Landsliðskokkur dæmir í súpukeppni Grundfirðinga 25. febrúar 2010 04:15 Gleði á grundarfirði Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar, segir keppnina vera til þess gerða að heimamenn fái að kynnast gestum sínum betur.Fréttablaðið/stefán Kvikmyndahátíðin Northern Wave Film Festival er haldin í þriðja sinn dagana 5. til 7. mars næstkomandi. Hátíðin er haldin á Grundarfirði og í ár verður bryddað upp á skemmtilegri nýjung því á föstudagskvöldinu munu heimamenn keppa í fiskisúpugerð og mun landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran tilnefna sigurvegarann. Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri Northern Wave Film Festival, segir fiskisúpukeppnina vera til þess gerða að gefa Grundfirðingum tækifæri til að kynnast gestum sínum og bjóða þá velkomna. Þetta er í fyrsta sinn sem slík súpukeppni er haldin á Grundarfirði og að sögn Daggar er þátttaka góð. „Miðað við þann fjölda sem hefur skráð sig til leiks þá ættu menn að geta borðað sig metta af súpu. Fólk getur svo greitt uppáhaldssúpunni sinni atkvæði en úrslitavaldið hefur Hrefna Rósa. Við erum með góð tengsl við menn í fiskvinnslunni á Grundarfirði og þeir munu sjá um að útvega hráefni í súpurnar,“ segir Dögg. Hún mælir með að fólk mæti vel klætt því súpukeppnin verður haldin inni í fiskmarkaði Grundarfjarðar sem er niðri við höfn. Aðspurð segir hún sjö manns þegar hafa skráð sig í keppnina en gera megi ráð fyrir því að fleiri bætist í þann hóp á næstu dögum. Listamaðurinn Humanizer mun leika tónlist með karíbaívafi fyrir gesti og að auki verður boðið upp á snafs til að halda hita á mönnum. Hrefna Rósa segist hlakka mikið til að bragða þær fiskisúpur sem í boði verða. „Ég verð enginn Gordon Ramsey en ég mun taka dómarahlutverkið mjög alvarlega. Mér finnst alltaf gaman þegar almenningur tekur sig til og gerir eitthvað svona og oftar en ekki fær maður skemmtilegar hugmyndir í leiðinni,“ segir hún. Að fiskisúpukeppninni lokinni verður haldið ball á nærliggjandi kaffihúsi þar sem heimamenn og gestir geta dansað saman inn í nóttina. Frítt er inn á Northern Wave Film Festival og að sögn Daggar er enn eitthvað um laust gistirými í bænum. sara@frettabladid.is Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Kvikmyndahátíðin Northern Wave Film Festival er haldin í þriðja sinn dagana 5. til 7. mars næstkomandi. Hátíðin er haldin á Grundarfirði og í ár verður bryddað upp á skemmtilegri nýjung því á föstudagskvöldinu munu heimamenn keppa í fiskisúpugerð og mun landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran tilnefna sigurvegarann. Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri Northern Wave Film Festival, segir fiskisúpukeppnina vera til þess gerða að gefa Grundfirðingum tækifæri til að kynnast gestum sínum og bjóða þá velkomna. Þetta er í fyrsta sinn sem slík súpukeppni er haldin á Grundarfirði og að sögn Daggar er þátttaka góð. „Miðað við þann fjölda sem hefur skráð sig til leiks þá ættu menn að geta borðað sig metta af súpu. Fólk getur svo greitt uppáhaldssúpunni sinni atkvæði en úrslitavaldið hefur Hrefna Rósa. Við erum með góð tengsl við menn í fiskvinnslunni á Grundarfirði og þeir munu sjá um að útvega hráefni í súpurnar,“ segir Dögg. Hún mælir með að fólk mæti vel klætt því súpukeppnin verður haldin inni í fiskmarkaði Grundarfjarðar sem er niðri við höfn. Aðspurð segir hún sjö manns þegar hafa skráð sig í keppnina en gera megi ráð fyrir því að fleiri bætist í þann hóp á næstu dögum. Listamaðurinn Humanizer mun leika tónlist með karíbaívafi fyrir gesti og að auki verður boðið upp á snafs til að halda hita á mönnum. Hrefna Rósa segist hlakka mikið til að bragða þær fiskisúpur sem í boði verða. „Ég verð enginn Gordon Ramsey en ég mun taka dómarahlutverkið mjög alvarlega. Mér finnst alltaf gaman þegar almenningur tekur sig til og gerir eitthvað svona og oftar en ekki fær maður skemmtilegar hugmyndir í leiðinni,“ segir hún. Að fiskisúpukeppninni lokinni verður haldið ball á nærliggjandi kaffihúsi þar sem heimamenn og gestir geta dansað saman inn í nóttina. Frítt er inn á Northern Wave Film Festival og að sögn Daggar er enn eitthvað um laust gistirými í bænum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira