Stóryrði dósentsins Bjarni Harðarson skrifar 3. desember 2010 06:30 Gauti Kristmannsson dósent í þýðingarfræðum sendir undirrituðum heldur óblíðar kveðjur í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Tilefnið er greinakorn sem undirritaður skrifaði í Morgunblaðið. Þar fjallaði ég aðeins um þá órækt sem yrði í tungumáli okkar ef reglugerðarþýðingar vegna ESB aðildar fá að móta hana og verða aflvaki í þróun íslenskunnar, eins og skilja mátti af orðum dósentsins sjálfs í viðtali fyrir skemmstu. Vegna þessa velur Gauti mér einkunnir eins og þær að ég fari með hálfsannleik, óvinahatur og sögufölsun. Hér er hátt til höggs reitt en minna um rökstuðning. Það helst að í greininni sé vikið að meintum hálfsannleik þar sem ég hafi sagt að kostnaður Íslands við þýðingar muni vaxa við inngöngu í ESB. Um það segir dósentinn: "Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það." Ekki veit ég hvað orðið hálfsannleikur þýðir hjá lektorum við Háskóla Íslands en í mínu móðurmáli nær það yfir þann útúrsnúning staðreyndar sem gerir lygi að sannleika. Allir Evrópufræðingar sem um hafa fjallað viðurkenna fúslega að Ísland muni væntanlega greiða heldur meira til ESB en það fengi í staðin. Hluti af greiðslum okkar eins og annarra þjóða fara til hins mikilvirka þýðingastarfs ESB. Það er barnalegur málflutningur að telja að peningar verði til í höfuðstöðvum Evrópusambandsins og ekki sannleikanum samkvæmt að halda því fram að Íslendingar spari sér fé með því að ganga þar inn. Seinni hluta greinar sinnar eyðir dósentinn síðan í að færa rök fyrir að þvælulegur málstíll 18. aldar og stofnanamál nútímans sé einhverskonar hugarburður eða sögufölsun upplýsingafulltrúa sem aldrei lesi neinar upplýsingar. Þær bollaleggingar allar læt ég lesendum Fréttablaðsins eftir að dæma. Óvinahatrinu gleymir greinarhöfundur síðan að ræða frekar en gert er í inngangi og er hér fyrirgefið, enda hefur mér aldrei dottið í hug sú fyrra að hatast við nokkurn mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Gauti Kristmannsson dósent í þýðingarfræðum sendir undirrituðum heldur óblíðar kveðjur í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Tilefnið er greinakorn sem undirritaður skrifaði í Morgunblaðið. Þar fjallaði ég aðeins um þá órækt sem yrði í tungumáli okkar ef reglugerðarþýðingar vegna ESB aðildar fá að móta hana og verða aflvaki í þróun íslenskunnar, eins og skilja mátti af orðum dósentsins sjálfs í viðtali fyrir skemmstu. Vegna þessa velur Gauti mér einkunnir eins og þær að ég fari með hálfsannleik, óvinahatur og sögufölsun. Hér er hátt til höggs reitt en minna um rökstuðning. Það helst að í greininni sé vikið að meintum hálfsannleik þar sem ég hafi sagt að kostnaður Íslands við þýðingar muni vaxa við inngöngu í ESB. Um það segir dósentinn: "Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það." Ekki veit ég hvað orðið hálfsannleikur þýðir hjá lektorum við Háskóla Íslands en í mínu móðurmáli nær það yfir þann útúrsnúning staðreyndar sem gerir lygi að sannleika. Allir Evrópufræðingar sem um hafa fjallað viðurkenna fúslega að Ísland muni væntanlega greiða heldur meira til ESB en það fengi í staðin. Hluti af greiðslum okkar eins og annarra þjóða fara til hins mikilvirka þýðingastarfs ESB. Það er barnalegur málflutningur að telja að peningar verði til í höfuðstöðvum Evrópusambandsins og ekki sannleikanum samkvæmt að halda því fram að Íslendingar spari sér fé með því að ganga þar inn. Seinni hluta greinar sinnar eyðir dósentinn síðan í að færa rök fyrir að þvælulegur málstíll 18. aldar og stofnanamál nútímans sé einhverskonar hugarburður eða sögufölsun upplýsingafulltrúa sem aldrei lesi neinar upplýsingar. Þær bollaleggingar allar læt ég lesendum Fréttablaðsins eftir að dæma. Óvinahatrinu gleymir greinarhöfundur síðan að ræða frekar en gert er í inngangi og er hér fyrirgefið, enda hefur mér aldrei dottið í hug sú fyrra að hatast við nokkurn mann.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun