Aska úr Eyjafjallajökli gæti nýst í steinsteypu 14. júní 2010 06:15 Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að verulega dró úr þenslu af völdum alkalívirkni í múrblöndu með fimm prósent af gosösku.Fréttablaðið/ Vilhelm Efnasamsetning gosöskunnar úr Eyjafjallajökli er svipuð ösku sem fellur til við kolabrennslu, en kolaaska er víða notuð til að bæta eiginleika steinsteypu. Starfsfólk rannsóknarstofu Verkfræðistofu Mannvits ákvað að kanna hvort askan úr eldgosinu gæti nýst sem bætiefni í steinsteypu eins og áðurnefnd kolaaska, sem er nýtt að takmörkuðu leyti hér á landi. Karsten Iversen tæknifræðingur og Børge Johannes Wigum jarðverkfræðingur stýrðu rannsókninni. „Askan úr Eyjafjallajökli er glerkennd og rík að kísilsýru,“ segir Karsten. „Það getur haft haft ýmsa kosti í steinsteypugerð, til dæmis meðfærilegri steypu og aukna endingu, auk þess sem það getur haldið alkalískemmdum í skefjum í steypu með alkalíríku sementi.“ Glerkennd aska og rík að kísilsýru býr yfir svonefndum Pozzolan-eiginleikum, kenndum við svæði í grennd við eldfjallið Versu á suðurhluta Ítalíu. Rómverjar blönduðu kalki í gosösku úr eldfjallinu og notuðu sem bindiefni í steinsteypu. Í dag ná menn fram eiginleikum Pozzolan-efna í steinsteypu með því að nota meðal annars kolaösku og kísilryk með háu kísilsýruinnihaldi sem viðbót við sement. Mannvit kannaði eiginleika öskunnar úr Eyjafjallajökli með tilliti til fínefnis og alkalívirkni. Einnig var askan rannsökuð sem ígildi sements í múrblöndur og voru allt að 20 prósent af sementinu skipt út fyrir ösku. Notuð var stöðluð aðferð til prófunar á alkalívirkni þar sem þensla yfir 0,1 prósenti eftir fjórtán daga er skaðleg. „Niðurstaðan var sú að fimm prósenta öskuíblöndun dregur verulega úr þenslu vegna alkalívirkni,“ segir Karsten. „Í samanburði við steypu án öskuíblöndunar er þenslan í steypu með fimm prósenta öskuíblöndun vel undir 0,1 prósents mörkum sem sett eru í byggingarreglugerð.“ Karsten og Børge Johannes segja niðurstöðurnar gefa til kynna að askan úr Eyjafjallajökli sé áhugavert bætiefni í steinsteypu. „Það er hins vegar ljóst að gæði öskunnar eru mjög breytileg. Í öskusýninu sem við tókum voru aðeins 60 prósent öskunnar nógu fínkornuð til að nýtast sem pozzolan-efni. Þá er alls óvíst hvort hægt sé að nálgast nægjanlegt magn ösku með aðgengilegum hætti til að hagkvæmt sé að vinna hana til steypugerðar.“ bergsteinn@frettabladid.is Karsten Iversen Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Efnasamsetning gosöskunnar úr Eyjafjallajökli er svipuð ösku sem fellur til við kolabrennslu, en kolaaska er víða notuð til að bæta eiginleika steinsteypu. Starfsfólk rannsóknarstofu Verkfræðistofu Mannvits ákvað að kanna hvort askan úr eldgosinu gæti nýst sem bætiefni í steinsteypu eins og áðurnefnd kolaaska, sem er nýtt að takmörkuðu leyti hér á landi. Karsten Iversen tæknifræðingur og Børge Johannes Wigum jarðverkfræðingur stýrðu rannsókninni. „Askan úr Eyjafjallajökli er glerkennd og rík að kísilsýru,“ segir Karsten. „Það getur haft haft ýmsa kosti í steinsteypugerð, til dæmis meðfærilegri steypu og aukna endingu, auk þess sem það getur haldið alkalískemmdum í skefjum í steypu með alkalíríku sementi.“ Glerkennd aska og rík að kísilsýru býr yfir svonefndum Pozzolan-eiginleikum, kenndum við svæði í grennd við eldfjallið Versu á suðurhluta Ítalíu. Rómverjar blönduðu kalki í gosösku úr eldfjallinu og notuðu sem bindiefni í steinsteypu. Í dag ná menn fram eiginleikum Pozzolan-efna í steinsteypu með því að nota meðal annars kolaösku og kísilryk með háu kísilsýruinnihaldi sem viðbót við sement. Mannvit kannaði eiginleika öskunnar úr Eyjafjallajökli með tilliti til fínefnis og alkalívirkni. Einnig var askan rannsökuð sem ígildi sements í múrblöndur og voru allt að 20 prósent af sementinu skipt út fyrir ösku. Notuð var stöðluð aðferð til prófunar á alkalívirkni þar sem þensla yfir 0,1 prósenti eftir fjórtán daga er skaðleg. „Niðurstaðan var sú að fimm prósenta öskuíblöndun dregur verulega úr þenslu vegna alkalívirkni,“ segir Karsten. „Í samanburði við steypu án öskuíblöndunar er þenslan í steypu með fimm prósenta öskuíblöndun vel undir 0,1 prósents mörkum sem sett eru í byggingarreglugerð.“ Karsten og Børge Johannes segja niðurstöðurnar gefa til kynna að askan úr Eyjafjallajökli sé áhugavert bætiefni í steinsteypu. „Það er hins vegar ljóst að gæði öskunnar eru mjög breytileg. Í öskusýninu sem við tókum voru aðeins 60 prósent öskunnar nógu fínkornuð til að nýtast sem pozzolan-efni. Þá er alls óvíst hvort hægt sé að nálgast nægjanlegt magn ösku með aðgengilegum hætti til að hagkvæmt sé að vinna hana til steypugerðar.“ bergsteinn@frettabladid.is Karsten Iversen
Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira