Þjóðarábyrgð og launamál háskólafólks Sveinn Ólafsson skrifar 3. desember 2010 06:00 Margir líta þannig á að þjóðin beri öll ábyrgð á því sem gerðist í hruninu og að þjóðin verði öll að taka afleiðingum þess, að þjóðin verði öll að leysa úr þeim vanda sem þá varð til. Að vissu marki er þetta rétt en samt mun stór hluti þjóðarinnar eiga erfitt með að koma auga á ábyrgð sína. Hjá félögum mínum í Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga er það líklega vegna þess að við könnumst ekki við að hafa sópað til okkar fé annarra, hvorki á tímum „góðæris", fyrr né síðar. Þegar ég lít yfir heildarkjarasamning BHM sem gerður var í lok árs 2005 til þriggja ára, sé ég að taxtahækkanir samkvæmt honum voru 3,25% við undirritun samnings, 2,5% 2006, 2,25% 2007 og 2% 2008. Þetta samsvarar rúmlega 10% hækkun samtals á 3 árum, eða rétt rúmlega 3% hækkun á ári að jafnaði. Í ljós kom síðar að þessar launahækkanir náðu ekki að halda í við hækkun framfærsluvísitölu. Engar greiðslur umfram taxta komu til mín á þessum árum og auðvelt að sjá kjör mín og samstarfsfólksins, þau voru samningstaxtar og ekkert annað. Lífeyrisréttindi hækkuðu ekki hjá ríkisstarfsmönnum á þessum árum. Um leið voru starfsmenntasjóðir eins og Vísindasjóður felldir niður. Ég þarf þó ekki að kvarta. Ég greiddi atkvæði með þessum samningi og vann mína vinnu, sem þá fólst í umsjón með þeim tímarita- og gagnasöfnum sem eru í aðgangi um allt land og kennd við hvar.is. Þessi þjónusta, eins og önnur þjónusta bókasafnanna, er til að styðja við menntun og menningarmál hjá öllum landsmönnum, mikilvæg stoðþjónusta við rannsóknir og vísindi, nýsköpun og þróun í landinu. Þessi þjónusta, eins og allur mennta- og heilbrigðisgeirinn, stóð árið 2008 eins og staðið hafði verið fram að því. Þar var hvergi um gríðareyðslu að ræða og starfsmenn unnu sín verk án þess að sjá nein ofsalaun eða ofsagróða. Þegar þessi laun hafa síðan verið fryst í tvö ár fer ekki hjá því að þau sem vinna samkvæmt þeim kjörum eigi erfitt með að sjá sig í hópi með fjármálageiranum eða stjórnmálafólki, þó einhver úr þeim hópum vilji það. Krafa þessa fólks er sú sama og áður, sanngjörn laun fyrir sína vinnu. Þegar vinnan er stuðningur við mennta- og heilbrigðiskerfi landsins, menningu, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá þarf til þess vel hæft fólk sem hefur háskólanám að baki. Það þarf að greiða því fólki þannig laun að það fáist til vinnu hér. Þetta er hluti af miklu stærra máli, sem er uppbygging í landinu eftir hrun. Ef takast á að lifa hér á þann hátt að fólk vilji almennt búa í landinu, þarf nýsköpun starfa ofan á þann grunn sem við höfum og þróun í þeim atvinnugreinum sem hér eru. Margir sjá fyrir sér nýsköpun og framkvæmdir sem verkefni snillinga sem ekki höfðu tíma eða nennu til að fara í langt skólanám, en það er núna liðin tíð. Nýsköpun verður ekki til án háskólamenntaðs fólks og sama gildir um þróun vöru og þjónustu. Ef þau sem ætla nú að byrja í háskólanámi eiga að sjá fyrir sér að eiga eftir að vinna í landinu, þurfa kjörin að svara lágmarkskröfum svo þetta fólk taki ekki fyrstu vél út að loknu prófi. Þá yrði skarð hoggið í þann hóp fólks sem getur unnið úr þeim viðfangsefnum sem hér bíða. Þeirri skoðun er gjarnan haldið á lofti að skera þurfi niður mikla þjónustu háskólafólks vegna þess að þjóðin hafi ekki efni á henni. Það er morgunljóst að með því að ganga á hlut þjónustu við menntun, heilbrigði, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá kæfir þessi þjóð einfaldlega möguleika sína til að vinna sig út úr tímabundinni kreppu, hvað sem tekur við eftir þann tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Margir líta þannig á að þjóðin beri öll ábyrgð á því sem gerðist í hruninu og að þjóðin verði öll að taka afleiðingum þess, að þjóðin verði öll að leysa úr þeim vanda sem þá varð til. Að vissu marki er þetta rétt en samt mun stór hluti þjóðarinnar eiga erfitt með að koma auga á ábyrgð sína. Hjá félögum mínum í Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga er það líklega vegna þess að við könnumst ekki við að hafa sópað til okkar fé annarra, hvorki á tímum „góðæris", fyrr né síðar. Þegar ég lít yfir heildarkjarasamning BHM sem gerður var í lok árs 2005 til þriggja ára, sé ég að taxtahækkanir samkvæmt honum voru 3,25% við undirritun samnings, 2,5% 2006, 2,25% 2007 og 2% 2008. Þetta samsvarar rúmlega 10% hækkun samtals á 3 árum, eða rétt rúmlega 3% hækkun á ári að jafnaði. Í ljós kom síðar að þessar launahækkanir náðu ekki að halda í við hækkun framfærsluvísitölu. Engar greiðslur umfram taxta komu til mín á þessum árum og auðvelt að sjá kjör mín og samstarfsfólksins, þau voru samningstaxtar og ekkert annað. Lífeyrisréttindi hækkuðu ekki hjá ríkisstarfsmönnum á þessum árum. Um leið voru starfsmenntasjóðir eins og Vísindasjóður felldir niður. Ég þarf þó ekki að kvarta. Ég greiddi atkvæði með þessum samningi og vann mína vinnu, sem þá fólst í umsjón með þeim tímarita- og gagnasöfnum sem eru í aðgangi um allt land og kennd við hvar.is. Þessi þjónusta, eins og önnur þjónusta bókasafnanna, er til að styðja við menntun og menningarmál hjá öllum landsmönnum, mikilvæg stoðþjónusta við rannsóknir og vísindi, nýsköpun og þróun í landinu. Þessi þjónusta, eins og allur mennta- og heilbrigðisgeirinn, stóð árið 2008 eins og staðið hafði verið fram að því. Þar var hvergi um gríðareyðslu að ræða og starfsmenn unnu sín verk án þess að sjá nein ofsalaun eða ofsagróða. Þegar þessi laun hafa síðan verið fryst í tvö ár fer ekki hjá því að þau sem vinna samkvæmt þeim kjörum eigi erfitt með að sjá sig í hópi með fjármálageiranum eða stjórnmálafólki, þó einhver úr þeim hópum vilji það. Krafa þessa fólks er sú sama og áður, sanngjörn laun fyrir sína vinnu. Þegar vinnan er stuðningur við mennta- og heilbrigðiskerfi landsins, menningu, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá þarf til þess vel hæft fólk sem hefur háskólanám að baki. Það þarf að greiða því fólki þannig laun að það fáist til vinnu hér. Þetta er hluti af miklu stærra máli, sem er uppbygging í landinu eftir hrun. Ef takast á að lifa hér á þann hátt að fólk vilji almennt búa í landinu, þarf nýsköpun starfa ofan á þann grunn sem við höfum og þróun í þeim atvinnugreinum sem hér eru. Margir sjá fyrir sér nýsköpun og framkvæmdir sem verkefni snillinga sem ekki höfðu tíma eða nennu til að fara í langt skólanám, en það er núna liðin tíð. Nýsköpun verður ekki til án háskólamenntaðs fólks og sama gildir um þróun vöru og þjónustu. Ef þau sem ætla nú að byrja í háskólanámi eiga að sjá fyrir sér að eiga eftir að vinna í landinu, þurfa kjörin að svara lágmarkskröfum svo þetta fólk taki ekki fyrstu vél út að loknu prófi. Þá yrði skarð hoggið í þann hóp fólks sem getur unnið úr þeim viðfangsefnum sem hér bíða. Þeirri skoðun er gjarnan haldið á lofti að skera þurfi niður mikla þjónustu háskólafólks vegna þess að þjóðin hafi ekki efni á henni. Það er morgunljóst að með því að ganga á hlut þjónustu við menntun, heilbrigði, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá kæfir þessi þjóð einfaldlega möguleika sína til að vinna sig út úr tímabundinni kreppu, hvað sem tekur við eftir þann tíma.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar