Stóryrði dósentsins Bjarni Harðarson skrifar 3. desember 2010 06:30 Gauti Kristmannsson dósent í þýðingarfræðum sendir undirrituðum heldur óblíðar kveðjur í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Tilefnið er greinakorn sem undirritaður skrifaði í Morgunblaðið. Þar fjallaði ég aðeins um þá órækt sem yrði í tungumáli okkar ef reglugerðarþýðingar vegna ESB aðildar fá að móta hana og verða aflvaki í þróun íslenskunnar, eins og skilja mátti af orðum dósentsins sjálfs í viðtali fyrir skemmstu. Vegna þessa velur Gauti mér einkunnir eins og þær að ég fari með hálfsannleik, óvinahatur og sögufölsun. Hér er hátt til höggs reitt en minna um rökstuðning. Það helst að í greininni sé vikið að meintum hálfsannleik þar sem ég hafi sagt að kostnaður Íslands við þýðingar muni vaxa við inngöngu í ESB. Um það segir dósentinn: "Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það." Ekki veit ég hvað orðið hálfsannleikur þýðir hjá lektorum við Háskóla Íslands en í mínu móðurmáli nær það yfir þann útúrsnúning staðreyndar sem gerir lygi að sannleika. Allir Evrópufræðingar sem um hafa fjallað viðurkenna fúslega að Ísland muni væntanlega greiða heldur meira til ESB en það fengi í staðin. Hluti af greiðslum okkar eins og annarra þjóða fara til hins mikilvirka þýðingastarfs ESB. Það er barnalegur málflutningur að telja að peningar verði til í höfuðstöðvum Evrópusambandsins og ekki sannleikanum samkvæmt að halda því fram að Íslendingar spari sér fé með því að ganga þar inn. Seinni hluta greinar sinnar eyðir dósentinn síðan í að færa rök fyrir að þvælulegur málstíll 18. aldar og stofnanamál nútímans sé einhverskonar hugarburður eða sögufölsun upplýsingafulltrúa sem aldrei lesi neinar upplýsingar. Þær bollaleggingar allar læt ég lesendum Fréttablaðsins eftir að dæma. Óvinahatrinu gleymir greinarhöfundur síðan að ræða frekar en gert er í inngangi og er hér fyrirgefið, enda hefur mér aldrei dottið í hug sú fyrra að hatast við nokkurn mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Gauti Kristmannsson dósent í þýðingarfræðum sendir undirrituðum heldur óblíðar kveðjur í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Tilefnið er greinakorn sem undirritaður skrifaði í Morgunblaðið. Þar fjallaði ég aðeins um þá órækt sem yrði í tungumáli okkar ef reglugerðarþýðingar vegna ESB aðildar fá að móta hana og verða aflvaki í þróun íslenskunnar, eins og skilja mátti af orðum dósentsins sjálfs í viðtali fyrir skemmstu. Vegna þessa velur Gauti mér einkunnir eins og þær að ég fari með hálfsannleik, óvinahatur og sögufölsun. Hér er hátt til höggs reitt en minna um rökstuðning. Það helst að í greininni sé vikið að meintum hálfsannleik þar sem ég hafi sagt að kostnaður Íslands við þýðingar muni vaxa við inngöngu í ESB. Um það segir dósentinn: "Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það." Ekki veit ég hvað orðið hálfsannleikur þýðir hjá lektorum við Háskóla Íslands en í mínu móðurmáli nær það yfir þann útúrsnúning staðreyndar sem gerir lygi að sannleika. Allir Evrópufræðingar sem um hafa fjallað viðurkenna fúslega að Ísland muni væntanlega greiða heldur meira til ESB en það fengi í staðin. Hluti af greiðslum okkar eins og annarra þjóða fara til hins mikilvirka þýðingastarfs ESB. Það er barnalegur málflutningur að telja að peningar verði til í höfuðstöðvum Evrópusambandsins og ekki sannleikanum samkvæmt að halda því fram að Íslendingar spari sér fé með því að ganga þar inn. Seinni hluta greinar sinnar eyðir dósentinn síðan í að færa rök fyrir að þvælulegur málstíll 18. aldar og stofnanamál nútímans sé einhverskonar hugarburður eða sögufölsun upplýsingafulltrúa sem aldrei lesi neinar upplýsingar. Þær bollaleggingar allar læt ég lesendum Fréttablaðsins eftir að dæma. Óvinahatrinu gleymir greinarhöfundur síðan að ræða frekar en gert er í inngangi og er hér fyrirgefið, enda hefur mér aldrei dottið í hug sú fyrra að hatast við nokkurn mann.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar