Árni bæjarstjóri: Óvíst hvaða áhrif hærra orkuverð hefur 18. maí 2010 12:21 Árni Sigfússon Mynd/Stefán Karlsson Óvíst er hvaða áhrif boðanir forstjóra Magma á hækkun á orkuverð til stóriðju mun hafa á aðkomu fjárfesta að álverinu í Helguvík. Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hann segist þó telja að svigrúm sé til hækkanna. Hann hafnar fullyrðingum um að kaup Magma séu fjármögnuð með opinberu fé. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, sem hefur fest kaup á nýtingarrétti HS Orku, á Reykjanesi, teldi að raforkuverði til stóriðju væri gríðarlega lágt hér á landi. Til stæði að hækka það í framtíðinni. Með því væru verðmæti orkunnar aukin og fyrirtækin skiluðu meira til samfélagsins. Því hefur oft verið haldið fram að hækkanir á raforkuverði til stóriðju kynni að fæla erlenda fjárfesta frá fyrirtækjarekstri á Íslandi en Ross telur svo ekki vera. Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Telur hann að hækkanir kunni að hafa áhrif á framgang álversins í Helguvík? „Nú verður það auðvitað bara að koma í ljós. Þegar tveir aðilar setjast niður og gera samninga sín á milli vill annar fá hærra verð og hinn vill eflaust greiða sem minnst. Það verður þá bara að koma í ljós. Ég held að menn viti alveg hverjar tölurnar eru og viti hvað er að gerast í heiminum. Upplýstir menn eiga að geta sest niður og gengið frá samningum," segir Árni. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að Reykjanesbær fjármagnar um fjörtíu prósent kaupverðs Magma Energy á hlut Geysis Green í HS-Orku. En þegar Geysir Green keypti stóran hlut af HS-Orku af Reykjanesbæ greiddi fyrirtækið hluta kaupverðsins í peningum eða um 2,5 milljarð en hins vegar veitti bæjarfélagið fyrirtækinu skuldabréf upp að 6,3 milljörðum króna. Með kaupunum sem tilkynnt var um í gær býðst Magma til að yfirtaka þessa sama skuldabréf en það er tryggt með veði í hlutabréfum í HS-Orku. Reykjanesbær sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem fullyrt er að fyrirsögn blaðsins og fullyrðingarnar séu villandi. Magma hyggist óska eftir því að fá að yfirtaka skuldabréf Geysis til Reykjanesbæjar og eðlilegt sé að bæjarfélagið skoði það tilboð þar sem Magma sé traustri bakhjarl en Geysir. Tengdar fréttir Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. 18. maí 2010 06:00 Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila. 17. maí 2010 18:54 Þingmenn VG koma skilaboðum til ráðherra með fréttatilkynningum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir undarlegt að stjórnarliðar sendi frá sér fréttatilkynningar þegar þeir vilja koma einhverju á framfæri við sína eigin ríkisstjórn. Þar vísar hún til tilkynningar sem þingflokkur VG sendi frá sér í gærkvöldi varðandi söluferlið á HS orku. Þar ítrekar þingflokkurinn þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 09:46 Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 04:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif boðanir forstjóra Magma á hækkun á orkuverð til stóriðju mun hafa á aðkomu fjárfesta að álverinu í Helguvík. Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hann segist þó telja að svigrúm sé til hækkanna. Hann hafnar fullyrðingum um að kaup Magma séu fjármögnuð með opinberu fé. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, sem hefur fest kaup á nýtingarrétti HS Orku, á Reykjanesi, teldi að raforkuverði til stóriðju væri gríðarlega lágt hér á landi. Til stæði að hækka það í framtíðinni. Með því væru verðmæti orkunnar aukin og fyrirtækin skiluðu meira til samfélagsins. Því hefur oft verið haldið fram að hækkanir á raforkuverði til stóriðju kynni að fæla erlenda fjárfesta frá fyrirtækjarekstri á Íslandi en Ross telur svo ekki vera. Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Telur hann að hækkanir kunni að hafa áhrif á framgang álversins í Helguvík? „Nú verður það auðvitað bara að koma í ljós. Þegar tveir aðilar setjast niður og gera samninga sín á milli vill annar fá hærra verð og hinn vill eflaust greiða sem minnst. Það verður þá bara að koma í ljós. Ég held að menn viti alveg hverjar tölurnar eru og viti hvað er að gerast í heiminum. Upplýstir menn eiga að geta sest niður og gengið frá samningum," segir Árni. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að Reykjanesbær fjármagnar um fjörtíu prósent kaupverðs Magma Energy á hlut Geysis Green í HS-Orku. En þegar Geysir Green keypti stóran hlut af HS-Orku af Reykjanesbæ greiddi fyrirtækið hluta kaupverðsins í peningum eða um 2,5 milljarð en hins vegar veitti bæjarfélagið fyrirtækinu skuldabréf upp að 6,3 milljörðum króna. Með kaupunum sem tilkynnt var um í gær býðst Magma til að yfirtaka þessa sama skuldabréf en það er tryggt með veði í hlutabréfum í HS-Orku. Reykjanesbær sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun þar sem fullyrt er að fyrirsögn blaðsins og fullyrðingarnar séu villandi. Magma hyggist óska eftir því að fá að yfirtaka skuldabréf Geysis til Reykjanesbæjar og eðlilegt sé að bæjarfélagið skoði það tilboð þar sem Magma sé traustri bakhjarl en Geysir.
Tengdar fréttir Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. 18. maí 2010 06:00 Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila. 17. maí 2010 18:54 Þingmenn VG koma skilaboðum til ráðherra með fréttatilkynningum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir undarlegt að stjórnarliðar sendi frá sér fréttatilkynningar þegar þeir vilja koma einhverju á framfæri við sína eigin ríkisstjórn. Þar vísar hún til tilkynningar sem þingflokkur VG sendi frá sér í gærkvöldi varðandi söluferlið á HS orku. Þar ítrekar þingflokkurinn þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 09:46 Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 04:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Stjórnvöld vilja stytta leigutíma Magma á auðlindum Kanadíska fyrirtækið Magma Energy hefur eignast 98,53 prósenta hlut í HS Orku. Sænskt dótturfélag þess keypti hlut Geysis Green Energy í fyrirtækinu. Stjórnvöld höfðu óskað eindregið eftir því að beðið væri með undirskrift þar til eftir ríkisstjórnarfund í dag, ekki var orðið við þeirri ósk. 18. maí 2010 06:00
Vill hækka raforkuverð til stórfyrirtækja Raforka til álvera hefur verið seld of ódýrt, hér á landi. Alltof ódýrt. Þetta segir Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy en það keypti í dag hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Hann boðar hækkun á raforkuverði til stóriðju en ekki til heimila. 17. maí 2010 18:54
Þingmenn VG koma skilaboðum til ráðherra með fréttatilkynningum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir undarlegt að stjórnarliðar sendi frá sér fréttatilkynningar þegar þeir vilja koma einhverju á framfæri við sína eigin ríkisstjórn. Þar vísar hún til tilkynningar sem þingflokkur VG sendi frá sér í gærkvöldi varðandi söluferlið á HS orku. Þar ítrekar þingflokkurinn þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 09:46
Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. 18. maí 2010 04:45