Lífið

Stones undirbúa nýja plötu

Keith Richards vill hitta söngvarann Mick Jagger og ræða við hann um nýja plötu. Nordicphotos/Afp
Keith Richards vill hitta söngvarann Mick Jagger og ræða við hann um nýja plötu. Nordicphotos/Afp

Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, ætlar að hitta söngvarann Mick Jagger í næstu viku og ræða upptökur á nýrri plötu. Vonast hann til að Jagger gefi grænt ljós á verkefnið.

„Allir verða að hafa áhuga á að gera plötu og oftast bíð ég eftir að Mick hringi í mig og segi: „Við skulum gera eitthvað"," sagði Richards. „Ég er alltaf að vinna og er með fullt af hugmyndum. Ég hef bara ekki sett þær á blað enn þá með Mick."

Fimm ár eru liðin síðan síðasta hljóðversplata Stones, A Bigger Bang, kom út. Hér er hægt að sjá myndbandið við einn smell plötunnar, Rain Fall Down.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.