Fylgjum eftir stefnu Vísinda- og tækniráðs! 30. október 2010 06:00 Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskólarannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vísinda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og samþykkt í lok síðasta árs. Þar er lögð áhersla á að draga fram þann styrk sem býr í íslensku vísinda- og nýsköpunarsamfélagi, og leita leiða til að leysa þann styrk úr læðingi nú þegar við þurfum á nýjum tækifærum að halda. Lönd sem lenda í viðlíka efnahagshremmingum og við, leitast við að forgangsraða þessum málaflokki og standa vörð um fjárveitingar til menntakerfisins, vísinda og nýsköpunar, því að á þeim sviðum verða til efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti sem koma þjóðum upp úr kyrrstöðu og kreppu. Við þurfum ekki að líta lengra en til granna okkar Svía og Finna. Stefna ráðsins hefur þrjú einföld leiðarljós. Í fyrsta lagi er hvatt til samstarfs. Vísinda- og nýsköpunarkerfið er brotakennt; háskólar litlir og margir, stofnanir enn fleiri, starfsstöðvar um allt land mjög fámennar, starfsemin dreifð og sjóðakerfið margslungið. Í öðru lagi er í stefnunni lögð áhersla á að allt vísinda- og nýsköpunarstarf verði að standast alþjóðlegar gæðakröfur. Þegar draga þarf úr ríkisútgjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda- og nýsköpunarstarfs og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri og ávinningi fyrir samfélagið - að við treystum okkur til að láta gæðamat ráða för, helst með því að nota erlenda matsaðila eins og gert er nú hjá Rannsóknasjóði. Ráðið leggur áherslu á að aukinn hluti opinberra fjárveitinga - ekki aðeins til sjóða heldur einnig til háskóla og stofnana - verði tengdur gæða- og árangursmati. Að síðustu er eitt aðalleiðarljós stefnunnar áhersla á alþjóðlegt samstarf. Hvatt er til aukinnar sóknar í alþjóðlegar rannsóknaáætlanir enda eru okkar sjóðir nú orðnir vanbúnir til að styðja við vísindastarf í landinu. Íslenskir vísindamenn hafa staðið sig vel - en gera má enn betur og á þessu ári hafa verið í mótun tillögur á vegum ráðsins um að samþætta og stórefla stuðningsþjónustu við alþjóðasóknina. Nýlegar úttektir á vísindasamfélaginu gefa væntingar um að byggt sé á góðum grunni við uppbyggingu nýs atvinnulífs, þó að aðvörunarteikn séu á lofti eins og fram kemur í úttektum á samkeppnishæfni Íslands. Norræn úttekt á birtingum íslenskra vísindamanna (júní 2010) sýnir víðtæk alþjóðleg tengsl. Rúmlega 70% birtinga þar sem Íslendingar eiga í hlut eru árangur alþjóðlegs samstarfs. Ríflega 3/4 alþjóðlegs samstarfs eru við Evrópuríki, en samstarf við ríki í Asíu hefur u.þ.b. tvöfaldast á rúmum tveimur áratugum. Klínískar læknisfræðilegar rannsóknir eru stærsta rannsóknasviðið á Íslandi, en þriðjungur allra birtinga er á því sviði. Styrkur Íslands er einnig á sviði líftækni og jarðvísinda, en vísindamenn ná eftirtektarverðum árangri á fleiri sviðum. Sterk staða íslensks vísindasamfélags bendir til að víða leynast tækifæri til öflugrar nýsköpunar. Framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs birtist skýrast í fjárlögum hvers árs. Þar skiptir miklu að standa vörð um opnu samkeppnissjóðina. Nýliðun í vísindum og nýsköpun í erfiðu árferði er mikið áhyggjuefni. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru opnir samkeppnissjóðir þar sem umsóknir eru metnar í gagnsæju, faglegu ferli. Þeir þjóna ekki síst ungu fólki um leið og til verða nýjar hugmyndir sem leiða til nýsköpunar og nýrra lausna í samfélaginu. Nefna má að 80-90% styrkja sem Rannsóknasjóður veitir eru nýtt til að greiða laun ungra og lausráðinna vísindamanna. Skilaboðin í stefnu ráðsins eru í raun einföld. Við verðum að horfa heildstætt á allt nýsköpunar- og vísindakerfið, veðja á efnilegasta fólkið og bestu verkefnin og þora að styðja og styrkja þá sem skara fram úr. Það er besta atvinnustefnan, og þannig nýtum við fjármunina best. Við gerum okkur öll grein fyrir því að stjórnvöld eru knúin til sársaukafulls niðurskurðar í ríkisfjármálum á næsta ári, en framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs er ekki aðeins á hendi fjárveitingavaldsins, heldur er mikilvægt að sjónarmið gæða og ávinnings séu alls staðar höfð að leiðarljósi í erfiðri niðurskurðarvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og samkeppnissjóða, svo að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri fyrir samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskólarannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vísinda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og samþykkt í lok síðasta árs. Þar er lögð áhersla á að draga fram þann styrk sem býr í íslensku vísinda- og nýsköpunarsamfélagi, og leita leiða til að leysa þann styrk úr læðingi nú þegar við þurfum á nýjum tækifærum að halda. Lönd sem lenda í viðlíka efnahagshremmingum og við, leitast við að forgangsraða þessum málaflokki og standa vörð um fjárveitingar til menntakerfisins, vísinda og nýsköpunar, því að á þeim sviðum verða til efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti sem koma þjóðum upp úr kyrrstöðu og kreppu. Við þurfum ekki að líta lengra en til granna okkar Svía og Finna. Stefna ráðsins hefur þrjú einföld leiðarljós. Í fyrsta lagi er hvatt til samstarfs. Vísinda- og nýsköpunarkerfið er brotakennt; háskólar litlir og margir, stofnanir enn fleiri, starfsstöðvar um allt land mjög fámennar, starfsemin dreifð og sjóðakerfið margslungið. Í öðru lagi er í stefnunni lögð áhersla á að allt vísinda- og nýsköpunarstarf verði að standast alþjóðlegar gæðakröfur. Þegar draga þarf úr ríkisútgjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda- og nýsköpunarstarfs og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri og ávinningi fyrir samfélagið - að við treystum okkur til að láta gæðamat ráða för, helst með því að nota erlenda matsaðila eins og gert er nú hjá Rannsóknasjóði. Ráðið leggur áherslu á að aukinn hluti opinberra fjárveitinga - ekki aðeins til sjóða heldur einnig til háskóla og stofnana - verði tengdur gæða- og árangursmati. Að síðustu er eitt aðalleiðarljós stefnunnar áhersla á alþjóðlegt samstarf. Hvatt er til aukinnar sóknar í alþjóðlegar rannsóknaáætlanir enda eru okkar sjóðir nú orðnir vanbúnir til að styðja við vísindastarf í landinu. Íslenskir vísindamenn hafa staðið sig vel - en gera má enn betur og á þessu ári hafa verið í mótun tillögur á vegum ráðsins um að samþætta og stórefla stuðningsþjónustu við alþjóðasóknina. Nýlegar úttektir á vísindasamfélaginu gefa væntingar um að byggt sé á góðum grunni við uppbyggingu nýs atvinnulífs, þó að aðvörunarteikn séu á lofti eins og fram kemur í úttektum á samkeppnishæfni Íslands. Norræn úttekt á birtingum íslenskra vísindamanna (júní 2010) sýnir víðtæk alþjóðleg tengsl. Rúmlega 70% birtinga þar sem Íslendingar eiga í hlut eru árangur alþjóðlegs samstarfs. Ríflega 3/4 alþjóðlegs samstarfs eru við Evrópuríki, en samstarf við ríki í Asíu hefur u.þ.b. tvöfaldast á rúmum tveimur áratugum. Klínískar læknisfræðilegar rannsóknir eru stærsta rannsóknasviðið á Íslandi, en þriðjungur allra birtinga er á því sviði. Styrkur Íslands er einnig á sviði líftækni og jarðvísinda, en vísindamenn ná eftirtektarverðum árangri á fleiri sviðum. Sterk staða íslensks vísindasamfélags bendir til að víða leynast tækifæri til öflugrar nýsköpunar. Framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs birtist skýrast í fjárlögum hvers árs. Þar skiptir miklu að standa vörð um opnu samkeppnissjóðina. Nýliðun í vísindum og nýsköpun í erfiðu árferði er mikið áhyggjuefni. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru opnir samkeppnissjóðir þar sem umsóknir eru metnar í gagnsæju, faglegu ferli. Þeir þjóna ekki síst ungu fólki um leið og til verða nýjar hugmyndir sem leiða til nýsköpunar og nýrra lausna í samfélaginu. Nefna má að 80-90% styrkja sem Rannsóknasjóður veitir eru nýtt til að greiða laun ungra og lausráðinna vísindamanna. Skilaboðin í stefnu ráðsins eru í raun einföld. Við verðum að horfa heildstætt á allt nýsköpunar- og vísindakerfið, veðja á efnilegasta fólkið og bestu verkefnin og þora að styðja og styrkja þá sem skara fram úr. Það er besta atvinnustefnan, og þannig nýtum við fjármunina best. Við gerum okkur öll grein fyrir því að stjórnvöld eru knúin til sársaukafulls niðurskurðar í ríkisfjármálum á næsta ári, en framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs er ekki aðeins á hendi fjárveitingavaldsins, heldur er mikilvægt að sjónarmið gæða og ávinnings séu alls staðar höfð að leiðarljósi í erfiðri niðurskurðarvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og samkeppnissjóða, svo að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri fyrir samfélagið.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun