Júlí bleytir dansgólf 25. febrúar 2010 05:00 Júlí Heiðar með vinkonum sínum. Frumflytur hálftíma af nýjum lögum. Mikil uppsveifla er um þessar mundir í íslensku tæknivæddu poppi, sem helst fær athygli á útvarpsstöðvunum FM957 og Flash. Í kvöld verða haldnir tónleikar á Apótekinu, þar sem nokkrir þessara poppara sýna listir sínar. Aðaltónlistarmaður kvöldsins er Júlí Heiðar, en hann hefur að undanförnu verið að skjótast upp á stjörnuhimin íslenskra unglinga. Júlí sver sig í ætt við fyrirbæri eins og Silvíu Nótt og Gillzenegger og ekki er alveg á hreinu hvort hann er algjörlega einlægur í yfirgengilegum töffaraskap sínum og karlrembu. Júlí hefur að minnsta kosti vakið athygli. Á aðeins þremur mánuðum hefur hann náð að spila á þremur framhaldsskólaböllum, fengið nær 40 þúsund spilanir á lög eins og „Nýja hún“ og „Blautt dansgólf“ á Youtube, komið fram á fjölmörgum skemmtistöðum, verið hent út af Nasa fyrir ósiðsamlega hegðun á sviði auk þess sem það eru til fimmtán aðdáendasíður og grúppur um hann á samskiptavefnum Facebook. Júlí ætlar að frumflytja um það bil hálftíma af nýjum lögum. Auk Júlí koma fram rapparinn Gummzter og Kristmundur Axel, sem gert hefur garðinn frægan í undirheimum rappsins. Sérstakur heiðursgestur á tónleikunum er sjálfur Haffi Haff. Tvennir tónleikar eru í boði. Þeir fyrri eru fyrir 13-16 ára unglinga og eru frá kl. 18 til 20.30. Seinni tónleikarnir eru fyrir 16 ára og eldri og standa yfir frá kl. 21 til miðnættis. Forsala miða fer fram í Outfitters Nation í Kringlunni. - drg Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Mikil uppsveifla er um þessar mundir í íslensku tæknivæddu poppi, sem helst fær athygli á útvarpsstöðvunum FM957 og Flash. Í kvöld verða haldnir tónleikar á Apótekinu, þar sem nokkrir þessara poppara sýna listir sínar. Aðaltónlistarmaður kvöldsins er Júlí Heiðar, en hann hefur að undanförnu verið að skjótast upp á stjörnuhimin íslenskra unglinga. Júlí sver sig í ætt við fyrirbæri eins og Silvíu Nótt og Gillzenegger og ekki er alveg á hreinu hvort hann er algjörlega einlægur í yfirgengilegum töffaraskap sínum og karlrembu. Júlí hefur að minnsta kosti vakið athygli. Á aðeins þremur mánuðum hefur hann náð að spila á þremur framhaldsskólaböllum, fengið nær 40 þúsund spilanir á lög eins og „Nýja hún“ og „Blautt dansgólf“ á Youtube, komið fram á fjölmörgum skemmtistöðum, verið hent út af Nasa fyrir ósiðsamlega hegðun á sviði auk þess sem það eru til fimmtán aðdáendasíður og grúppur um hann á samskiptavefnum Facebook. Júlí ætlar að frumflytja um það bil hálftíma af nýjum lögum. Auk Júlí koma fram rapparinn Gummzter og Kristmundur Axel, sem gert hefur garðinn frægan í undirheimum rappsins. Sérstakur heiðursgestur á tónleikunum er sjálfur Haffi Haff. Tvennir tónleikar eru í boði. Þeir fyrri eru fyrir 13-16 ára unglinga og eru frá kl. 18 til 20.30. Seinni tónleikarnir eru fyrir 16 ára og eldri og standa yfir frá kl. 21 til miðnættis. Forsala miða fer fram í Outfitters Nation í Kringlunni. - drg
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira