Þjóðarábyrgð og launamál háskólafólks Sveinn Ólafsson skrifar 3. desember 2010 06:00 Margir líta þannig á að þjóðin beri öll ábyrgð á því sem gerðist í hruninu og að þjóðin verði öll að taka afleiðingum þess, að þjóðin verði öll að leysa úr þeim vanda sem þá varð til. Að vissu marki er þetta rétt en samt mun stór hluti þjóðarinnar eiga erfitt með að koma auga á ábyrgð sína. Hjá félögum mínum í Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga er það líklega vegna þess að við könnumst ekki við að hafa sópað til okkar fé annarra, hvorki á tímum „góðæris", fyrr né síðar. Þegar ég lít yfir heildarkjarasamning BHM sem gerður var í lok árs 2005 til þriggja ára, sé ég að taxtahækkanir samkvæmt honum voru 3,25% við undirritun samnings, 2,5% 2006, 2,25% 2007 og 2% 2008. Þetta samsvarar rúmlega 10% hækkun samtals á 3 árum, eða rétt rúmlega 3% hækkun á ári að jafnaði. Í ljós kom síðar að þessar launahækkanir náðu ekki að halda í við hækkun framfærsluvísitölu. Engar greiðslur umfram taxta komu til mín á þessum árum og auðvelt að sjá kjör mín og samstarfsfólksins, þau voru samningstaxtar og ekkert annað. Lífeyrisréttindi hækkuðu ekki hjá ríkisstarfsmönnum á þessum árum. Um leið voru starfsmenntasjóðir eins og Vísindasjóður felldir niður. Ég þarf þó ekki að kvarta. Ég greiddi atkvæði með þessum samningi og vann mína vinnu, sem þá fólst í umsjón með þeim tímarita- og gagnasöfnum sem eru í aðgangi um allt land og kennd við hvar.is. Þessi þjónusta, eins og önnur þjónusta bókasafnanna, er til að styðja við menntun og menningarmál hjá öllum landsmönnum, mikilvæg stoðþjónusta við rannsóknir og vísindi, nýsköpun og þróun í landinu. Þessi þjónusta, eins og allur mennta- og heilbrigðisgeirinn, stóð árið 2008 eins og staðið hafði verið fram að því. Þar var hvergi um gríðareyðslu að ræða og starfsmenn unnu sín verk án þess að sjá nein ofsalaun eða ofsagróða. Þegar þessi laun hafa síðan verið fryst í tvö ár fer ekki hjá því að þau sem vinna samkvæmt þeim kjörum eigi erfitt með að sjá sig í hópi með fjármálageiranum eða stjórnmálafólki, þó einhver úr þeim hópum vilji það. Krafa þessa fólks er sú sama og áður, sanngjörn laun fyrir sína vinnu. Þegar vinnan er stuðningur við mennta- og heilbrigðiskerfi landsins, menningu, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá þarf til þess vel hæft fólk sem hefur háskólanám að baki. Það þarf að greiða því fólki þannig laun að það fáist til vinnu hér. Þetta er hluti af miklu stærra máli, sem er uppbygging í landinu eftir hrun. Ef takast á að lifa hér á þann hátt að fólk vilji almennt búa í landinu, þarf nýsköpun starfa ofan á þann grunn sem við höfum og þróun í þeim atvinnugreinum sem hér eru. Margir sjá fyrir sér nýsköpun og framkvæmdir sem verkefni snillinga sem ekki höfðu tíma eða nennu til að fara í langt skólanám, en það er núna liðin tíð. Nýsköpun verður ekki til án háskólamenntaðs fólks og sama gildir um þróun vöru og þjónustu. Ef þau sem ætla nú að byrja í háskólanámi eiga að sjá fyrir sér að eiga eftir að vinna í landinu, þurfa kjörin að svara lágmarkskröfum svo þetta fólk taki ekki fyrstu vél út að loknu prófi. Þá yrði skarð hoggið í þann hóp fólks sem getur unnið úr þeim viðfangsefnum sem hér bíða. Þeirri skoðun er gjarnan haldið á lofti að skera þurfi niður mikla þjónustu háskólafólks vegna þess að þjóðin hafi ekki efni á henni. Það er morgunljóst að með því að ganga á hlut þjónustu við menntun, heilbrigði, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá kæfir þessi þjóð einfaldlega möguleika sína til að vinna sig út úr tímabundinni kreppu, hvað sem tekur við eftir þann tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Margir líta þannig á að þjóðin beri öll ábyrgð á því sem gerðist í hruninu og að þjóðin verði öll að taka afleiðingum þess, að þjóðin verði öll að leysa úr þeim vanda sem þá varð til. Að vissu marki er þetta rétt en samt mun stór hluti þjóðarinnar eiga erfitt með að koma auga á ábyrgð sína. Hjá félögum mínum í Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga er það líklega vegna þess að við könnumst ekki við að hafa sópað til okkar fé annarra, hvorki á tímum „góðæris", fyrr né síðar. Þegar ég lít yfir heildarkjarasamning BHM sem gerður var í lok árs 2005 til þriggja ára, sé ég að taxtahækkanir samkvæmt honum voru 3,25% við undirritun samnings, 2,5% 2006, 2,25% 2007 og 2% 2008. Þetta samsvarar rúmlega 10% hækkun samtals á 3 árum, eða rétt rúmlega 3% hækkun á ári að jafnaði. Í ljós kom síðar að þessar launahækkanir náðu ekki að halda í við hækkun framfærsluvísitölu. Engar greiðslur umfram taxta komu til mín á þessum árum og auðvelt að sjá kjör mín og samstarfsfólksins, þau voru samningstaxtar og ekkert annað. Lífeyrisréttindi hækkuðu ekki hjá ríkisstarfsmönnum á þessum árum. Um leið voru starfsmenntasjóðir eins og Vísindasjóður felldir niður. Ég þarf þó ekki að kvarta. Ég greiddi atkvæði með þessum samningi og vann mína vinnu, sem þá fólst í umsjón með þeim tímarita- og gagnasöfnum sem eru í aðgangi um allt land og kennd við hvar.is. Þessi þjónusta, eins og önnur þjónusta bókasafnanna, er til að styðja við menntun og menningarmál hjá öllum landsmönnum, mikilvæg stoðþjónusta við rannsóknir og vísindi, nýsköpun og þróun í landinu. Þessi þjónusta, eins og allur mennta- og heilbrigðisgeirinn, stóð árið 2008 eins og staðið hafði verið fram að því. Þar var hvergi um gríðareyðslu að ræða og starfsmenn unnu sín verk án þess að sjá nein ofsalaun eða ofsagróða. Þegar þessi laun hafa síðan verið fryst í tvö ár fer ekki hjá því að þau sem vinna samkvæmt þeim kjörum eigi erfitt með að sjá sig í hópi með fjármálageiranum eða stjórnmálafólki, þó einhver úr þeim hópum vilji það. Krafa þessa fólks er sú sama og áður, sanngjörn laun fyrir sína vinnu. Þegar vinnan er stuðningur við mennta- og heilbrigðiskerfi landsins, menningu, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá þarf til þess vel hæft fólk sem hefur háskólanám að baki. Það þarf að greiða því fólki þannig laun að það fáist til vinnu hér. Þetta er hluti af miklu stærra máli, sem er uppbygging í landinu eftir hrun. Ef takast á að lifa hér á þann hátt að fólk vilji almennt búa í landinu, þarf nýsköpun starfa ofan á þann grunn sem við höfum og þróun í þeim atvinnugreinum sem hér eru. Margir sjá fyrir sér nýsköpun og framkvæmdir sem verkefni snillinga sem ekki höfðu tíma eða nennu til að fara í langt skólanám, en það er núna liðin tíð. Nýsköpun verður ekki til án háskólamenntaðs fólks og sama gildir um þróun vöru og þjónustu. Ef þau sem ætla nú að byrja í háskólanámi eiga að sjá fyrir sér að eiga eftir að vinna í landinu, þurfa kjörin að svara lágmarkskröfum svo þetta fólk taki ekki fyrstu vél út að loknu prófi. Þá yrði skarð hoggið í þann hóp fólks sem getur unnið úr þeim viðfangsefnum sem hér bíða. Þeirri skoðun er gjarnan haldið á lofti að skera þurfi niður mikla þjónustu háskólafólks vegna þess að þjóðin hafi ekki efni á henni. Það er morgunljóst að með því að ganga á hlut þjónustu við menntun, heilbrigði, rannsóknir, nýsköpun og þróun, þá kæfir þessi þjóð einfaldlega möguleika sína til að vinna sig út úr tímabundinni kreppu, hvað sem tekur við eftir þann tíma.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun