Lífið

Katy Perry gæsuð - myndir

Rihanna og Katy Perry. MYNDIR/Cover Media
Rihanna og Katy Perry. MYNDIR/Cover Media

Söngkonan Katy Perry, 25 ára, sem er nú stödd á Indlandi ásamt verðandi eiginmanni sínum, Russell Brand, markaðssetur nú eigið ilmvatn líkt og stórstjörnur á borð við Kylie Minogue, Sarah Jessica Parker og Jennifer Aniston.

Katy segir að nýja ilmvatnið hennar láti konur emja af vellíðan þegar þær nota það. Ilmvatnið sem kallast Purr verður sett á heimsmarkað í nóvember næstkomandi.

„Ég er í skýjunum yfir ilmvatninu. Loksins get ég kynnt mig í flöskum," sagði Katy.

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru á skemmtistað í Las Vegas af söngkonunni Rihönnu og Katy þegar sú síðarnefnda var gæsuð. Vinkonurnar vöktu athygli þegar þær eyddu heilu kvöldi á skemmtistað þar í borg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.