Aska úr Eyjafjallajökli gæti nýst í steinsteypu 14. júní 2010 06:15 Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að verulega dró úr þenslu af völdum alkalívirkni í múrblöndu með fimm prósent af gosösku.Fréttablaðið/ Vilhelm Efnasamsetning gosöskunnar úr Eyjafjallajökli er svipuð ösku sem fellur til við kolabrennslu, en kolaaska er víða notuð til að bæta eiginleika steinsteypu. Starfsfólk rannsóknarstofu Verkfræðistofu Mannvits ákvað að kanna hvort askan úr eldgosinu gæti nýst sem bætiefni í steinsteypu eins og áðurnefnd kolaaska, sem er nýtt að takmörkuðu leyti hér á landi. Karsten Iversen tæknifræðingur og Børge Johannes Wigum jarðverkfræðingur stýrðu rannsókninni. „Askan úr Eyjafjallajökli er glerkennd og rík að kísilsýru,“ segir Karsten. „Það getur haft haft ýmsa kosti í steinsteypugerð, til dæmis meðfærilegri steypu og aukna endingu, auk þess sem það getur haldið alkalískemmdum í skefjum í steypu með alkalíríku sementi.“ Glerkennd aska og rík að kísilsýru býr yfir svonefndum Pozzolan-eiginleikum, kenndum við svæði í grennd við eldfjallið Versu á suðurhluta Ítalíu. Rómverjar blönduðu kalki í gosösku úr eldfjallinu og notuðu sem bindiefni í steinsteypu. Í dag ná menn fram eiginleikum Pozzolan-efna í steinsteypu með því að nota meðal annars kolaösku og kísilryk með háu kísilsýruinnihaldi sem viðbót við sement. Mannvit kannaði eiginleika öskunnar úr Eyjafjallajökli með tilliti til fínefnis og alkalívirkni. Einnig var askan rannsökuð sem ígildi sements í múrblöndur og voru allt að 20 prósent af sementinu skipt út fyrir ösku. Notuð var stöðluð aðferð til prófunar á alkalívirkni þar sem þensla yfir 0,1 prósenti eftir fjórtán daga er skaðleg. „Niðurstaðan var sú að fimm prósenta öskuíblöndun dregur verulega úr þenslu vegna alkalívirkni,“ segir Karsten. „Í samanburði við steypu án öskuíblöndunar er þenslan í steypu með fimm prósenta öskuíblöndun vel undir 0,1 prósents mörkum sem sett eru í byggingarreglugerð.“ Karsten og Børge Johannes segja niðurstöðurnar gefa til kynna að askan úr Eyjafjallajökli sé áhugavert bætiefni í steinsteypu. „Það er hins vegar ljóst að gæði öskunnar eru mjög breytileg. Í öskusýninu sem við tókum voru aðeins 60 prósent öskunnar nógu fínkornuð til að nýtast sem pozzolan-efni. Þá er alls óvíst hvort hægt sé að nálgast nægjanlegt magn ösku með aðgengilegum hætti til að hagkvæmt sé að vinna hana til steypugerðar.“ bergsteinn@frettabladid.is Karsten Iversen Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Efnasamsetning gosöskunnar úr Eyjafjallajökli er svipuð ösku sem fellur til við kolabrennslu, en kolaaska er víða notuð til að bæta eiginleika steinsteypu. Starfsfólk rannsóknarstofu Verkfræðistofu Mannvits ákvað að kanna hvort askan úr eldgosinu gæti nýst sem bætiefni í steinsteypu eins og áðurnefnd kolaaska, sem er nýtt að takmörkuðu leyti hér á landi. Karsten Iversen tæknifræðingur og Børge Johannes Wigum jarðverkfræðingur stýrðu rannsókninni. „Askan úr Eyjafjallajökli er glerkennd og rík að kísilsýru,“ segir Karsten. „Það getur haft haft ýmsa kosti í steinsteypugerð, til dæmis meðfærilegri steypu og aukna endingu, auk þess sem það getur haldið alkalískemmdum í skefjum í steypu með alkalíríku sementi.“ Glerkennd aska og rík að kísilsýru býr yfir svonefndum Pozzolan-eiginleikum, kenndum við svæði í grennd við eldfjallið Versu á suðurhluta Ítalíu. Rómverjar blönduðu kalki í gosösku úr eldfjallinu og notuðu sem bindiefni í steinsteypu. Í dag ná menn fram eiginleikum Pozzolan-efna í steinsteypu með því að nota meðal annars kolaösku og kísilryk með háu kísilsýruinnihaldi sem viðbót við sement. Mannvit kannaði eiginleika öskunnar úr Eyjafjallajökli með tilliti til fínefnis og alkalívirkni. Einnig var askan rannsökuð sem ígildi sements í múrblöndur og voru allt að 20 prósent af sementinu skipt út fyrir ösku. Notuð var stöðluð aðferð til prófunar á alkalívirkni þar sem þensla yfir 0,1 prósenti eftir fjórtán daga er skaðleg. „Niðurstaðan var sú að fimm prósenta öskuíblöndun dregur verulega úr þenslu vegna alkalívirkni,“ segir Karsten. „Í samanburði við steypu án öskuíblöndunar er þenslan í steypu með fimm prósenta öskuíblöndun vel undir 0,1 prósents mörkum sem sett eru í byggingarreglugerð.“ Karsten og Børge Johannes segja niðurstöðurnar gefa til kynna að askan úr Eyjafjallajökli sé áhugavert bætiefni í steinsteypu. „Það er hins vegar ljóst að gæði öskunnar eru mjög breytileg. Í öskusýninu sem við tókum voru aðeins 60 prósent öskunnar nógu fínkornuð til að nýtast sem pozzolan-efni. Þá er alls óvíst hvort hægt sé að nálgast nægjanlegt magn ösku með aðgengilegum hætti til að hagkvæmt sé að vinna hana til steypugerðar.“ bergsteinn@frettabladid.is Karsten Iversen
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira