Erlent

Fjörutíu óvinir fréttafrelsis

Hu Jintao og Vladimír Pútín Báðir á listanum.nordicphotos/AFP
Hu Jintao og Vladimír Pútín Báðir á listanum.nordicphotos/AFP
Alþjóðlegu samtökin Fréttamenn án landamæra hafa sett Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, og Hu Jintao Kínaforseta á lista sinn yfir helstu óvini fjölmiðlafrelsis.

Á listanum eru 40 stjórnmálamenn, embættismenn, trúarleiðtogar, herflokkar og glæpasamtök sem „geta ekki þolað fjölmiðla, líta á þá sem óvini sína og ráðast beint á fréttamenn".

Af öðrum á listanum í ár má einnig nefna Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta og Robert Mugabe, forseta Simbabve.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×