stað á Íslandi árið 2010. • Það er brýnt að hafa í huga að tilhæfulausar tálmanir bitna fyrst og fremst á börnunum sjálfum og skaða þau fyrir lífstíð. Það er mikilvægt réttlætismál að skilgreina tilhæfulausar tálmanir sem andlegt ofbeldi. Núverandi stjórnvöld kenna sig við norræna velferð og jafnrétti. Það er einmitt á Norðurlöndum sem þessum málum er betur háttað - stjórnvöld ættu að taka mið að því. Allir eru sammála um að báðir foreldrar eru jafnmikilvægir börnum sínum óháð búsetu en núverandi kerfi lítur framhjá því og rýrir foreldrahlutverk annars foreldrisins með sjálfvirkum hætti. Allir eru sammála um að það er úreltur hugsunarháttur að annað foreldrið eigi að víkja til hliðar og vera eins konar áhorfandi að lífi barna sinna en slíkt gerist þó á Íslandi árið 2010. Ef við viljum kenna okkur við raunverulegt jafnrétti og vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við foreldrajafnrétti. Það er grunnurinn að raunverulegu jafnrétti. Þá fyrst getur Ísland staðið undir nafni sem fyrirmynd í jafnréttismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem vinna að jafnréttismálum vilja að við Íslendingar séum í fararbroddi á því sviði. Fyrir skömmu var ennfremur greint frá því að hvergi í heiminum væri meira kynjajafnrétti en á Íslandi. Er það svo? Einn mikilvægasti þáttur jafnréttismála eru forsjár- og umgengnismál en þar er Ísland að jafnaði 15-20 árum á eftir nágrannalöndunum. Ég ætla að nefna nokkrar staðreyndir í því samhengi. Í fyrsta lagi er athyglisvert að skoða þróun forsjár á Íslandi síðustu áratugi. Þar kemur fram að sameiginleg forsjá er orðin langalgengust en það segir þó lítið því öll félagsleg réttindi miðast eingöngu við lögheimili barns þó það dvelji til jafns hjá báðum foreldrum. Þannig skapast ójafnvægi milli foreldra því velferðarkerfið styður eingöngu við lögheimilið en tekur ekkert mið af umgengni barnsins við hitt foreldrið. • Tölur frá Tryggingastofnun benda líka til að lögheimili sé í um 95% tilfella hjá móður. • Um 95% meðlagsgreiðenda eru karlar skv. tölum frá Tryggingastofnun. Þarna er augljós kynbundinn munur sem rýrir og gengisfellir hlutverk feðra. Í Noregi er félagslegur stuðningur velferðarkerfisins jafnari þar sem barnameðlög miðast við tekjur og umgengni. Hvers vegna ætti slíkt ekki að vera hægt hér? Sé litið nánar á tölur um forsjá og sé hún þá ekki sameiginleg, kemur eftirfarandi í ljós: • Í áratugi hefur forsjá verið í vel yfir 90% tilfella hjá móður eftir lögskilnað eða sambúðarslit sé hún ekki sameiginleg. Þannig var hlutfallið 92-94% hjá móður á árunum 2001-2008, svipað hlutfall og fyrir 30-40 árum (www.hagstofa.is). Þannig endurspeglast yfirburðastaða mæðra og er óhætt er að segja að á vettvangi forsjár- og umgengnismála á Íslandi ríkir mæðraveldi. Í öðru lagi er enn ekki hægt dæma í sameiginlega forsjá á Íslandi jafnvel þó það séu bestu hagsmunir barns og foreldrar séu jafnhæfir. • Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem sameiginleg forsjá er ekki mögulegur valkostur fyrir dómara jafnvel þó hann telji það bestu hagsmuni barnsins. Þannig er hægt að þvinga forsjá af hæfu foreldri í kjölfar skilnaðar og með því rýrnar foreldrahlutverk þess. Það er því jafnvel ákjósanlegt fyrir annað foreldrið að neita sameiginlegri forsjá á hnefanum með hefð og líkur að vopni. Hafi dómari þriðja valkostinn standa báðir foreldrar jafnfætis og sáttalíkur og samstarfsvilji eykst til muna. Þetta er reynslan erlendis. Það er nefnilega fjöldi af hæfum foreldrum sem eru forsjárlausir gegn vilja sínum því sameiginleg forsjá er ekki valkostur fyrir dómi. Síðast en ekki síst vil ég nefna tilhæfulausar tálmanir og foreldrafirringu sem fyrirfinnst hér á landi og það er fjarstæða og í raun veruleikafirring að halda gagnstæðu fram. Það er alvarlegt að árið 2010 komist foreldrar upp með að svipta börn hinu foreldri sínu með tilhæfulausum tálmunum. Þarna er ég að tala um tilhæfulausar tálmanir sem brjóta gegn úrskurðum yfirvalda um umgengni enda hafi yfirvöld þá ekki talið umgengni ógna velferð barnsins. Úrræði í slíkum málum eru mun skilvirkari erlendis og þarf sannarlega að bæta úr þeim hér á landi. Það hljóta allir að vera sammála um það að foreldri sem að mati fagaðila beitir ástæðulausum tálmunum, virðir að vettugi úrskurði og sviptir þannig barn öðru foreldri sínu telst varla hæft foreldri. Þannig ætti t.d. að vera hægt að svipta það forsjá en slík úrræði eru til staðar erlendis - Hvers vegna ættu þau ekki að vera til staðar hér? Fyrir tveimur áratugum stóð þjóðin agndofa yfir málefnum Sophiu Hansen. Barnsfaðir hennar komst upp með ástæðulausar tálmanir árum saman. Sambærileg mál eiga sér stað á Íslandi árið 2010. • Það er brýnt að hafa í huga að tilhæfulausar tálmanir bitna fyrst og fremst á börnunum sjálfum og skaða þau fyrir lífstíð. Það er mikilvægt réttlætismál að skilgreina tilhæfulausar tálmanir sem andlegt ofbeldi. Núverandi stjórnvöld kenna sig við norræna velferð og jafnrétti. Það er einmitt á Norðurlöndum sem þessum málum er betur háttað - stjórnvöld ættu að taka mið að því. Allir eru sammála um að báðir foreldrar eru jafnmikilvægir börnum sínum óháð búsetu en núverandi kerfi lítur framhjá því og rýrir foreldrahlutverk annars foreldrisins með sjálfvirkum hætti. Allir eru sammála um að það er úreltur hugsunarháttur að annað foreldrið eigi að víkja til hliðar og vera eins konar áhorfandi að lífi barna sinna en slíkt gerist þó á Íslandi árið 2010. Ef við viljum kenna okkur við raunverulegt jafnrétti og vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við foreldrajafnrétti. Það er grunnurinn að raunverulegu jafnrétti. Þá fyrst getur Ísland staðið undir nafni sem fyrirmynd í jafnréttismálum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun