Bláa Lónið hefur gefið út frímerki til sölu með burðargjaldi til landa innan og utan Evrópu.
Í maí bættist við vöruframboð Póstsins þegar farið var að bjóða upp á Frímerkin mín með burðargjaldi til Evrópu og til landa utan Evrópu.
Frímerkin mín eru frímerki með eigin mynd þess sem kaupir þau og hægt er að hanna sín eigin frímerki á www.postur.is.
Bláa Lónið er fyrsta fyrirtækið sem nýtir sér Frímerkin mín til endursölu til viðskiptavina sinna.