Erlent

Flugvelli lokað í Berlín vegna sprengju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegar snúa aftur að Tegel eftir að hann opnaði. Mynd/ AFP
Farþegar snúa aftur að Tegel eftir að hann opnaði. Mynd/ AFP
Tegel flugvelli í Berlín var lokað um skamma stund í dag eftir að nokkurra hundruða kílóa þung sprengja fannst þar. Á meðan gat engin flugvél farið á loft og engin mátti lenda. Allar leiðir voru lokaðar. Samkvæmt fréttum AP fréttastofunnar var um að ræða sprengju frá Seinni heimsstyrjöld.

Talsmaður þýsku lögreglunnar segir að sprengjan vegi um 250 kíló. Þýskir fjölmiðlar sögðu fyrst eftir að sprengjan fannst að flugvöllurinn yrði lokaður í mest allt kvöld en klukkan hálfátta að staðartíma var hann opnaður aftur.

Um 14 milljónir farþega fara á hverju ári um Tegel flugvöllinn og er hann stærsti flugvöllurinn í Berlín. Um næst stærsta flugvöllinn, Schoenfeld, fara um 6,6 milljónir farþega á hverju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×