Smánarblettur á sögu Íslands Hjörtur Smárason skrifar 25. nóvember 2010 15:04 Ísland hefur sem herlaust land sem aldrei hefur átt í stíði ímynd friðarríkis. Ísland er staðurinn þar sem Reagan og Gorbatsjov funduðu um afvopnunarmál árið 1986, fundur sem sagnfræðingar álíta að hafi verið tímamótafundur þó lítið virtist hafa áunnist á honum í fyrstu. Ísland er landið sem Yoko Ono valdi fyrir friðarverðlaunin sín og friðarsúluna. Frá upphafi byggðar hafði Ísland aldrei sagt öðru ríki stríð á hendur, þar til að tveir stjórnmálamenn ákváðu á eigin spýtur að að slást í hóp þjóða og lýsa yfir stríði á hendur fjarlægu landi. Stríð sem var byggt á röngum forsendum. Stríð sem Ísland hafði ekkert erindi í. Ákvörðun sem var brot á lögum. Ákvörðun sem setti Ísland í stöðu sem það hefur enga burði til að vera í. Ákvörðun sem setti Ísland á hugsanlega skotlista hryðjuverkamanna og þjóðina í óþarfa hættu. Til að tryggja öryggi Íslands, lítillar, fámennar þjóðar, er mikilvægt að bætt verði inn erindi inn í íslensku stjórnarskrána sem banni ríkinu að koma sér upp her og styðja með beinum hætti við hernað. Ísland getur aldrei varið sig og á því að forðast það í lengstu lög að koma sér í aðstöðu þar sem á því er þörf. Ísland getur á hinn bóginn orðið talsmaður friðar og fyrirmynd annarra á því sviði. Það er hlutverk sem Ísland getur mun frekar staðið undir. Ég hef því lagt til að eftirfarandi ákvæði verði komið inn í stjórnarskrá Íslands: Íslenska þjóðin hafnar um ókomna framtíð hernaði eða hótunum um hernað sem leið til lausnar á alþjóðlegum deilum. Íslenska ríkið skal ávallt vinna að friði í heiminum og hefur ekki heimild til þess að setja upp her né að taka þátt í eða styðja með beinum hætti hernaðarátök. Ég óska eftir stuðningi þínum í eitt af efstu sætunum þann 27. nóvember Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ísland hefur sem herlaust land sem aldrei hefur átt í stíði ímynd friðarríkis. Ísland er staðurinn þar sem Reagan og Gorbatsjov funduðu um afvopnunarmál árið 1986, fundur sem sagnfræðingar álíta að hafi verið tímamótafundur þó lítið virtist hafa áunnist á honum í fyrstu. Ísland er landið sem Yoko Ono valdi fyrir friðarverðlaunin sín og friðarsúluna. Frá upphafi byggðar hafði Ísland aldrei sagt öðru ríki stríð á hendur, þar til að tveir stjórnmálamenn ákváðu á eigin spýtur að að slást í hóp þjóða og lýsa yfir stríði á hendur fjarlægu landi. Stríð sem var byggt á röngum forsendum. Stríð sem Ísland hafði ekkert erindi í. Ákvörðun sem var brot á lögum. Ákvörðun sem setti Ísland í stöðu sem það hefur enga burði til að vera í. Ákvörðun sem setti Ísland á hugsanlega skotlista hryðjuverkamanna og þjóðina í óþarfa hættu. Til að tryggja öryggi Íslands, lítillar, fámennar þjóðar, er mikilvægt að bætt verði inn erindi inn í íslensku stjórnarskrána sem banni ríkinu að koma sér upp her og styðja með beinum hætti við hernað. Ísland getur aldrei varið sig og á því að forðast það í lengstu lög að koma sér í aðstöðu þar sem á því er þörf. Ísland getur á hinn bóginn orðið talsmaður friðar og fyrirmynd annarra á því sviði. Það er hlutverk sem Ísland getur mun frekar staðið undir. Ég hef því lagt til að eftirfarandi ákvæði verði komið inn í stjórnarskrá Íslands: Íslenska þjóðin hafnar um ókomna framtíð hernaði eða hótunum um hernað sem leið til lausnar á alþjóðlegum deilum. Íslenska ríkið skal ávallt vinna að friði í heiminum og hefur ekki heimild til þess að setja upp her né að taka þátt í eða styðja með beinum hætti hernaðarátök. Ég óska eftir stuðningi þínum í eitt af efstu sætunum þann 27. nóvember
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar