Árni bæjarstjóri: Óvíst hvaða áhrif hærra orkuverð hefur 18. maí 2010 12:21 Árni Sigfússon Mynd/Stefán Karlsson Óvíst er hvaða áhrif boðanir forstjóra Magma á hækkun á orkuverð til stóriðju mun hafa á aðkomu fjárfesta að álverinu í Helguvík. Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hann segist þó telja að svigrúm sé til hækkanna. Hann hafnar fullyrðingum um að kaup Magma séu fjármögnuð með opinberu fé. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, sem hefur fest kaup á nýtingarrétti HS Orku, á Reykjanesi, teldi að raforkuverði til stóriðju væri gríðarlega lágt hér á landi. Til stæði að hækka það í framtíðinni. Með því væru verðmæti orkunnar aukin og fyrirtækin skiluðu meira til samfélagsins. Því hefur oft verið haldið fram að hækkanir á raforkuverði til stóriðju kynni að fæla erlenda fjárfesta frá fyrirtækjarekstri á Íslandi en Ross telur svo ekki vera. Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Telur hann að hækkanir kunni að hafa áhrif á framgang álversins í Helguvík? „Nú verður það auðvitað bara að koma í ljós. Þegar tveir aðilar setjast niður og gera samninga sín á milli vill annar fá hærra verð og hinn vill eflaust greiða sem minnst. Það verður þá bara að koma í ljós. Ég held að menn viti alveg hverjar tölurnar eru og viti hvað er að gerast í heiminum. Upplýstir menn eiga að geta sest niður og gengið frá samningum," segir Árni. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að Reykjanesbær fjármagnar um fjörtíu prósent kaupverðs Magma Energy á hlut Geysis Green í HS-Orku. En þegar Geysir Green keypti stóran hlut af HS-Orku af Reykjanesbæ greiddi fyrirtækið hluta kaupverðsins í peningum eða um 2,5 milljarð en hins vegar veitti bæjarfélagið fyrirtækinu skuldabréf upp að 6,3 milljörðum króna. Með kaupunum sem tilkynnt var um í gær býðst Magma til að yfirtaka þessa sama skuldabréf en það er tryggt með veði í hlutabréfum í HS-Orku. Reykjanesbær sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem fullyrt er að fyrirsögn blaðsins og fullyrðingarnar séu villandi. Magma hyggist óska eftir því að fá að yfirtaka skuldabréf Geysis til Reykjanesbæjar og eðlilegt sé að bæjarfélagið skoði það tilboð þar sem Magma sé traustri bakhjarl en Geysir. Tengdar fréttir Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. 18. maí 2010 06:00 Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila. 17. maí 2010 18:54 Þingmenn VG koma skilaboðum til ráðherra með fréttatilkynningum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir undarlegt að stjórnarliðar sendi frá sér fréttatilkynningar þegar þeir vilja koma einhverju á framfæri við sína eigin ríkisstjórn. Þar vísar hún til tilkynningar sem þingflokkur VG sendi frá sér í gærkvöldi varðandi söluferlið á HS orku. Þar ítrekar þingflokkurinn þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 09:46 Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 04:45 Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif boðanir forstjóra Magma á hækkun á orkuverð til stóriðju mun hafa á aðkomu fjárfesta að álverinu í Helguvík. Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hann segist þó telja að svigrúm sé til hækkanna. Hann hafnar fullyrðingum um að kaup Magma séu fjármögnuð með opinberu fé. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, sem hefur fest kaup á nýtingarrétti HS Orku, á Reykjanesi, teldi að raforkuverði til stóriðju væri gríðarlega lágt hér á landi. Til stæði að hækka það í framtíðinni. Með því væru verðmæti orkunnar aukin og fyrirtækin skiluðu meira til samfélagsins. Því hefur oft verið haldið fram að hækkanir á raforkuverði til stóriðju kynni að fæla erlenda fjárfesta frá fyrirtækjarekstri á Íslandi en Ross telur svo ekki vera. Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Telur hann að hækkanir kunni að hafa áhrif á framgang álversins í Helguvík? „Nú verður það auðvitað bara að koma í ljós. Þegar tveir aðilar setjast niður og gera samninga sín á milli vill annar fá hærra verð og hinn vill eflaust greiða sem minnst. Það verður þá bara að koma í ljós. Ég held að menn viti alveg hverjar tölurnar eru og viti hvað er að gerast í heiminum. Upplýstir menn eiga að geta sest niður og gengið frá samningum," segir Árni. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að Reykjanesbær fjármagnar um fjörtíu prósent kaupverðs Magma Energy á hlut Geysis Green í HS-Orku. En þegar Geysir Green keypti stóran hlut af HS-Orku af Reykjanesbæ greiddi fyrirtækið hluta kaupverðsins í peningum eða um 2,5 milljarð en hins vegar veitti bæjarfélagið fyrirtækinu skuldabréf upp að 6,3 milljörðum króna. Með kaupunum sem tilkynnt var um í gær býðst Magma til að yfirtaka þessa sama skuldabréf en það er tryggt með veði í hlutabréfum í HS-Orku. Reykjanesbær sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem fullyrt er að fyrirsögn blaðsins og fullyrðingarnar séu villandi. Magma hyggist óska eftir því að fá að yfirtaka skuldabréf Geysis til Reykjanesbæjar og eðlilegt sé að bæjarfélagið skoði það tilboð þar sem Magma sé traustri bakhjarl en Geysir.
Tengdar fréttir Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. 18. maí 2010 06:00 Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila. 17. maí 2010 18:54 Þingmenn VG koma skilaboðum til ráðherra með fréttatilkynningum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir undarlegt að stjórnarliðar sendi frá sér fréttatilkynningar þegar þeir vilja koma einhverju á framfæri við sína eigin ríkisstjórn. Þar vísar hún til tilkynningar sem þingflokkur VG sendi frá sér í gærkvöldi varðandi söluferlið á HS orku. Þar ítrekar þingflokkurinn þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 09:46 Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 04:45 Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. 18. maí 2010 06:00
Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila. 17. maí 2010 18:54
Þingmenn VG koma skilaboðum til ráðherra með fréttatilkynningum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir undarlegt að stjórnarliðar sendi frá sér fréttatilkynningar þegar þeir vilja koma einhverju á framfæri við sína eigin ríkisstjórn. Þar vísar hún til tilkynningar sem þingflokkur VG sendi frá sér í gærkvöldi varðandi söluferlið á HS orku. Þar ítrekar þingflokkurinn þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 09:46
Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 04:45