Innlent

Segir forráðamenn Sólheima á hálum ís

Valur Grettisson skrifar
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

„Þetta er ótrúleg framkoma við fólk - við skjólstæðinga," skrifar Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á bloggsvæði sitt á Eyjunni.

Þar gagnrýnir hún forráðamenn Sólheima í Grímsnesi harðlega og segir þá á hálum ís en þeir héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að þjónustu við fatlaða yrði hætt vegna þess að félagsmálaráðuneytið hefði tilkynnt að fjárveitingar til Sólheima féllu niður um áramótin.

Ólína skrifar á bloggið sitt:

„Málið snýst um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir sama fjármagni til heimilisins og verið hefur undanfarin ár. Sú „alvarlega staða" sem forsvarsmenn Sólheima tala um í fréttum er stormur í vatnsglasi - og sé hún jafn alvarleg og þeir vilja meina, þá er lágmark að málið sé rætt á vitrænum forsendum hjá þeim sem hafa raunverulega um framtíð heimilisins að segja. En að beita fyrir sig varnarlausu fólki og misnota tilfinningalíf þess með þeim hætti sem hér er gert, það er ekki boðleg aðferð."

Þá sakar Ólina forráðmenn um að skapa óöryggi og ótta hjá heimilismönnum Sólheima.

„Vistfólk á Sólheimum á það síst skilið að vera notað með þessum hætti í deilu forsvarsmanna heimilisins við stjórnvöld," skrifar hún svo.

Hún vandar forráðamönnum ekki kveðjurnar í lokin og skrifar:

„Sólheimar í Grímsnesi voru stofnaðir með göfugt markmið á sínum tíma. Það væri óskandi að menn einbeittu sér nú að hinum háleitari markmiðum starfseminnar."

Pistilinn má lesa hér í heild.


Tengdar fréttir

Rekstri Sólheima hætt - áfallateymi hjálpar íbúum

Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi tilkynnti á blaðamannafundi í Iðu fyrir stundu að ráðið hefði samþykkt að að heimila framkvæmdastjórn heimilsins að ssegja upp þjónustu við fatlaða.

Óttast lokun Sólheima

Framkvæmdastjórn Sólheima hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×