Förum varlega í að fækka Múmínmömmunum Fanný Heimisdóttir skrifar 17. desember 2010 06:15 Bæði Múmínpabbi og Mía litla höfðu klætt sig upp á í tilefni dagsins. Hann var í flottu, svörtu dressi með litfagurt bindi og í afar löngum skóm. Mía var í leðri og tafti. Múmínpabbi hafði undirbúið sig vel og var mjög áheyrilegur. Það eina sem skyggði á framgöngu hans var nýja klippingin en líklega á hún alls ekki að vera táknræn. Mía var reið og pirruð yfir því hve lítið er á hana hlustað þessa dagana, háir hælarnir boruðust ofan í parketið á meðan hún mælti fram mótbárur sínar. Út um gluggann sáust hattífattar sem fóru hjá í hópum. Þeir voru í endurskinsvestum merktum bönkum og tryggingafélögum. Hattíföttum í borginni fjölgar nú ört og það þarf að finna þeim farveg, leikskólapláss, og þrátt fyrir að einkafyrirtæki sem hafa til þess bolmagn noti þá stundum sem auglýsingastólpa verður að draga saman og hagræða í rekstri leikskólanna. Þeim sem annt er um vegferð hattífatta líður núna eins og Morrinn hafi birst, hann gerir allt svo blátt og kalt og kvíðvænlegt. En vorið kemur alltaf aftur í Múmíndalnum, það er alveg ábyggilegt. Líklega má líka segja að leikskólastarfsfólk hafi hæfni til að skapa vor í kringum sig. Myndlíkingin Það var Jón Gnarr sem var í hlutverki Múmínpabba og Hanna Birna var Mía litla. Ráðhús Reykjavíkur er óneitanlega flott og frá svölunum var þetta alls ekki ólíkt því að vera komin í leikhús. Fundarsköp eru einnig eins og ákveðin sviðssetning og síðan var greinilega einnig leyfilegt að ganga út og inn af sviðinu. Það gerði Gnarr ítrekað á meðan Hanna Birna talaði en ég veit ekki hvort það var gagngert til að sýna orðum hennar lítilsvirðingu. Hanna Birna talaði mikið um samstarf eins og hún gerir gjarnan í seinni tíð og Gnarr talaði um samráð. Daginn sem þessi fundur var haldinn var sett jólatré utan við ráðhúsið og það var skemmtilegt að það var gert á meðan fundurinn stóð; takk alla vega fyrir það jólatrésuppsetningarfólk. Ég veit ekki heldur hvort leikskólafólk í nágrenni ráðhússins vissi af því að setja átti upp jólatré þennan dag og kom til að skoða það eða hvort gönguferðirnar voru farnar til að minna borgarráðsmenn á börnin og leikskólastarfið. Í bókunum um Múmínálfana eru hattífattarnir ekki eins vingjarnlegir og börn geta verið en mér finnst að þeir geti staðið fyrir massann af fólki, alla hina, sem fjallað er um, en gera minna af því sjálfir að ráða fyrir sig alla vega á opinberum vettvangi. Hvernig tengist samsláttur leikskóla Múmínálfunum? Ástæða þess að undanfarið hefur verið meira fjallað um leikskólann en oft er gert eru hugsanlegar breytingar á stjórnun þeirra. Þó ekkert sé vitað með vissu enn er fækkun stjórnenda fyrirhuguð og tilgangurinn sagður vera að ná á fram fjárhagslegum og faglegum ávinningi. Borgarstjórinn okkar vitnar oft í bækurnar um Múmínálfana eftir Tove Jansson. Persónurnar í sögunum eru fjölskrúðugar og hafa mörg einkenni sem við getum fundið hjá okkur sjálfum eða fólkinu í kringum okkur. Við getum tengt hlutverk okkar hverju sinni ákveðnum einkennum sem Múmínálfar hafa. Múmínmamma er alltaf til staðar og skilningsrík sínu fólki. Hún er með tösku á handleggnum inni jafnt sem úti. Upp úr töskunni dregur hún allt það sem vantar hverju sinni. Ég held að oft megi sjá hlutverk leikskólastjóra í Múmínmömmu. Mig langar að stinga því að þeim sem nú ráða ráðum sem varða hattífattana að sérstaklega þurfi að skoða innihald hverrar tösku vel áður en Múmínmömmum verður fækkað. Enn og aftur bendi ég á sérstöðu íslenskra leikskóla miðað við skóla í nágrannalöndum okkar, þangað sem gjarnan er horft til fyrirmynda. Hér er oft lítil menntun til grundvallar flóknu starfi leikskólanna. Hér hefur ekki verið ráðist í að tryggja öllum börnum menntaða kennara með kvótun eins og gert er t.d. í Svíþjóð. Ég hvet borgaryfirvöld til þess að byrja á því að tryggja öllum börnum leikskólakennara áður en ráðist verður í aðrar breytingar. Nú hlýtur að vera lag til þess þegar minna er um vinnu og vænta má aukins stöðugleika á vinnumarkaði. Með góðum kveðjum til allra í dalnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Sjá meira
Bæði Múmínpabbi og Mía litla höfðu klætt sig upp á í tilefni dagsins. Hann var í flottu, svörtu dressi með litfagurt bindi og í afar löngum skóm. Mía var í leðri og tafti. Múmínpabbi hafði undirbúið sig vel og var mjög áheyrilegur. Það eina sem skyggði á framgöngu hans var nýja klippingin en líklega á hún alls ekki að vera táknræn. Mía var reið og pirruð yfir því hve lítið er á hana hlustað þessa dagana, háir hælarnir boruðust ofan í parketið á meðan hún mælti fram mótbárur sínar. Út um gluggann sáust hattífattar sem fóru hjá í hópum. Þeir voru í endurskinsvestum merktum bönkum og tryggingafélögum. Hattíföttum í borginni fjölgar nú ört og það þarf að finna þeim farveg, leikskólapláss, og þrátt fyrir að einkafyrirtæki sem hafa til þess bolmagn noti þá stundum sem auglýsingastólpa verður að draga saman og hagræða í rekstri leikskólanna. Þeim sem annt er um vegferð hattífatta líður núna eins og Morrinn hafi birst, hann gerir allt svo blátt og kalt og kvíðvænlegt. En vorið kemur alltaf aftur í Múmíndalnum, það er alveg ábyggilegt. Líklega má líka segja að leikskólastarfsfólk hafi hæfni til að skapa vor í kringum sig. Myndlíkingin Það var Jón Gnarr sem var í hlutverki Múmínpabba og Hanna Birna var Mía litla. Ráðhús Reykjavíkur er óneitanlega flott og frá svölunum var þetta alls ekki ólíkt því að vera komin í leikhús. Fundarsköp eru einnig eins og ákveðin sviðssetning og síðan var greinilega einnig leyfilegt að ganga út og inn af sviðinu. Það gerði Gnarr ítrekað á meðan Hanna Birna talaði en ég veit ekki hvort það var gagngert til að sýna orðum hennar lítilsvirðingu. Hanna Birna talaði mikið um samstarf eins og hún gerir gjarnan í seinni tíð og Gnarr talaði um samráð. Daginn sem þessi fundur var haldinn var sett jólatré utan við ráðhúsið og það var skemmtilegt að það var gert á meðan fundurinn stóð; takk alla vega fyrir það jólatrésuppsetningarfólk. Ég veit ekki heldur hvort leikskólafólk í nágrenni ráðhússins vissi af því að setja átti upp jólatré þennan dag og kom til að skoða það eða hvort gönguferðirnar voru farnar til að minna borgarráðsmenn á börnin og leikskólastarfið. Í bókunum um Múmínálfana eru hattífattarnir ekki eins vingjarnlegir og börn geta verið en mér finnst að þeir geti staðið fyrir massann af fólki, alla hina, sem fjallað er um, en gera minna af því sjálfir að ráða fyrir sig alla vega á opinberum vettvangi. Hvernig tengist samsláttur leikskóla Múmínálfunum? Ástæða þess að undanfarið hefur verið meira fjallað um leikskólann en oft er gert eru hugsanlegar breytingar á stjórnun þeirra. Þó ekkert sé vitað með vissu enn er fækkun stjórnenda fyrirhuguð og tilgangurinn sagður vera að ná á fram fjárhagslegum og faglegum ávinningi. Borgarstjórinn okkar vitnar oft í bækurnar um Múmínálfana eftir Tove Jansson. Persónurnar í sögunum eru fjölskrúðugar og hafa mörg einkenni sem við getum fundið hjá okkur sjálfum eða fólkinu í kringum okkur. Við getum tengt hlutverk okkar hverju sinni ákveðnum einkennum sem Múmínálfar hafa. Múmínmamma er alltaf til staðar og skilningsrík sínu fólki. Hún er með tösku á handleggnum inni jafnt sem úti. Upp úr töskunni dregur hún allt það sem vantar hverju sinni. Ég held að oft megi sjá hlutverk leikskólastjóra í Múmínmömmu. Mig langar að stinga því að þeim sem nú ráða ráðum sem varða hattífattana að sérstaklega þurfi að skoða innihald hverrar tösku vel áður en Múmínmömmum verður fækkað. Enn og aftur bendi ég á sérstöðu íslenskra leikskóla miðað við skóla í nágrannalöndum okkar, þangað sem gjarnan er horft til fyrirmynda. Hér er oft lítil menntun til grundvallar flóknu starfi leikskólanna. Hér hefur ekki verið ráðist í að tryggja öllum börnum menntaða kennara með kvótun eins og gert er t.d. í Svíþjóð. Ég hvet borgaryfirvöld til þess að byrja á því að tryggja öllum börnum leikskólakennara áður en ráðist verður í aðrar breytingar. Nú hlýtur að vera lag til þess þegar minna er um vinnu og vænta má aukins stöðugleika á vinnumarkaði. Með góðum kveðjum til allra í dalnum.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun