Innlent

Heppnir Framsóknarmenn snæða með Sigmundi Davíð

SB skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins mun snæða með heppnum Framsóknarmönnum og rölta um miðbæinn.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins mun snæða með heppnum Framsóknarmönnum og rölta um miðbæinn.

Dregið hefur verið úr kosningahappdrætti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Meðal verðlauna er útreiðartúr með Valgerði Sveinsdóttur, sem skipaði annað sæti listans í kosningunum, og miðbæjarrölt og kvöldmatur með formanni flokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Að sögn Eggerts Sólbergs sem skipulagði happdrættið voru miðarnir seldir meðal félagsmanna í kosningabaráttunni í vor. „Þáttakan var ágæt, byrjaði hægt en svo kom þetta á endanum."

Fyrir utan útreiðartúrinn með Valgerði og miðbæjarröltið og kvöldmatinn með Sigmundi Davíð eru aðrir vinningar flugmiðar til eins áfangastaðar í Evrópu með Iceland Express. Auk fleiri smávinninga, úttekta í búðum.

Spurður hvert farið verði í útreiðartúr segist Eggert ekki vita það en bendir á að Valgerður Sveinsdóttur er einnig formaður Fáks og því megi gera ráð fyrir góðum útreiðartúr í nágrenni höfuðborgarinnar.

En hvar munu hinir tveir heppnu félagsmenn snæða með Sigmundi Davíð?

Eggert segist ekki vita það. „Ætli það sé ekki bara samkomulagsatriði. Þarna fá tveir heppnir félagsmenn góðan tíma með formanninum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×