Erlent

Einsog við sögðum fyrir fjörutíu árum...

Óli Tynes skrifar
Íbúum í Missisippi gengur hægt að komast inn í nítjándu öldina.
Íbúum í Missisippi gengur hægt að komast inn í nítjándu öldina.

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur skipað skólayfirvöldum til sveitar í Missisippi að hlýða fjörutíu ára gamalli tilskipun Bandaríkjaþings um að hætta að aðskilja kynþætti í skólum.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið sakaði skólayfirvöld í Walthall sýslu um að leyfa 300 hvítum nemendum að sækja skóla utan síns umdæmis.

Með þessu hafi kynþáttasamsetningu skóla verið breytt. Þrír aðrir skólar voru sakaðir um að safna hvítum nemendum saman í sérstaka bekki og svörtum í aðra.

Morð ýttu á þingið

Missisippi var í fremstu víglínu gegn jafnréttisbaráttu blökkumanna á sjötta áratug síðustu aldar. Þrír jafnréttisbaráttumenn voru myrtir þar árið 1964.

Það var eitt af því sem ýtti á Bandaríska þingið að banna aðskilnað kynþátta í skólum, á vinnustað og á opinberum stöðum.

Hinum góðu íbúum Missisippis hefur gengið fremur seint að fatta þetta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×