Ísland - fyrirmynd í jafnréttismálum? Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 25. nóvember 2010 09:00 Þeir sem vinna að jafnréttismálum vilja að við Íslendingar séum í fararbroddi á því sviði. Fyrir skömmu var ennfremur greint frá því að hvergi í heiminum væri meira kynjajafnrétti en á Íslandi. Er það svo? Einn mikilvægasti þáttur jafnréttismála eru forsjár- og umgengnismál en þar er Ísland að jafnaði 15-20 árum á eftir nágrannalöndunum. Ég ætla að nefna nokkrar staðreyndir í því samhengi. Í fyrsta lagi er athyglisvert að skoða þróun forsjár á Íslandi síðustu áratugi. Þar kemur fram að sameiginleg forsjá er orðin langalgengust en það segir þó lítið því öll félagsleg réttindi miðast eingöngu við lögheimili barns þó það dvelji til jafns hjá báðum foreldrum. Þannig skapast ójafnvægi milli foreldra því velferðarkerfið styður eingöngu við lögheimilið en tekur ekkert mið af umgengni barnsins við hitt foreldrið. • Tölur frá Tryggingastofnun benda líka til að lögheimili sé í um 95% tilfella hjá móður. • Um 95% meðlagsgreiðenda eru karlar skv. tölum frá Tryggingastofnun. Þarna er augljós kynbundinn munur sem rýrir og gengisfellir hlutverk feðra. Í Noregi er félagslegur stuðningur velferðarkerfisins jafnari þar sem barnameðlög miðast við tekjur og umgengni. Hvers vegna ætti slíkt ekki að vera hægt hér? Sé litið nánar á tölur um forsjá og sé hún þá ekki sameiginleg, kemur eftirfarandi í ljós: • Í áratugi hefur forsjá verið í vel yfir 90% tilfella hjá móður eftir lögskilnað eða sambúðarslit sé hún ekki sameiginleg. Þannig var hlutfallið 92-94% hjá móður á árunum 2001-2008, svipað hlutfall og fyrir 30-40 árum (www.hagstofa.is). Þannig endurspeglast yfirburðastaða mæðra og er óhætt er að segja að á vettvangi forsjár- og umgengnismála á Íslandi ríkir mæðraveldi. Í öðru lagi er enn ekki hægt dæma í sameiginlega forsjá á Íslandi jafnvel þó það séu bestu hagsmunir barns og foreldrar séu jafnhæfir. • Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem sameiginleg forsjá er ekki mögulegur valkostur fyrir dómara jafnvel þó hann telji það bestu hagsmuni barnsins. Þannig er hægt að þvinga forsjá af hæfu foreldri í kjölfar skilnaðar og með því rýrnar foreldrahlutverk þess. Það er því jafnvel ákjósanlegt fyrir annað foreldrið að neita sameiginlegri forsjá á hnefanum með hefð og líkur að vopni. Hafi dómari þriðja valkostinn standa báðir foreldrar jafnfætis og sáttalíkur og samstarfsvilji eykst til muna. Þetta er reynslan erlendis. Það er nefnilega fjöldi af hæfum foreldrum sem eru forsjárlausir gegn vilja sínum því sameiginleg forsjá er ekki valkostur fyrir dómi. Síðast en ekki síst vil ég nefna tilhæfulausar tálmanir og foreldrafirringu sem fyrirfinnst hér á landi og það er fjarstæða og í raun veruleikafirring að halda gagnstæðu fram. Það er alvarlegt að árið 2010 komist foreldrar upp með að svipta börn hinu foreldri sínu með tilhæfulausum tálmunum. Þarna er ég að tala um tilhæfulausar tálmanir sem brjóta gegn úrskurðum yfirvalda um umgengni enda hafi yfirvöld þá ekki talið umgengni ógna velferð barnsins. Úrræði í slíkum málum eru mun skilvirkari erlendis og þarf sannarlega að bæta úr þeim hér á landi. Það hljóta allir að vera sammála um það að foreldri sem að mati fagaðila beitir ástæðulausum tálmunum, virðir að vettugi úrskurði og sviptir þannig barn öðru foreldri sínu telst varla hæft foreldri. Þannig ætti t.d. að vera hægt að svipta það forsjá en slík úrræði eru til staðar erlendis - Hvers vegna ættu þau ekki að vera til staðar hér? Fyrir tveimur áratugum stóð þjóðin agndofa yfir málefnum Sophiu Hansen. Barnsfaðir hennar komst upp með ástæðulausar tálmanir árum saman. Sambærileg mál eiga sér stað á Íslandi árið 2010. • Það er brýnt að hafa í huga að tilhæfulausar tálmanir bitna fyrst og fremst á börnunum sjálfum og skaða þau fyrir lífstíð. Það er mikilvægt réttlætismál að skilgreina tilhæfulausar tálmanir sem andlegt ofbeldi. Núverandi stjórnvöld kenna sig við norræna velferð og jafnrétti. Það er einmitt á Norðurlöndum sem þessum málum er betur háttað - stjórnvöld ættu að taka mið að því. Allir eru sammála um að báðir foreldrar eru jafnmikilvægir börnum sínum óháð búsetu en núverandi kerfi lítur framhjá því og rýrir foreldrahlutverk annars foreldrisins með sjálfvirkum hætti. Allir eru sammála um að það er úreltur hugsunarháttur að annað foreldrið eigi að víkja til hliðar og vera eins konar áhorfandi að lífi barna sinna en slíkt gerist þó á Íslandi árið 2010. Ef við viljum kenna okkur við raunverulegt jafnrétti og vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við foreldrajafnrétti. Það er grunnurinn að raunverulegu jafnrétti. Þá fyrst getur Ísland staðið undir nafni sem fyrirmynd í jafnréttismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þeir sem vinna að jafnréttismálum vilja að við Íslendingar séum í fararbroddi á því sviði. Fyrir skömmu var ennfremur greint frá því að hvergi í heiminum væri meira kynjajafnrétti en á Íslandi. Er það svo? Einn mikilvægasti þáttur jafnréttismála eru forsjár- og umgengnismál en þar er Ísland að jafnaði 15-20 árum á eftir nágrannalöndunum. Ég ætla að nefna nokkrar staðreyndir í því samhengi. Í fyrsta lagi er athyglisvert að skoða þróun forsjár á Íslandi síðustu áratugi. Þar kemur fram að sameiginleg forsjá er orðin langalgengust en það segir þó lítið því öll félagsleg réttindi miðast eingöngu við lögheimili barns þó það dvelji til jafns hjá báðum foreldrum. Þannig skapast ójafnvægi milli foreldra því velferðarkerfið styður eingöngu við lögheimilið en tekur ekkert mið af umgengni barnsins við hitt foreldrið. • Tölur frá Tryggingastofnun benda líka til að lögheimili sé í um 95% tilfella hjá móður. • Um 95% meðlagsgreiðenda eru karlar skv. tölum frá Tryggingastofnun. Þarna er augljós kynbundinn munur sem rýrir og gengisfellir hlutverk feðra. Í Noregi er félagslegur stuðningur velferðarkerfisins jafnari þar sem barnameðlög miðast við tekjur og umgengni. Hvers vegna ætti slíkt ekki að vera hægt hér? Sé litið nánar á tölur um forsjá og sé hún þá ekki sameiginleg, kemur eftirfarandi í ljós: • Í áratugi hefur forsjá verið í vel yfir 90% tilfella hjá móður eftir lögskilnað eða sambúðarslit sé hún ekki sameiginleg. Þannig var hlutfallið 92-94% hjá móður á árunum 2001-2008, svipað hlutfall og fyrir 30-40 árum (www.hagstofa.is). Þannig endurspeglast yfirburðastaða mæðra og er óhætt er að segja að á vettvangi forsjár- og umgengnismála á Íslandi ríkir mæðraveldi. Í öðru lagi er enn ekki hægt dæma í sameiginlega forsjá á Íslandi jafnvel þó það séu bestu hagsmunir barns og foreldrar séu jafnhæfir. • Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem sameiginleg forsjá er ekki mögulegur valkostur fyrir dómara jafnvel þó hann telji það bestu hagsmuni barnsins. Þannig er hægt að þvinga forsjá af hæfu foreldri í kjölfar skilnaðar og með því rýrnar foreldrahlutverk þess. Það er því jafnvel ákjósanlegt fyrir annað foreldrið að neita sameiginlegri forsjá á hnefanum með hefð og líkur að vopni. Hafi dómari þriðja valkostinn standa báðir foreldrar jafnfætis og sáttalíkur og samstarfsvilji eykst til muna. Þetta er reynslan erlendis. Það er nefnilega fjöldi af hæfum foreldrum sem eru forsjárlausir gegn vilja sínum því sameiginleg forsjá er ekki valkostur fyrir dómi. Síðast en ekki síst vil ég nefna tilhæfulausar tálmanir og foreldrafirringu sem fyrirfinnst hér á landi og það er fjarstæða og í raun veruleikafirring að halda gagnstæðu fram. Það er alvarlegt að árið 2010 komist foreldrar upp með að svipta börn hinu foreldri sínu með tilhæfulausum tálmunum. Þarna er ég að tala um tilhæfulausar tálmanir sem brjóta gegn úrskurðum yfirvalda um umgengni enda hafi yfirvöld þá ekki talið umgengni ógna velferð barnsins. Úrræði í slíkum málum eru mun skilvirkari erlendis og þarf sannarlega að bæta úr þeim hér á landi. Það hljóta allir að vera sammála um það að foreldri sem að mati fagaðila beitir ástæðulausum tálmunum, virðir að vettugi úrskurði og sviptir þannig barn öðru foreldri sínu telst varla hæft foreldri. Þannig ætti t.d. að vera hægt að svipta það forsjá en slík úrræði eru til staðar erlendis - Hvers vegna ættu þau ekki að vera til staðar hér? Fyrir tveimur áratugum stóð þjóðin agndofa yfir málefnum Sophiu Hansen. Barnsfaðir hennar komst upp með ástæðulausar tálmanir árum saman. Sambærileg mál eiga sér stað á Íslandi árið 2010. • Það er brýnt að hafa í huga að tilhæfulausar tálmanir bitna fyrst og fremst á börnunum sjálfum og skaða þau fyrir lífstíð. Það er mikilvægt réttlætismál að skilgreina tilhæfulausar tálmanir sem andlegt ofbeldi. Núverandi stjórnvöld kenna sig við norræna velferð og jafnrétti. Það er einmitt á Norðurlöndum sem þessum málum er betur háttað - stjórnvöld ættu að taka mið að því. Allir eru sammála um að báðir foreldrar eru jafnmikilvægir börnum sínum óháð búsetu en núverandi kerfi lítur framhjá því og rýrir foreldrahlutverk annars foreldrisins með sjálfvirkum hætti. Allir eru sammála um að það er úreltur hugsunarháttur að annað foreldrið eigi að víkja til hliðar og vera eins konar áhorfandi að lífi barna sinna en slíkt gerist þó á Íslandi árið 2010. Ef við viljum kenna okkur við raunverulegt jafnrétti og vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við foreldrajafnrétti. Það er grunnurinn að raunverulegu jafnrétti. Þá fyrst getur Ísland staðið undir nafni sem fyrirmynd í jafnréttismálum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun