Erlent

Skiltaþjófurinn framseldur til Póllands

Auschwitz í Póllandi. Mynd/ AFP.
Auschwitz í Póllandi. Mynd/ AFP.
Sænskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa skipulagt þjófnaðinn á Arbeit macht frei skiltinu í Auschwitz var framseldur til Póllands í vikunni.

Maðurinn heitir Anders Hogstrom og er 34 ára gamall. Hann var framseldur á föstudaginn og fluttur til Varsjár og þaðan til Kraká þar sem hann var yfirheyrður. Fimm Pólverjar hafa þegar verið handteknir vegna málsins en lögreglan telur að þeir hafa tekið að sér að stela skiltinu fyrir safnara í Svíþjóð.

Anders Hogstrom er svo grunaður um vera milligöngumaður þjófanna og safnarans en Anders þessi er þekktur nýnasisti í Svíþjóð og stofnaði meðal annars nýnasistaflokk árið 1994. Hann neitar allri sök en gæti verið dæmdur í allt að 10 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um aðild að málinu.

Arbeit mach frei, skiltinu var skipt niður í þrjá parta af þjófunum og þannig átti að flytja það úr landi. Skiltið er nú í viðgerð og eftirlíkingu hefur verið komið fyrir í Auschwitz á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×