Stóryrði dósentsins Bjarni Harðarson skrifar 3. desember 2010 06:30 Gauti Kristmannsson dósent í þýðingarfræðum sendir undirrituðum heldur óblíðar kveðjur í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Tilefnið er greinakorn sem undirritaður skrifaði í Morgunblaðið. Þar fjallaði ég aðeins um þá órækt sem yrði í tungumáli okkar ef reglugerðarþýðingar vegna ESB aðildar fá að móta hana og verða aflvaki í þróun íslenskunnar, eins og skilja mátti af orðum dósentsins sjálfs í viðtali fyrir skemmstu. Vegna þessa velur Gauti mér einkunnir eins og þær að ég fari með hálfsannleik, óvinahatur og sögufölsun. Hér er hátt til höggs reitt en minna um rökstuðning. Það helst að í greininni sé vikið að meintum hálfsannleik þar sem ég hafi sagt að kostnaður Íslands við þýðingar muni vaxa við inngöngu í ESB. Um það segir dósentinn: "Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það." Ekki veit ég hvað orðið hálfsannleikur þýðir hjá lektorum við Háskóla Íslands en í mínu móðurmáli nær það yfir þann útúrsnúning staðreyndar sem gerir lygi að sannleika. Allir Evrópufræðingar sem um hafa fjallað viðurkenna fúslega að Ísland muni væntanlega greiða heldur meira til ESB en það fengi í staðin. Hluti af greiðslum okkar eins og annarra þjóða fara til hins mikilvirka þýðingastarfs ESB. Það er barnalegur málflutningur að telja að peningar verði til í höfuðstöðvum Evrópusambandsins og ekki sannleikanum samkvæmt að halda því fram að Íslendingar spari sér fé með því að ganga þar inn. Seinni hluta greinar sinnar eyðir dósentinn síðan í að færa rök fyrir að þvælulegur málstíll 18. aldar og stofnanamál nútímans sé einhverskonar hugarburður eða sögufölsun upplýsingafulltrúa sem aldrei lesi neinar upplýsingar. Þær bollaleggingar allar læt ég lesendum Fréttablaðsins eftir að dæma. Óvinahatrinu gleymir greinarhöfundur síðan að ræða frekar en gert er í inngangi og er hér fyrirgefið, enda hefur mér aldrei dottið í hug sú fyrra að hatast við nokkurn mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Gauti Kristmannsson dósent í þýðingarfræðum sendir undirrituðum heldur óblíðar kveðjur í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Tilefnið er greinakorn sem undirritaður skrifaði í Morgunblaðið. Þar fjallaði ég aðeins um þá órækt sem yrði í tungumáli okkar ef reglugerðarþýðingar vegna ESB aðildar fá að móta hana og verða aflvaki í þróun íslenskunnar, eins og skilja mátti af orðum dósentsins sjálfs í viðtali fyrir skemmstu. Vegna þessa velur Gauti mér einkunnir eins og þær að ég fari með hálfsannleik, óvinahatur og sögufölsun. Hér er hátt til höggs reitt en minna um rökstuðning. Það helst að í greininni sé vikið að meintum hálfsannleik þar sem ég hafi sagt að kostnaður Íslands við þýðingar muni vaxa við inngöngu í ESB. Um það segir dósentinn: "Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það." Ekki veit ég hvað orðið hálfsannleikur þýðir hjá lektorum við Háskóla Íslands en í mínu móðurmáli nær það yfir þann útúrsnúning staðreyndar sem gerir lygi að sannleika. Allir Evrópufræðingar sem um hafa fjallað viðurkenna fúslega að Ísland muni væntanlega greiða heldur meira til ESB en það fengi í staðin. Hluti af greiðslum okkar eins og annarra þjóða fara til hins mikilvirka þýðingastarfs ESB. Það er barnalegur málflutningur að telja að peningar verði til í höfuðstöðvum Evrópusambandsins og ekki sannleikanum samkvæmt að halda því fram að Íslendingar spari sér fé með því að ganga þar inn. Seinni hluta greinar sinnar eyðir dósentinn síðan í að færa rök fyrir að þvælulegur málstíll 18. aldar og stofnanamál nútímans sé einhverskonar hugarburður eða sögufölsun upplýsingafulltrúa sem aldrei lesi neinar upplýsingar. Þær bollaleggingar allar læt ég lesendum Fréttablaðsins eftir að dæma. Óvinahatrinu gleymir greinarhöfundur síðan að ræða frekar en gert er í inngangi og er hér fyrirgefið, enda hefur mér aldrei dottið í hug sú fyrra að hatast við nokkurn mann.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar